Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 29

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 213 Með brjósthimnubólgu greindust 22 og voru karlar þar fleiri, eða 15. Munurinn á kynjum var ekki marktækur (p >0,05). Aðeins einn var yngri en 15 ára, helmingurinn var eldri en 37 ára. Sjö höfðu jákvæða ræktun, 6 úr brjóstholsvökva og einn úr hráka. Hjá 9 var greining staðfest með vefjarannsókn. Berklar í þvag- og kynfærum. Alls greindust 46 tilfelli, 21 karl og 25 konur. Allir nema fjórir voru yfir fertugt og helmingurinn yfir sextugt. Sjúkdómurinn var í þvagfærum hjá 74% (34/46), í legi eða eggjaleiðurum hjá 20% (9/46) og hjá þremur í eistum og eistalyppum. Attatíu prósent (37/46) voru staðfest með ræktun og 52% (24/46) með vefjarannsókn. Berklar í beini. Alls greindust 22 með beinaberkla, 15 karlar og 7 konur. Sjúklingar voru allir yfir fertugt og helmingurinn eldri en 63 ára. Fengu 41% (9/22) berkla í lærlegg eða mjaðmarlið, 41% (9/22) í hrygg og 18% (4/22) annars staðar. Greiningin var staðfest með ræktun hjá 82% (18/22) og hjá 46% (10/22) með vefjagreiningu. Berklar í eitlum. Alls greindust 46, þar af 16 karlar og 30 konur. Eitlaberklar voru marktækt algengari hjá konum (p<0,05). Helmingurinn var yfir fimmtugt en 8,7% yngri en 15 ára. Hjá flestum, eða 41, kom sjúkdómurinn fram í hálseitlum en hjá þremur í holhandareitlum og hjá tveimur vantaði upplýsingar um staðsetningu. Allir höfðu jákvætt berklapróf. Hjá 39% (18/46) var greining staðfest með ræktun og hjá 96% (44/46) með vefjasýni. Sáningarberklar. Alls greindust 7 með sáningarberkla, þrír karlar og fjórar konur. Aldur þessara sjúklinga var 27, 30, 68, 80, 80, 86, og 87 ára. Allir dóu nema sá elsti og yngsti. Dánarorsök var í öllum tilfellum berklar. Tveir greindust eftir andlát (80 og 86 ára). Tveir höfðu fengið sterameðferð. Berklaheilahimnubólga. Aðeins greindust tveir með heilahimnubólgu, eins árs stúlka 1975 og sextán ára stúlka 1982. Tvö önnur tilfelli komu fram á tímabilinu, en þau eru sérstök því þau fylgdu í kjölfar skurðaðgerða. Annað var miðaldra kona, sem gekkst undir aðgerð þar sem nýra var fjarlægt og fékk heilahimnubólgu upp úr því. Sýrufastir stafir ræktuðust úr mænuvökva. Vefjagreining sýndi nýmaberkla, sem ekki hafði verið grunur á fyrir aðgerð. Hitt tilfellið var kona á fimmtugsaldri sem gekkst undir aðgerð á hrygg. Sýni var tekið frá óeðlilegum liðbol. Hún fékk heilahimnubólgu í kjölfar aðgerðarinnar og sýrufastir stafir ræktuðust að lokum úr mænuvökva. Vefjagreining á sýni úr liðbol hafði sýnt bólgu með granúlómum. Þessi tilfelli eru talin með nýmaberklum og beinaberklum í rannsókninni. Meðferð. Hjá fimm fengust engar upplýsingar um meðferð. Þar af vom tveir útlendingar en af hinum þremur var einn með lungaberkla (73 ára) og tveir með berkla í þvag- og kynfærum (70 ára og 93 ára). Berklalyf voru gefin hjá 92% (291/316). Lyfjameðferð eingöngu fengu 208, en skurðaðgerð jafnframt 83. Tíu sjúklingar (3%) voru einungis meðhöndlaðir með skurðaðgerð og voru þar af hjá 8 fjarlægðir eitlar. Sextán fengu enga meðferð eða 5%. Tólf þeirra greindust ekki fyrr en eftir andlát. Af hinum fjómm voru tveir með lungnaberkla og tveir með berkla í þvagfæmm. Þrír þeirra dóu áður en til meðferðar kom, 1 úr nýmakrabbameini en hinir háaldraðir. Einn, 77 ára karl með lungnaberkla og tvær jákvæðar ræktanir frá hráka, lifði hins vegar en hlaut ekki meðferð. Berklaskráningin. Alls hafði 21 tilfelli eða tæplega 7% á þessu 12 ára tímabili ekki verið tilkynnt. Þar af vom 11 af eitlaberklum, þrjú af berklum í þvag- og kynfærum, tvö af brjósthimnubólgu, tvö af lungnaberklum, eitt af beinaberklum, eitt af sáningarberklum og eitt af berklum í brjóstkirtli. Tvö þessara tilfella höfðu jákvæða berklaræktun og vefjagreiningu, þrjú jákvæða ræktun eingöngu og 16 jákvæða vefjagreiningu en ræktun ekki framkvæmd. UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR Árið 1983 var tíðni berklaveiki í 24 löndum Evrópu allt frá 5,8 tilfellum á 100.000 íbúa á ári í Noregi til 72,8 í Júgóslavíu (8). Aðeins Noregur, Danmörk og Holland höfðu lægri tíðni en ísland. Samanburður er þó annmörkum háður meðal annars vegna

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.