Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 22

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 22
206 LÆKNABLAÐIÐ algengasta æxlið í mjógimi og botnlanga (11). Mjógimisæxlin em þau krabbalíki sem lengst em gengin við greiningu, og krabbalíkisheilkenni er algengast hjá sjúklingum með frumæxli þar (8). Þetta er staðfest í rannsókn okkar. Að botnlangaæxlunum undanskildum, höfðu níu sjúklingar af 41 (22%) með krabbalíki í meltingarfærum, haft einkenni frá æxlinu í meira en eitt ár fyrir greiningu. Séu aðeins könnuð æxli í miðgimi, er hlutfallið 8 af 27 (30%). Þrír sjúklingar höfðu haft einkenni í meira en 4 ár. í stórri bandarískri rannsókn var meðaltími einkenna fyrir greiningu fjögur ár (11). Hjá Mcrtensson (6) höfðu 36% sjúklinga haft einkenni í meira en tvö ár, og 25% í meira en fjögur ár og hjá Berstad o.fl. (15) höfðu 31% sjúklinga haft einkenni í meira en eitt ár. í rannsókn okkar höfðu 32 af 46 (70%) meinvörp þegar æxlið greindist, og em þá kmfningar meðtaldar. I erlendum rannsóknum eru komin meinvörp við fyrstu aðgerð hjá 30-70% sjúklinga (11). Mörg tilfelli greinast ekki fyrr en við bráðaaðgerð og var svo í 44% tilfella hjá okkur. Aðeins í tveimur tilfellum var krabbalíki greint klínískt fyrir fyrstu aðgerð, og höfðu þeir sjúklingar báðir krabbalíkisheilkenni með auknum útskilnaði á 5-HIAA í þvagi. Þeir erfiðleikar við klíníska greiningu krabbalíkis, sem tölur þessar gefa til kynna, stafa einkum af því að einkenni eru oft svo ósértæk og almenns eðlis. Oft eru þau væg í fyrstu, koma í köstum og á milli kasta getur liðið langur tími þar sem sjúklingur er einkennalaus. Blóðrannsóknir geta ekki gefið ábendingu um sjúkdóminn fyrr en komin em útbreidd meinvörp. Loks em þessi æxli það sjaldgæf, að þau em ekki efst í huga þegar mismunagreina þarf sjúkling með óljós kviðarholseinkenni. Æxlið er uppmnnið í slímhúðarbeði gamar, og getur því verið erfiðara að greina með röntgenrannsóknum en kirtilfrumukrabbamein af sömu stærð. Krabbalíki eru samt talin geta gefið viss sérkenni á röntgenmyndum (11). Æðamyndatökur geta gefið frekari vísbendingar. Tölvusneiðmyndun hefur gefið betri raun en venjulegar skuggaefnisrannsóknir (16). Þar sem sjúklingar með krabbalíki hafa verið rannsakaðir sérstaklega, hefur þræðing á hengisbláæðum verið notuð til greiningar, en þá em gerðar mælingar á serotonin og fleiri hormónum (6, 11). Iðraspeglun er næm greiningarleið þar sem við verður komið (15). Mælingar á 5-HIAA í þvagi koma ekki að gagni nema til að greina meinvörp, eða fylgjast með sjúklingum sem meðhöndlaðir hafa verið vegna meinvarpa. Má í þessu sambandi benda á, að krabbalíkismeinvörp geta verið útbreidd í lifur án þess að valda vemlegri röskun á algengum lifrarprófum. A þetta einnig við um meinvörp frá eyjafrumukrabbameini (8), enda em þessi æxli líffræðilega náskyld. Meðalstœrð œxla í miðgirni var 1,7 cm. Stærstu æxlin og þau sem oftast höfðu myndað meinvörp, sátu við ristilloka. Sjúklingar með æxli þar höfðu líka stystan meðallíftíma eftir greiningu. Aður hefur verið sýnt, að samband er milli stærðar fmmæxlis og tíðni meinvarpa (6, 17, 18). Þannig hafa æxli sem em >2 cm á stærð mun hærri tíðni meinvarpa en þau sem em < 1 cm á stærð (17). Þessi tilhneiging var staðfest í rannsókn okkar. FIeirif,en eitt œxli voru hjá 21% sjúklinga með miðgimisæxli. Tölur úr erlendum rannsóknum em 25-37% (6, 13, 19, 20). I rannsókn okkar voru öll afturgimisæxlin í endaþarmi. Þau voru öll lítil og staðbundin, og var meðferð einungis staðbundið brottnám. Horfur sjúklinga með lítil æxli í endaþarmi eru góðar eftir slíka aðgerð. Ekki er talin þörf á stærri aðgerðum nema æxli sé >2 cm á stærð, eða vaxið inn í vöðvalag. Krabbalíki í endaþarmi innihalda sjaldan serotonin, og valda sjaldan eða aldrei krabbalíkisheilkennum, jafnvel þótt um útbreidd meinvörp sé að ræða (8, 13, 17, 21-23). Fimm sjúklingar með krabbalíki í meltingarfærum höfðu samtímis annað illkynja œxli, fimm fengu annað síðar og tveir höfðu haft annað áður. Þannig höfðu 12 sjúklingar (10%) annað illkynja æxli. Mcrtensson (6) gefur upp tölumar 17-53%, og byggir á fjölda greina. Mun lægri tölur hafa einnig verið nefndar, t.d. 3% hjá Beaton o.fl. (20). Til skamms tíma var álitið að krabbalíkisheilkenni kæmi aðeins fyrir hjá sjúklingum með útbreidd lifrarmeinvörp. Hjá

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.