Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1989, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.08.1989, Qupperneq 46
226 LÆKNABLAÐIÐ Bird og samstarfsmenn settu eftirtalin skilyrði 1979: 1. Verkir eða stirðleiki í báðum öxlum 2. Einkenni myndist að fullu á minna en tveimur vikum 3. Sökk í byrjun 40 4. Morgunstirðleiki í meira en eina klukkustund 5. Aldur yfir 65 ár 6. Þunglyndi eða megrun 7. Eymsli í báðum upphandleggjum. Þrjú eða fleiri atriði gáfu greininguna líklega FVG en eitt skilmerki þurfti til, væri gagnaugaslagæðabólga jafnframt jákvætt. Árið 1983 bættu Behn og samstarfsmenn um betur og stungu upp á þessum skilmerkjum: 1. Verkir og stirðleiki í herða- og hryggvöðvum í meira en tvo mánuði. 2. Morgunstirðleiki. 3. Útilokun annarra lið- eða vöðvasjúkdóma. 4. Hækkað sökk. 5. Góð svörun við sterameðferð. Boesen og Sörensen settu sér þessi skilmerki: 1. Verkir og/eða stirðleiki í nærlægum útlimvöðvum. 2. Einkenni í meira en tvær vikur. 3. Sökk yfir 40. 4. Útilokun illkynja sjúkdóma, bólgu- og gigtsjúkdóma. 5. Góð svörun við sterameðferð. Enn fleiri gerðir skilmerkja eru í fullum gangi í viðurkenndum tímaritum en þessi upptalning ætti að næ&ja til að sýna, að engin samstaða er hvorki um sökkmælingar, aldur né tímalengd einkenna. Er þá sjúklingahópur okkar sambærilegur við hóp Boesen og Sörensen? Allir sjúklingar okkar uppfylla skilyrði 1 nema fjórir sem höfðu megrun og hita að aðaleinkennum. Allir nema einn sem greindist innan viku, uppfylla skilyrði tvö. Allir fullnægðu skilyrðum fjögur og fimm þannig að þama er um sambærilegan hóp að ræða hvað einkenni snertir. Á milli skilur skilyrði þrjú. Höfðu 16,2% sjúklinga okkar sökk undir 40 sem þýðir hugsanlega, að sjúklingar Boesen og Sörensen hafa haft virkari sjúkdóm en okkar. Þetta útilokar samanburð á tíðni, enda ekki gerð tilraun til hans. Hinsvegar gerir það hópana ekki ósamanburðarhæfa hvað snertir eðli sjúkdómsins, þar sem getið er um þennan skilmerkjamun í texta. Raunar bendir steraþörf hópanna ekki til þess, að marktækari munur hafi verið á eðli sjúkdómsins hjá þessum hópum. Við viljum leggja áherslu á, að tilgangur rannsóknarinnar var að kanna eðli og hegðun FVG, GSB hjá hópi íslenskra sjúklinga sem ætla má, að hafi valist af tilviljun. Jafnframt vekja athygli íslenskra lækna á því, að eðlilegt sökk, aldur sjúklings eða tímalengd einkenna útiloka ekki greiningu FVG, GSB. Við viljum benda á að bið á meðferð getur valdið varanlegri blindu eða heilasköddun. Um að höfum við því miður nokkur dæmi sem kannski gætu orðið tilefni greinrarstúfs. Sigurður Thorlacius HEIMILDIR 1. Hart FD. Polymyalgia rheumatica. Drugs 1987; 33: 280-7.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.