Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 18

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 18
202 LÆKNABLAÐIÐ 2. miðgirnisæxli (midgut tumors) í mjógimi og efri hluta ristils; og 3. afturgimisæxli (hindgut tumors) í neðri hluta ristils og endaþarmi. Auk staðsetningarinnar virðast vefjagerð og stærð æxlisins skipta máli hvað varðar hegðun, útbreiðslu og meinvörp. Krabbalíki valda erfiðleikum í klínískri greiningu, vegna þess að þau gefa oft óljós og ósértæk einkenni. Stór hluti þeirra finnst við bráðaaðgerðir, aðgerðir vegna annarra sjúkdóma eða við krufningu. Engar skipulegar rannsóknir hafa verið gerðar á krabbalíki hér á landi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna krabbalíki á Islandi á 30 ára tímabili, staðsetningu þeirra, klínísk einkenni, greiningu, meðferð, árangur meðferðar og afdrif sjúklinganna. í þessari grein er gefið almennt yfirlit um sjúkdóminn, og nánar fjallað um krabbalíki í meltingarfærum utan botnlanga. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Fyrst var leitað í skrá Krabbameinsfélags íslands, en það kom í ljós, að aðeins hluti þessara æxla var skráður þar. Þá var leitað gagna á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og safnað saman öllum tilfellum krabbalíkis á tímabilinu 1955-1984. Einnig var leitað gagna á meinafræðideild F.S.A. fyrir árin 1982-1984. Þannig var gerð tæmandi leit að vefjafræðilega staðfestum tilfellum krabbalíkis á landinu á þessum 30 árum. Öll vefjasýnin voru endurskoðuð og endurmetin. í þeim tilvikum sem upprunalegar vefjasneiðar fundust ekki voru nýjar skomar úr paraffín-kubbum og litaðar með hematoxylín-eosínlitun (HE). Stærð æxlanna var mæld með sjónglersmæli (ocular micrometer) við smásjárskoðun á vefjasneiðunum og útbreiðsla æxlanna var einnig metin að nýju. Klínískar upplýsingar ásamt aðgerðarlýsingum voru fengnar úr sjúkraskýrslum viðkomandi sjúkrahúsa. Sjúkraskýrslur níu sjúklinga fundust ekki, en upplýsingar um þá fengust af vefjarannsóknarbeiðnum. Afdrif sjúklinganna voru könnuð með því að athuga hverjir voru á lífi 1. desember 1986 og dánarorsakir þeirra, sem látist höfðu, voru athugaðar í dánarvottorðum og krufningaskýrslum. Notuð var skilgreining Mártenssons (6) á krabbalíkisheilkenni, það að sjúklingur með vefjafræðilega staðfest krabbalíki hefði andlitsroða og/eða niðurgang. NIÐURSTÖÐUR Alls greindust 146 krabbalíki á Islandi 1955- 1984 (tafla I). Af þeim voru 119 (81,5%) í meltingarfærum, 22 (15%) í lungum og 5 (3,4%) voru af óþekktum uppruna. Níu æxli greindust fyrst við krufningu. Nýgengi krabbalíkis (crude incidence) á íslandi á árunum 1955-1984 var 2,41 á 100.000 íbúa á ári, konur 3,17 en karlar 1,67. Table I. Carcinoid tumors 1955-1984. Distribution by site and year of diagnosis. Gastro- Broncho- Primary site Years intestinal pulmonary unknown Total 1955-59 ........... 10 2 - 12 1960-64 ........... 14 2 - 16 1965-69 ........... 17 1 - 18 1970-74 ........... 28 6 1 35 1975-79 ........... 21 2 2 25 1980-84 ........... 29 9 2 40 Total 119 22 5 146 Table II. Carcinoid tumours 1955-1984. Distribution by site, sex and age. Site Females Males Mean age (Range) Foregut Bronchopulmonary 15 7 48 (16-77) Stomach - 2 51 (44-58) Duodenum - 1 41 Papilla Vateri .... 1 - 57 Liver - 1 90 Gallbladder 1 - 87 Common bile duct 1 - 77 Midgut Jejunum 1 2 62 (41-80) Ileum 9 8 57 (31-78) Small bowel NOS 1 2 75 (70-86) lleocecal valve ... 4 2 64 (54-70) Appendix 59 19 29 (4-72) Hindgut Rectum 2 3 51 (41-78) Primary site unknown 1 4 76 (66-81) Total 95 51

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.