Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1989, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.08.1989, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 193 Við sýklarannsókn ræktaðist C.-pylori úr 70 af 111 slímhúðarsýnum (63,1%) frá 26 sjúklingum (70,3%), en við vefjarannsókn sást sýkillinn í 67 af 110 sýnum (60,9%) frá 27 sjúklingum (73,0%), sjá töflur II og III. Samræmi milli þessara tveggja aðferða er marktækt (p<0.001), bæði hvað varðar sjúklinga og sýni. Samræmið er 86,5% hvað varðar sjúklingana, en 73,6% hvað varðar einstök sýni. Samkvæmt þessu greindist C.- pylori í magaslímhúð hjá 29 af 37 sjúklingum (78,4%) með annarri eða báðum aðferðum. Þar af greindi vefjarannsókn 27 eða 93,1% en sýklaræktun 26 eða 89,7%. Samanburður á útliti magaslímhúðar við magaspeglun og á niðurstöðum úr leit að C.- pylori með vefjarannsókn og sýklaræktun sést í töflu IV. Þar kemur m.a. fram að 70% þeirra 20 sjúklinga sem eingöngu höfðu magabólgu, samkvæmt útliti slímhúðar við magaspeglun, reyndust hafa C.-pylori í magaslímhúð og að allir þeir 10 sem höfðu sár og þeir þrír sem höfðu fleiður reyndust hafa bakteríuna í magaslímhúð. Helmingur þeirra, sem virtust hafa eðlilega magaslímhúð við magaspeglun, reyndust hafa C.-pylori í maga, en allir höfðu þó magabólgu samkvæmt vefjafræðilegum skilmerkjum. Samanburður á vefjafræðilegri flokkun magabólgu, í hægfara bólgu annars vegar og virka, hægfara bólgu hins vegar, og nærveru C.-pylori við bakteríuræktun og vefjaskoðun á WS-lituðum sneiðum, sést í töflu V. I töflunni sést m.a. að 96,6% sjúklinga með C.-pylori í magaslímhúð voru með virka, hægfara magabólgu og einnig að 84,8% sjúklinga með virka magabólgu reyndust hafa C.-pylori við rannsókn. Af fjórum sjúklingum með hægfara magabólgu reyndist hins vegar einungis einn (25%) vera með C.- pylori í magaslímhúð. Sýklamir fundust undir slímlagi við yfirborðsþekju eða niðri í kirtlum slímhúðarinnar, en aldrei sáust bakteríur inni í bandvefslagi (lamina propria). UMRÆÐUR Þessi athugun er fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið hér á landi til að finna Campylobacter-pylori í magaslímhúð. Áður hefur verið lýst vefjarannsókn á ristilslímhúð íslenskra sjúklinga með staðfesta iðrasýkingu af völdum Campylobacter-jejuni (9). Við þá athugun kom í ljós að iðrabólga af völdum C,- jejuni einkennist vefjafræðilega af kirtilkýlum og komafrumuíferð í þekju slímhúðar, en það er einmitt svipuð meingerð og sést við virka, hægfara magabólgu, sem er mjög algeng hjá Tafla II. Samanburður á niðurstööum sýklaræktunar og vefjarannsóknar við greiningu C.-pylori í magaslímhúð 37 sjúklinga meö einkenni um magabólgu eða sár. Sýklaræktun Sjúklingar Jákvæö Neikvæö Samtals Vefjarannsókn Jákvæð 24 3 27 Neikvæð 2 8 10 p<0.001 26 11 37 Tafla III. Samanburður á niðurstöðum sýklaræktunar og vefjarannsóknar við greiningu C.-pylori í 110 slím- húðarsýnum úr maga 37 sjúklinga með einkenni um magabólgu eða sár. Sýklaræktun Súni Jákvæö Neikvæö Samtals Vefjarannsókn Jákvæö 54 13 67 Neikvæö 16 27 43 p<0.001 70 40 110 Tafla IV. Samanburöur á útliti magaslímhúðar við magaspeglun og á niðurstööum úr leit að C.-pylori með sýklaræktun og vefjarannsókn. C.-pylori Lýsing slímhúöar viö magaspeglun + - Samtals Magabólga eingöngu . . 14 6 20 Sár eöa fleiöur .. 13 0 13 Eðlileg slímhúð 2 2 4 0.5>p>0.1 29 8 37 Tafla V. Samanburður á algengi C.-pylori við vefja- greiningu á virkri magabólgu, gastritis chronica ac- tiva, og hægfara magabólgu, gastritis chronica. Vefjagreining C.-pylori + — Samtals Virk magabólga 28 5 33 Hægfara magabólga 1 3 4 0.05>p>0.02 29 8 37

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.