Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Síða 30

Læknablaðið - 15.08.1989, Síða 30
214 LÆKNABLAÐIÐ mismunandi skráningarreglna auk þess sem tölumar eru ekki staðlaðar. A síðustu áratugum hefur tíðni berklaveiki lækkað í flestum löndum álfunnar og á íslandi úr 16,8 í 7,9 tilfelli á 100.000 fbúa á ári, ef miðað er við fyrsta og seinasta þriðjung þess tímabils sem hér var til athugunar. Ekki kom fram marktækur munur milli kynja að því er varðar heildarfjölda tilfella. Berklar komu fram á öllum aldri en tíðni jókst einkum eftir þrjátíu og fimm ára aldur. Flest öll tilfellin meðal aldraðra vom seinberklar. Hlutfall berkla utan öndunarfæra í þessari rannsókn (40,5%) er hærra en aðrir hafa fundið. í Noregi er þetta hlutfall 23,5% 1974- 1983 (9), í Englandi 16% (meðal hvítra) 1978-1979 (10) 0g í Kanada 17,1% 1970- 1974 (11). í ensku rannsókninni (10) er bent á að þar séu sennilega þessi tilfelli vantilkynnt. Þar sem vefjagreiningar eru með í skráningunni, eins og hér, hækkar hlutur berkla utan öndunarfæra. Bent hefur verið á að í kjölfar berklavama minnki hlutur öndunarfæraberkla sennilega meira en annarra berkla (3). Berklavamir hafa frá fomu fari aðallega beinst að öndunarfærum (1, 12). Þegar nýberklum fækkar eru það einkum berklar í öndunarfæmm, sem verða fátíðari og þegar svo er komið spegla hlutföllin milli berkla í mismunandi líffærakerfum sem næst náttúrulega dreifingu seinberkla. Þessar aðstæður gætu átt við á íslandi í dag. Milli 1950 og 1960 voru um 15% allra íslendinga skoðuð árlega og á næsta ártug þar á eftir um 10% árlega. Af hverjum 10, sem veiktust komu berklamir fram í öndunarfærum hjá sex en í eitlum eða þvag- og kynfærum hjá þremur. Aðrar myndir sjúkdómsins voru sjaldgæfari. Hár hlutur berkla í þvag- og kynfærum (34,4% af berklum utan öndunarfæra) kom ekki á óvart. Aðrir hafa fundið tölur á bilinu 30-40% (9-11). Eitlaberklar voru jafn algengir og berklar í þvag- og kynfærum. Eitlar hafa á seinni árum víða verið algengasti staður berkla utan öndunarfæra (9, 10, 13, 14). Allir íslensku sjúklingamir höfðu jákvætt berklapróf, önnur tilfelli voru ekki tekin með (eins og að ofan greinir var reyndar niðurstöðu berklaprófs oft ekki getið í gögnum). Ræktunarhlutfall var lágt en hlutfall vefjagreininga hátt. Eins og víðar þar sem bamaberklum hefur fækkað var meðalaldur sjúklinganna hár, en það styður greininguna og mælir gegn því að um sjúkdóm af völdum annarra mýkóbaktería hafi verið að ræða (14). Eitlaberklar vom algengari hjá konum. Aðrar rannsóknir staðfesta þetta (11, 16) en orsökin er óþekkt. Það er miður hversu illa er staðið að bakteríugreiningu á eitlaberklum. Rétt er að benda á að greiningu þarf að staðfesta með vefjasýni og ræktun auk berklaprófs. Ræktunarhlutfall samkvæmt þessari rannsókn er hátt ef frá eru taldir berklar í eitlum. Lungnaberklar vom staðfestir með ræktun hjá 84%. Engu að síður ber að stefna að bakteríugreiningu í öllum tilfellum. Meðaltal fyrir Evrópu árið 1983 var 52% (8). Hlutfall jákvæðra við beina skoðun á hráka í þessari rannsókn var hátt, 42%. Öll hin Norðurlöndin, Bretland, Holland og Vestur-Þýskaland höfðu lægra hlutfall og meðaltal fyrir Evrópu 1983 var 31% (8). Þetta háa hlutfall og það hversu margir höfðu holumyndun endurspeglar hugsanlega, að hérlendis em berklar nú greindir vegna einkenna en síður vegna reglulegs berklaeftirlits. Tíminn sem leið frá því einkenna varð fyrst vart þar til greining lá fyrir var hér að meðaltali 3 mánuðir. Öll seinkun á greiningu skapar áhættu fyrir sjúklinginn og eykur útbreiðslu berklabaktería í samfélaginu. Þarf að leggja aukna rækt við mismunagreiningu lungnasjúkdóma til að stytta greiningartímann sem mest. Það kom á óvart hversu sjaldan niðurstaða berklaprófs við greiningu lá fyrir. Er rétt að minna á að prófið er óþægindalítið fyrir sjúklinginn ef hæfilegur styrkleiki af RT- 23 túberkúlíni er notaður, en gefur miklar upplýsingar ekki bara til greiningar, heldur líka til að meta vefjasvarið í líkamanum og þar með horfur (17). Á einu ári frá greiningu dóu 11% sjúklinganna. Berklar töldust bein dánarorsök hjá 2,5%, þáttur í dánarorsök hjá 2,5% og ótengdir dánarorsök hjá 6%. Eins og reyndar annars staðar virðist hér á landi hætta á, að dánarvottorð ein sér sem heimild, ofmeti þátt berkla sem dánarorsök. Á ámnum 1975-1983 dóu í Kanada að meðaltali 6,7% berklasjúklinga úr sjúkdómnum (18). Tæplega

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.