Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Síða 35

Læknablaðið - 15.08.1989, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 217-22 217 Gunnar Gunnarsson, Siguröur Thorlacius, Halldór Steinsen FJÖLVÖÐVAGIGTOG GAGNAUGASLAGÆÐABÓLGA Aftursæ rannsókn 1970 til 1984 INNGANGUR Polymyalgia rheumatica sem á íslensku hefur verið nefnd fjölvöðvagigt (FVG) og arteritis temporalis eða gagnaugaslagæðabólga (GSB) eru ekki óalgengir gigtsjúkdómar hjá rosknu fólki. Talið er að GSB sé algengari á norðlægum en suðlægum breiddargráðum. GSB er útbreidd hnúðabólga í slagæðum sem leggst fyrst og fremst á greinar hálsslagæðar, oftast í einstaklingum sem náð hafa fimmtugsaldri (1). í bókum er oft talað um GSB og risafrumuslagæðabólgu sem sama hlutinn en í raun nær hugtakið risafrumuslagæðabólga einnig yfir Takayasu slagæðabólgu, sem sést aðallega í Austurlöndum (2). FVG einkennist af verkjum og morgunstirðleika í nálægum útlimavöðvum og oftast hækkuðu sökki. Sumir telja að einkenni eigi að hafa staðið lengur en fjórar vikur. Aðrir miða við 8 vikur (3) og enn aðrir við tvær (4). Einkenni svara mjög vel lágskammta sterameðferð (2). FVG er útilokunargreining. Flestir álíta að hér sé um tvo mismunandi sjúkdóma að ræða, sem skarist þó töluvert, því um helmingur sjúklinga með GSB reynist einnig hafa FVG Aðrir álíta að um sama sjúkdóm sé að ræða en hann geri vart við sig á mismunandi hátt undir tveimur heitum. Við höfum grennslast fyrir um það, hvenær þessi sjúkdómur var fyrst greindur á íslandi. Mun það hafa verið 1960 eða 1961 sem Valtýr Albertsson lagði sjúkling inn á Borgarspítala með greininguna »arteritis temporalis«. Árin 1964 til 1966 koma greiningamar »arteritis temporalis« og »polymyalgia rheumatica« fyrst fram á skýrslum Landspftala og Landakotsspítala. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hegðun, gang og meðferð FVG og GSB hjá íslenskum sjúklingum. Frá lyflækningadeild Landakotsspítala. Barst 24/06/1988. Samþykkt 04/04/1989. AÐFERÐIR Könnuð voru einkenni, rannsóknaniðurstöður, meðferð og afdrif sjúklinga, sem greindust með FVG og/eða GSB á Landakotsspítala á tímabilinu 1970 til 1984 að báðum árum meðtöldum. Skoðaðar voru sjúkraskrár spítalans og göngudeilda. Einnig var hringt til heimilislækna, sjúklinga og ættingja þeirra. Með GSB voru þeir einir greindir, sem reyndust hafa hnúðabólgu við smásjárskoðun sýnis frá gagnaugaslagæð. Greiningaratriði FVG voru fimm: 1) Verkir og stirðleiki í nærlægum útlimavöðvum, 2) langvinnur hiti og slappleiki, 3) sökk hærra en 15 við endurteknar mælingar, 4) snöggt og gott lát einkenna við prednísólon meðferð, 15 mg daglega, 5) útilokun sýkinga, illkynja sjúkdóma og annarra gigtsjúkdóma. Þótt ekki hafi verið gerð skipuleg leit að illkynja sjúkdómum í byrjun hjá öllum teljast þeir útilokaðir, hafi þeir ekki komið fram innan fimm ára. Til þess að sjúklingur teldist hafa FVG þurftu atriði 3 til 5, ásamt 1 eða 2, að vera fyrir hendi. NIÐURSTÖÐUR Fjöldi. Alls greindust 68 sjúklingar með annan sjúkdóminn eða báða. Tíu (14,7%) höfðu eingöngu GSB. Þá höfðu 43 (63,2%) eingöngu FVG, 11 (16,2%) höfðu hvort tveggja, GSB og FVG. Fjórir (5,9%) höfðu hvorki vöðvaverki né GSB Sameiginleg einkenni þeirra voru hiti, höfuðverkur og sökk hærra en 50. Auk þess kvörtuðu þrír þeirra um slappleika og megrun. Af þeim sem höfðu GSB (21) höfðu 11 (52,4%) einnig FVG. í FVG sjúklingum (58) fannst GSB hjá 11 (18,9%).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.