Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 12

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 12
198 LÆKNABLAÐIÐ Heilarit voru flokkuð í fjóra flokka: EO = eðlilegt ; E1 = vægt óeðlilegt heilarit sem innihélt nokkuð af dreifðri betavirkni eða þetakviðum innan við 100 microvolt; E2 = í meðallagi óeðlilegt rit með meira af 4-7 Hz virkni og /eða nokkuð af dreifðri delta-virkni; E3 = mjög óeðlilegt heilarit með ríkjandi delta- og þetavirkni. Heilabilun var skipt í fjóra flokka: D0 = engin vitglöp; D1 = væg vitglöp með vægum minnistruflunum og/eða vægri máltruflun; D2 = vitglöp í meðallagi með nokkurri minnistruflun og almennri vitsmunalegri skerðingu; D3 = alvarleg vitglöp með minnistapi, áttunarleysi, málstoli og starfsstoli. Sýni frá heila voru hert í 10% formalíni og/eða Bouins vökva. Heilasneiðar voru litaðar með H.E. og basisku Congo rauðu og auk þess með afbrigði af Palmgrens silfurlitun svo og Bielschowsky’s silfurlitun. Þessar sneiðar voru einnig rannsakaðar ónæmisvefjafræðilega með avidin-biotin complex aðferð. Notuð voru þessi fyrsta stigs (primer) mótefni: Fjölstofna (polyclonal) kanínumótsermi og einstofna (monoclonal) músamótefni gegn manna cystatin C en þau voru gjöf frá Anders Grubb í Málmey. Einnig einstofna (monoclonal) músamótefni gegn beta-prótíni sem voru fengin frá G.G. Glenner við Kalifomíuháskóla í San Diego. Fersk heilasýni fyrir rafeindasmásjárskoðun vom hert í 2,5% glútaraldehýði, steypt í Spurr resin og skoðuð með rafeindasmásjá af gerðinni Philips EM 300. Tafla I. Nítján sjúklingar með arfgenga heilablæðingu. Nr. Kyn Aldur viö greiningu Lengd sjúkdóms Tímalengd vitglapa Framvinda vitglapa 1 kk 20 2'/2 ár 2V2 ár D1 D3 2 kvk 24 (10 daga) Coma 3 kvk 22 3 ár D1 4 kvk 22 5 ár 1 ár D1 5 kvk 21 8 ár D1 6 kvk 27 2V2 ár >1 ár D1 D3 7 kvk 26 4V2 ár D0 8 kk 24 5'/2 ár 5V2 ár D3 9 kvk 27 4 ár 2 ár D1 D3 10 kvk 25 8 ár 8 ár D1 D3 11 kk 20 14 ár >2 ár D1 D3 12 kk 20 15 ár 12 ár D1 D3 13 kvk 26 9>/2 ár 8 ár D1 D3 14 kvk 27 10 ár >4 ár D1 D3 15 kvk 26 11 ár > 3 ár D2 D3 16 kvk 26 11V2 ár > 4 ár D1 D3 17 kk 25 14'/2 ár > 10 ár D1 D2 18 kk 41 >5 ár > 5 ár D1 D3 19 kvk 29 23 ár 17 ár D1 D3 Tafla II. Heilarit og vitglöp (10). Vitglöp D0 D1 D2 D3 H e E0 1 - - - I E1 _ _ — a r E2 2 - 3 t E3 1 - 1 10 NIÐURSTÖÐUR Sjúklingahópurinn skiptist í 13 konur og 6 karla. Aldur þeirra við greiningu sjúkdómsins var 20-41 ár og lifðu þau frá tíu dögum upp í 23 ár eftir fyrsta áfallið. Sautján sjúklinganna fengu vitglöp og að minnsta kosti 2 þeirra sýndu vitglöp sem fyrstu einkenni sjúkdómsins (sjá töflu I). Meðalaldur sjúklinga við fyrsta áfallið var 25,2 ár. Algengt var að þeir hefðu sögu um höfuðverk fyrir heilaáföll og allir fengu fleiri en eitt áfall. Allir höfðu sjúklingamir eðlilegan blóðþrýsting. Einkenni flogaveiki, bæði staðbundin og almenn, fundust hjá nokkrum sjúklinganna en geðrænar breytingar hjá tæplega 90% þeirra. Heilarit sjúklinganna fóru versnandi með tímanum, og í meirihluta tilvika var síðasta heilaritið mjög óeðlilegt. Marktæk, jákvæð fylgni milli vitglapa og truflana á heilariti er til staðar í þessum sjúkdómi (sjá töflu II). Augsæ skoðun á heilum 18 sjúklinga með staðfest arfgengt cystatin C mýlildi, sýndi leifar margra blæðinga og útvíkkun heilahola svarandi til taps á heilavef af völdum fyrri blæðinga og stífludrepa. Við smásjárskoðun sást, alls staðar í miðtaugakerfi, íferð glærs (hyalin) Congosækins efnis í veggjum lítilla slagæða og slagæðlinga, sem gaf grænt ljósbrot í póluðu ljósi. Þetta efni litaðist með cystatin C mótefnum og við rafeindasmásjárskoðun

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.