Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1989, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.08.1989, Qupperneq 43
LÆKNABLAÐIÐ 223 NABLAÐIÐ 75. ÁRG. - ÁGÚST 1989 GREININGARSKILMERKI OG FJÖLVÖÐVAGIGT Um fjölda sjúkdóma gildir, og þá ekki hvað síst um marga gigtsjúkdóma, að þeir verða ekki auðveldlega greindir og flokkaðir með hlutlægum aðferðum. Menn hafa því gripið til þess ráðs að setja sér greiningarskilmerki og styðjast þá bæði við hlutlæg (objectiv) og huglæg (subjectiv) sjúkdómsteikn eða rann- sóknaniðurstöður. Gott dæmi um slfk skilmerki eru til dæmis þau sem nú gilda um iktsýki, en þau voru síðast endurskoðuð árið 1987 (1); 1. Morgunstirðleiki 2. Liðbólga í þremur eða fleiri liðsvæðum (joint areas) 3. Liðbólga í handarliðum 4. Samhverfar liðbólgur 5. Gigtarhnútar 6. Gigtarþáttur í sermi 7. Breytingar á röntgenmyndum Hverju einstöku skilmerki fylgir svo nánari skilgreining, sem ekki er ástæða til að rekja hér. Iktsýki telst greind ef fjögur eða fleiri skilmerki eru til staðar. Áður en skilmerki eru valin þarf að hyggja að því hversu næm (sensitive) og sértæk (specific) þau eru. Til þess að koma að gagni þarf hvert einstakt skilmerki að vera bæði næmt og sértækt. Næmi (sensitivity) segir til um hversu stór hluti, venjulega hundraðshluti sjúklinga með sjúkdóminn, uppfyllir tiltekið skilmerki. Sértæki (specificity) afmarkar hins vegar það hlutfall eða þann hundraðshluta af samanburðarhópi sem uppfyllir ekki skilmerki og hefur ekki sjúkdóminn. Ef næmi og sértæki er lagt saman sem hundraðshluti fæst út tala á bilinu 0-200. Því meir sem útkoman nálgast 200 þeim mun betra eða nákvæmara er skilmerkið (2) en oft verða menn að sætta sig við útkomu á bilinu 150-190. Nákvæmni (accuracy) skilmerkis fæst með því að deila í þessa tölu með tveimur. Það gildir um hin endurskoðuðu skilmerki fyrir iktsýki sem og flest önnur greiningarskilmerki að þau eru fyrst og fremst ætluð til flokkunar á sjúkdómnum og til faraldsfræðilegra athugana, þótt auðvitað sé stuðst við þau við greiningu og kennslu (3). Þegar greiningarskilmerki eru mjög á reiki eru læknar að sjálfsögðu neyddir til að hafa þau einungis til hliðsjónar en færa rök að vinnugreiningu og meðhöndla sjúklinga samkvæmt því. í fjölvöðvagigt, FVG (polymyalgia rheumatica) hafa menn ekki orðið á eitt sáttir um greiningarskilmerki, einkum hvað varðar aldur sjúklinga, sökkhækkun, tímalengd einkenna og hvaða steraskammtur gefur fullnægjandi bata. FVG er útilokunargreining og getur verið erfitt að greina þennan sjúkdóm frá byrjandi iktsýki, frá sermineikvæðum liðsjúkdómum, frá illkynja sjúkdómum svo sem eitlaæxli, mergæxli, hvítblæði o.s.frv., frá slitgigt þar sem sýking hefur komið í ofanálag og einnig getur verið erfitt að greina FVG frá veirusýkingum eða lasleika í kjölfar þeirra, svo og »vöðvabólgu« (fibromyalgia). Sumir telja auðvelt að greina FVG frá byrjandi iktsýki, einkum hjá eldra fólki. Ef greiningarskilmerki eru mjög á reiki lenda þeir læknar eða vísindamenn sem fást við faraldsfræðilegar rannsóknir í talsverðum vanda. Þá er stundum réttlætanlegt að setja sér sín eigin skilmerki. En þegar kemur að samanburði við aðrar faraldsfræðilegar athuganir, þar sem önnur skilmerki hafa verið notuð, vandast málið og verður mjög erfitt að dæma um hversu marktækur slíkur samanburður er. Ef menn velja sér eigin skilmerki ber að sjálfsögðu að stefna að því að hafa þau eins sértæk og næm og kostur er og velja þá fremur hlutlæg en huglæg. Helstu hlutlæg skilmerki sem koma til álita við greiningu á FVG eru aldur sjúklinga, sökkhækkun og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.