Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 23

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 207 þeim kemst mikið magn serotonins framhjá þeim hvötum í lifrarfrumum sem umbrjóta efnið. Undantekning eru stór æxli í lungum eða kynkirtlum, þar sem serotonin fer ekki gegnum lifrarblóðrás fyrst (6, 10, 11,19). Hins vegar hafa verið birtar greinar þar sem lýst er krabbalíkisheilkenni hjá sjúklingum, sem ekki höfðu lifrarmeinvörp (6, 24). Það er einnig vitað, að ekki er alltaf samræmi milli serotoninmagns í blóði (eða 5-HIAA í þvagi) og krabbalíkisheilkennis. Þannig hefur verið lýst sjúklingum með heilkennið, en eðlilegan útskilnað á 5-HIAA, og einnig mjög háum 5-HIAA gildum án heilkennis (8). Ljóst er að önnur efni en serotonin geta verið völd að krabbalíkisheilkenni, enda hefur hormónaframleiðsla æxlanna sýnt sig vera mun fjölbreyttari en talið var, þegar heilkennið var fyrst sett í samband við serotonin- myndun. I rannsókn okkar höfðu 14 sjúklingar (9,7%) krabbalíkisheilkenni (tafla VI). Tölur um tíðni heilkennis hjá krabbalíkissjúklingum eru yfirleitt á bilinu 6-9% (11). í mörgum greinum um þetta efni er ekki getið hvaða einkenni eru sett sem skilyrði fyrir greiningu krabbalíkisheilkennis. Þess vegna er samanburður milli rannsókna erfiður. I erlendum rannsóknum er frumæxlið hjá sjúklingum með heilkenni oftast í mjógimi, oft hjá um 90% sjúklinga. Heilkennið hefur þó verið greint hjá sjúklingum með fmmæxli hvar sem er í meltingarfærum (6, 8). Hjá okkur höfðu níu sjúklingar haft krabbalíkisheilkenni í sex vikur til sjö ár áður en æxlið greindist, og flestir höfðu leitað læknis vegna þessa oftar en einu sinni. Krabbalíki eru illkynja æxli og kjörmeðferð við þeim er brottnám með skurðaðgerð. Á þetta jafnt við um fmmæxli sem meinvörp. Vöxtur þeirra og dreifing er misjöfn og umfang aðgerðar fer að vemlegu leyti eftir stærð æxlis og íferðarstigi. Mestum vanda í meðferð valda þau æxli og meinvörp, sem ekki em skurðtæk. Geislameðferð er gagnslítil, og lyfjameðferð með fmmueyðandi lyfjum gefur alla jafna skammtímabót (6, 8, 20). Hjá sjúklingum með heilkenni hafa skurðaðgerðir á lifur verið mjög árangursríkar, sé hægt að nema brott allan æxlisvefinn. Ef það er ekki unnt, hefur lokun á lifrarslagæð, annað hvort tímabundið eða til frambúðar, verið framkvæmd með góðum árangri (6). Þessi meðferð hefur verið notuð hjá tveimur sjúklingum hér á landi. Eins hefur verið lokað fyrir lifrarslagæð án skurðaðgerðar með límkvoðudufti (gelatin foam). Sameiginlegt fyrir þessar aðferðir er, að bót á einkennum er tímabundin, að meðaltali sex til átta mánuðir (6, 8). Meðferð heilkennis er að öðru leyti einkennameðferð. Rétt er að benda á, að einkenni geta oft verið væg, og ekki valdið teljandi röskun á lífi sjúklinga. Æxlið vex hægt, og þess eru mörg dæmi að sjúklingar með útbreidd lifrarmeinvörp hafi haft lítil einkenni árum saman, og jafnvel látist af völdum annarra sjúkdóma. Meðal sjúklinga í okkar rannsókn lifði einn í sjö ár eftir að lifrarmeinvörp voru staðfest vefjafræðilega. Náin fjölskyldutengsl hjá fólki með krabbalíki í meltingarfærum virðast fátíð. Wale o.fl. fundu þrjú dæmi um náin fjölskyldutengsl sem birst höfðu í greinum til ársins 1983 (25) og var hið fyrsta frá árinu 1962. Sjálfir bættu þeir við tveimur tilfellum. í rannsókn okkar fannst eitt dæmi, móðir og sonur með æxli í dausgimi. Það hafa fundist áður bæði systkina- og foreldratengsl, en tilfelli eru það fá, að ekki er hægt að draga ályktanir um hugsanlegt erfðamynstur. Þakkir: Grein þessi er hluti verkefnis, sem styrkt var af Vísindasjóði íslands og Minningarsjóði Bergþóm Magnúsdóttur og Jakobs J. Bjamasonar. Yfirlæknar deilda og sjúkrahúsa veittu aðgang að sjúkraskýrslum. Starfsfólk Krabbameinsskráningar K.I. veitti aðstoð við gagnaleit. Halldóra Halldórsdóttir vélritaði. SUMMARY One hundred and forty six carcinoid tumors histologically verified in Iceland during 1955 through 1984 have been analysed as demonstrated in Tables I to II and VI to VII. The crude incidence was 2.41 patients per 100.000 inhabitants per year. In the present report 46 cases of non- appendiceal gastrointestinal carcinoid tumors are further analysed as shown in Tables III to V. Midgut tumors were 29, six of those were located at the ileo-cecal valve and these had the largest average size and highest degree of invasion of all the carcinoid tumors. Fourteen patients (9.7%) developed carcinoid syndrome, when the criteria of flushing and/or diarrhea in a patient

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.