Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1989, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.08.1989, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 221 eymsli eða þykknun á gagnaugaslagæð nægja. Park et al. (3) bæta við sjónskerðingu, höfuðverk, tyggiverk í kjálka eða skertu heilablóðflæði til greiningar GSB. Við kusum að einskorða GSB við smásjárgreiningu og taka þá frekar hættu á vangreiningu en ofgreiningu. Alls greindust 68 sjúklingar með annað hvort FVG og/eða GSB á Landakotsspítala á tímabilinu 1970 til 1984 eða að meðaltali 4,5 sjúklingar á ári. Fleiri tilfelli hafa greinst hin síðari ár en áður. Vafalaust endurspeglar þetta aukna vitneskju um sjúkdómana. Ekki er unnt að meta sjúkdómstíðni af þessum tölum þar sem fleiri sjúkrahús þjóna svæðinu. Einna hæstri tíðni hefur verið lýst í Danmörku (4). FVG virðist víðast algengari en GSB t.d. meira en fjórum sinnum algengari í Minnesota (7). Flér var hlutfallið 2,6 á móti 1. Af þeim sem höfðu GSB höfðu 57% einnig FVG og er þetta svipað hlutfall og aðrir hafa lýst (2). Voru 57,6% sjúklinganna konur en flestar erlendar rannsóknir hafa sýnt allt að fjórum til fimm sinnum hærri tíðni á báðum sjúkdómunum hjá konum. Fjórir sjúklingar höfðu hvorki vöðvaverki né staðfesta GSB. Sameiginleg einkenni þeirra voru hiti, höfuðverkur og sökk hærra en 50. Auk þess kvörtuðu þrír þeirra um slappleika og megrun. Hugsanlega hafa þeir allir haft GSB en þeir voru flokkaðir sem FVG þar sem ekki fannst bólga í gagnaugaslagæðum. Tveir sjúklingar greindust með FVG fyrir fimmtugt. Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að sjúkdómamir eru sjaldgæfir fyrir fimmtugt en finnast samt og teljum við að skilmerkið um 50 ár sem aldursmörk eigi því ekki rétt á sér. Tíminn frá upphafi einkenna til greiningar var þrefalt lengri hjá þeim sem eingöngu höfðu FVG en hjá þeim sem eingöngu höfðu GSB. Einkenni 10 (14,7%) sjúklinga höfðu staðið skemur en 4 vikur við greiningu. Skemmsti tími frá upphafi einkenna til greiningar var ein vika. Sökk var undir 50 hjá 27,9% alls hópsins. Skilmerkið um að sökk þurfi að vera a. m. k. 50 til greiningar á því alls ekki við stóran hluta hópsins. Alkalískur fosfatasi reyndist hækkaður hjá 36,1% mældra. Er þetta svipað hlutfall og aðrir hafa fundið (8). Stundum hækka önnur lifrarensím einnig. Lifrarstungusýni er oftast eðlilegt þó lýst hafi verið hnúðabólgu (2). Kreatínfosfókínasi reyndist hækkaður hjá 6,1% mældra. Unnt var að skýra þessar hækkanir og greindist hvorki vöðvasjúkdómur né illkynja sjúkdómur hjá þessum sjúklingum. Sýni voru tekin úr gagnaugaslagæðum hjá 94,1% sjúklinganna og höfðu 30,9% þeirra útlit, sem samræmdist GSB. Allir sem gigtarþáttur var mældur hjá voru neikvæðir en til samanburðar má nefna að 4 til 5% þýðisins hafa hann jákvæðan. ANA reyndist hækkaður hjá 4,4% mældra. FVG er útilokunargreining og var gerð leit að illkynja sjúkdómum hjá 82,4% hópsins. Einkennum FVG svipar oft til illkynja sjúkdóma og til er afbrigði af GSB sem einkennist af hita, megrun, blóðleysi og sleni (masked arteritis temporalis). Einnig er athyglisvert að í allt að 15% tilfella greinast FVG og GSB hjá sjúklingum sem hafa haft hita af óþekktum uppruna. Voru 26,5% hópsins meðhöndlaðir með sterafríum bólgulyfjum en svörun við þeim er hægari en við lágskammta sterameðferð. Meðallengd sterameðferðar þeirra er eingöngu höfðu GSB var styst eða tvö ár og fjórir mánuðir, tvö ár og 11 mánuðir hjá þeim er eingöngu höfðu FVG og lengst, eða þrjú ár, hjá sjúklingum er höfðu bæði GSB og FVG. Erfitt er að meta meðallengd sterameðferðar fyrir allan hópinn þar sem tímalengd er ekki reiknuð nákvæmlega fyrir hvem einstakling, en meðaltímalengd hjá Boesen og Sörensen (4) var 31 mánuður. Hér er hlutfall sjúklinga sem eru lengur en þrjú ár á sterameðferð hærra en víðast annars staðar. Sá sem lengst hefur notað stera hefur gert það síðan 1971 og em ástæður þessarar löngu meðferðar ekki ljósar. Meðalviðhaldsskammtur Prednisólóns var 6,7 mg á sólarhring hjá hópnum í heild en 7,0 mg hjá þeim er GSB fannst hjá eingöngu. Meðalviðhaldsskammtur hjá Boesen og Sörensen (4) var heldur lægri eða 6,1 mg. Eins og áður segir álíta margir að hér sé um tvo mismunandi sjúkdóma að ræða. Freistandi er þó að spyrja, hvort hér kunni að vera um einn og sama sjúkdóm að ræða, hnúðæðabólgu, sem ekki leggist á gagnaugaslagæðar fyrr en hún er tiltölulega útbreidd. Hluti þessara sjúklinga fái einnig FVG og kynnu þar vefjaflokkar að ráða. Til

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.