Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 5

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 191-5 191 Jóhann Heiðar Jóhannsson, Hjördís Harðardóttir, Erla Sigvaldadóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Bjarni Þjóðleifsson, Einar Oddsson, Ólafur Steingrímsson CAMPYLOBACTER PYLORI í MAGASLÍMHÚÐ Framvirk rannsókn á algengi C.-pylori í magaslímhúð sjúklinga meö einkenni um bólgu eöa sár í maga ÚTDRÁTTUR Leitað var að Campylobacter-pylori í magaslímhúð hjá 37 sjúklingum sem voru magaspeglaðir á Landspítalanum. Tvær greiningaraðferðir voru bomar saman: sýklaræktun með sérstöku æti (Skirrow’s medium) og vefjarannsókn með sérlitun (Warthin-Starry) fyrir C.-pylori. Sýkillinn fannst í 75,5% sýnanna og hjá 86,5% sjúklinganna bar aðferðunum saman. C.-pylori fannst oftar hjá þessum íslensku sjúklingum en búast mátti við samkvæmt erlendum rannsóknum. Það fannst tölfræðilega marktækt samband milli virkrar bólgu (gastritis chronica activa) og C.-pylori í magaslímhúð. C.-pylori fannst í magaslímhúð hjá 28 af 33 sjúklingum (84,8%) með virka magabólgu, en einungis hjá einum af fjórum sjúklingum (25%) með hægfara magabólgu. Allir þeir þrettán sjúklingar, sem höfðu sár eða fleiður í magaslímhúð, reyndust einnig hafa C,- pylori. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja þá kenningu að C.-pylori sé meðverkandi orsakaþáttur við virka bólgu og sár í maga. INNGANGUR Það mun vera langt síðan að fram komu hugmyndir um að sýklar gætu valdið sjúkdómum í magaslímhúð (1-3) og hefur sú saga að nokkru verið rakin í íslensku tímariti (4). Á árinu 1983 birtust greinar um að tekist hefði að rækta úr magaslímhúð og greina með vefjarannsókn bakteríur sem líktust Campylobacter (5, 6). Þessar bakteríur fengu nafnið Campylobacter-pyloridis, sem síðar var breytt í Campylobacter-pylori (1). Síðustu fimm árin hefur C.-pylori verið sýnd veruleg athygli og rannsóknir hafa verið Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræöi og sýkladeild og lyfjadeild Landspítala. Barst 28/11/1988. Samþykkt 12/04/1989. gerðar í ýmsum löndum til að kanna samband bakteríunnar við bólgusjúkdóma og sár í maga (7), einkum vegna tilgátu um að hún sé mikilvægur orsakaþáttur magabólgu og magasárs (8). Við fyrri rannsókn okkar á vefjabreytingum við ristilbólgu af völdum Campylobacter-jejuni (9) vaknaði hugmynd um að kanna algengi C.-pylori í magaslímhúð hjá íslenskum sjúklingum. Tilgangur þessarar rannsóknar var: 1) að kanna algengi C.-pylori í magaslímhúð íslenskra sjúklinga með einkenni um magabólgur eða sár; 2) að bera saman tvær aðferðir til að finna C.-pylori, þ.e. sérstaka sýklaræktun og sérstaka vefjarannsókn; 3) að kanna tengsl bakteríunnar við útlit magaslímhúðar við magaspeglun og við vefjafræðileg merki um símhúðarbólgu. EFNVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsökuð voru sýni frá 37 af 256 sjúklingum, sem voru magaspeglaðir vegna gruns um bólgu eða sár í maga eða skeifugöm, á Landspítalanum á fjögurra mánaða tímabili um áramótin 1986- 1987. Þetta voru 13 karlar og 24 konur á aldrinum 22 ára til 79 ára (miðgildi 63,7 ár). Meðalaídur karlanna var 58,8 ár (staðalfrávik 16,1 ár) og kvennanna 56,1 ár (staðalfrávik 17,2 ár), en hópsins í heild 57,1 ár (staðalfrávik 16,7 ár). Sjúklingamir voru ekki valdir sérstaklega nema þannig að hentugleikar þeirra sem öfluðu sýnanna og þeirra, sem tóku við þeim til rannsóknar, voru látnir ráða um það hvaða daga sýni voru tekin. Sjö lágu á Landspítalanum þegar rannsóknin fór fram, en 30 komu að heiman til magaspeglunar. Flestir, eða 29, áttu heimilisfang á höfuðborgarsvæðinu, sex í bæjum úti á landi, einn erlendis og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.