Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 8
194 LÆKNABLAÐIÐ sjúklingum með meltingarónot (10). Það er því ekki fráleit tilgáta að C.-pylori valdi virkri magabólgu (6, 11) eins og C.-jejuni veldur virkri ristilbólgu (9). Rannsókn okkar leiddi í ljós að 78,4% þessara 37 sjúklinga, sem allir voru með magaónot eða önnur einkenni um magabólgu eða sár, höfðu C.-pylori í magaslímhúð. Þetta hundraðshlutfall má bera saman við tölur frá öðrum löndum, t.d. frá Danmörku (11) þar sem 58% af 119 sjúklingum með magaónot eða sár höfðu C.-pylori; frá Svíþjóð (12) þar sem 49,6% af 117 sjúklingum höfðu C.- pylori; eða frá Kanada (13) þar sem 43% af 51 sjúklingi höfðu bakteríuna í magaslímhúð við sambærilega leit með sýklaræktun og vefjarannsókn. Þessi munur á niðurstöðum verður ekki skýrður af mismun á samsetningu hópanna sem skoðaðir voru, því að sjúklingar voru valdir á sambærilegan hátt. I okkar hópi reyndust 89,2% sjúklinganna vera með virka, hægfara magabólgu, en ekki nema um 50% sjúklinganna í sænska hópnum, en hvort tveggja kemur þó heim við þá hugmynd að C.-pylori sé meðverkandi þáttur í virkri magabólgu. Fleiri rannsóknir benda til þess að magabólgur séu algengari hjá Islendingum en hjá nágrönnum okkar, t.d. hjá Dönum (14). Ekki er þó vitað hvort C.-pylori er frumorsök magabólgu eða hvort bakterían siglir í kjölfar annarra áverka á magaslímhúð. Nauðsynlegt er að kanna enn frekar algengi C.-pylori hjá íslenskum sjúklingum nteð klínísk einkenni um bólgur eða sár í maga. Rannsóknin leiddi í ljós gott samræmi við samanburð á bakteríuræktun og vefjarannsókn sem aðferðum til að finna C.-pylori í magaslímhúð. Hjá 86,5% sjúklinganna bar aðferðunum alveg saman. Þessa niðurstöðu má bera saman við tölur úr fyrrgreindum rannsóknum (11-13) þar sem samræmi milli sýklaræktunar og vefjarannsóknar var á bilinu 84,9-92,2%. Misræmi milli aðferðanna getur meðal annars stafað af því að einhverjir sjúklinganna hafi tekið inn lyf eða efni (15) sem hemja eða koma í veg fyrir vöxt bakteríanna og leiða þannig til vangreiningar við ræktun, en koma ekki í veg fyrir að sýklamir sjáist við vefjarannsókn. Vangreining getur hugsanlega komið fyrir við vefjarannsókn ef sýklafjöldinn í slímhúðinni er mjög lítill og ef einungis er beitt HE-litun. Sýklamir litast fölgráir með HE-litun, en með WS-litun verða þeir svartir og hið sérkennandi útlit þeirra kemur þá vel í ljós. Ofgreining við sýklaræktun eða við vefjarannsókn kemur varla til greina þegar framantöldum skilmerkjum um ræktunamiðurstöður og útlit sýklanna við vefjarannsókn er beitt, sjá töflu I. Rannsóknin leiddi einnig í ljós tölfræðilega marktækt samband milli bólgubreytinga og C.-pylori í magaslímhúð (0,05>p>0,02), sjá töflu V. C.-pylori fannst við virka, hægfara magabólgu í 84,8% tilfella, en ekki við hægfara magabólgu nema í einu af fjórum tilfellum. Enn fremur voru 96,6% þeirra, sem reyndust hafa bakteríuna í magaslímhúð, með virka, hægfara magabólgu. Samband virkrar, hægfara magabólgu og C.-pylori er þekkt úr fyrri rannsóknum (7, 15) og hafa menn leitt getum að því að hér sé um orsakasamband að ræða, þannig að C.-pyiori sé í mörgum tilvikum orsakaþáttur (6, 11). Tilraunir til að lækna slíka bólgu með sýklalyfjum, hafa rennt stoðum undir þessa tilgátu, en C.-pylori er meðal annars næmur fyrir erýþrómýsíni, tetrasýklíni, gentamýsíni, amoxisillíni og bismútsúbnítrati (1, 15). Samband við klínísk einkenni sjúklinga í rannsóknarhópi okkar var hins vegar óljóst (tafla IV) og samband við útlit slímhúðarinnar við magaspeglun var ekki tölfræðilega marktækt (tafla V). Klínísk einkenni og magaspeglun án sýnistöku og sérstakra rannsókna geta því ekki sagt til um það hvort sjúklingar eru með C.-pylori eða ekki. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að C.-pylori sé algengari hjá íslenskum sjúklingum með meltingarónot en hjá sambærilegum sjúklingum í öðrum nálægum löndum, að sýklaræktun og vefjarannsókn á slímhúðarsýnum úr maga gefi sambærilegar niðurstöður, að marktæk fylgni sé milli virkrar, hægfara magabólgu og C.-pylori í magaslímhúð, en að tengsl bakteríunnar við klínísk einkenni og útlit magaslímhúðar við speglun séu ekki marktæk. Þessar niðurstöður styðja þá kenningu að C.- pylori sé meðverkandi orsakaþáttur í virkum magabólgum og við fleiður og sár í maga. Benda má á að ekki er hægt að greina C.- pylori hjá sjúklingum með meltingarónot nema sérstökum greiningaraðferðum sé beitt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.