Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 17

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 201-8 201 Jón G. Hallgrímsson, Þorvaldur Jónsson, Jóhann Heiöar Jóhannsson KRABBALÍKI Á ÍSLAND11955-1984 Yfirlit og umfjöllun um krabbalíki í meltingarfærum utan botnlanga ÚTDRÁTTUR Árin 1955-1984 voru á íslandi vefjafræðilega greind krabbalíki (carcinoid tumors) hjá 146 sjúklingum (töflur I, II, VI og VII). Árlegt nýgengi (crude incidence) var 2,41 sjúklingur á 100.000 íbúa. I greininni er fyrst gefið almennt yfirlit yfir sjúkdóminn, en síðan fjallað um krabbalíki í meltingatfœrum utan botnlanga, en þau tilfelli voru samtals 46 (töflur III-V). Þeim er skipt niður í þrjá flokka (tafla II) og gerð er grein fyrir hverjum flokki fyrir sig, stærð æxlanna og vexti er lýst, greint frá klínískum einkennum og aðgerðum. Miðgimisæxlin voru flest eða 29 og af þeim vom sex staðsett við ristilloka, en þessi æxli vom að meðaltali stærst og ífarandi vöxtur mestur allra krabbalíkisæxlanna. Fjórtán sjúklingar af 144 (9,7%) höfðu krabbalflrisheilkenni (carcinoid syndrome) samkvæmt ákveðnum skilmerkjum. Þar af höfðu 11 krabbalíki í miðgimi og einn í lunga. Átta sjúklingar höfðu haft einkenni frá krabbalíki í eitt til sjö ár áður en æxlið var greint, og við fyrstu skurðaðgerð höfðu þeir allir meinvörp og fjórir krabbalíkisheilkenni. Fjölskyldutengsl komu fram hjá tveimur sjúklingum, móður og syni. Samtals létust 18 manns af völdum krabbalíkis í meltingarfærum á rannsóknartímabilinu eða 39% tilfella, en þá eru botnlangaæxlin ekki talin með. Lykilorð: Carcinoid tumours, pathology, surgery, malignant carcinoid syndrome INNGANGUR Krabbalíki eru sérstæð æxli upprunnin úr tauga- og innkirtilfrumum (neuroendocrine cells) (1), sem geta fundist víðs vegar í líkamanum, svo sem í meltingarfærum, öndunarfæmm og innkirtlum. Fyrsta lýsing á krabbalíki er talin vera lýsing Merlings á krabbalflri í botnlanga árið 1838 (2). Orðið carcinoid er komið frá Obemdorfer árið 1907, en hann lýsti æxlinu m.a. þannig: »...lítil æxli, oft mörg saman, dreifast ekki, vaxa hægt og eru góðkynja...« (3). Hann kallaði æxlið »karzinoid« á þýsku til að gefa til kynna að það lflrist krabbameini (carcinoma). Rökrétt er að kalla það krabbalíki á íslensku og verður það orð notað í þessari grein. Lýsing Obemdorfers mótaði skoðanir lækna á krabbalíki næstu áratugi, en æxlið var þá almennt talið góðkynja. Árið 1949 birtu Pearson o.fl. niðurstöður úr rannsókn þar sem sýnt var fram á illkynja hegðun krabbalíkis (4). Ransom hafði þó löngu áður lýst útsæði frá krabbalíki í mjógimi (5). Lengi hefur verið þekkt, að fmmur krabbalflris framleiða hormón svo sem serótónín, gastrín ACTH, ýmis fjölpeptíð, sómatóstatín, kalsítónín og fleiri (6-8). Þegar æxlin útskilja mikið af þessum efnum getur komið fram svokallað krabbalíkisheilkenni (carcinoid syndrome), sem fyrst var lýst árið 1930 (9). í krabbalíkisheilkenni finnast m.a. eftirfarandi sjúkdómseinkenni og teikn: Niðurgangur, andlitsroði og lifrarstækkun hjá um 80% sjúklinga, einkenni um hjartalokuþrengsli eða leka hjá um 50% og kafmæði (asthma) hjá um 25% sjúklinga (8, 10, 11). Það er nú almenn skoðun að krabbalíki sé illkynja sjúkdómur og að taka eigi æxlið til meðferðar með það í huga. Staðsetning þess í líkamanum skiptir þó miklu máli hvað varðar hegðun og horfur, en oft er notuð flokkun Williams og Sandler, sem byggir á fósturfræðilegum forsendum (12). Flokkar þessir hafa einnig annað sameiginlegt svo sem vefjagerð og hormónamyndun (6). Þeir eru: 1. forgimisæxli (foregut tumors) í öndunarfærum, efri hluta meltingarfæra, gallvegum, lifur og briskirtli;

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.