Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 4
föstudagur 4. maí 20074 Fréttir DV
Kærður fyrir að
berja löggur
Friðbjörn Þór Jónsson, búsett-
ur á Selfossi, hefur verið ákærður
fyrir brot gegn valdstjórninni.
Friðbjörn réðst að tveim-
ur lögregluþjónum sem voru að
sinna skyldustörfum. Friðbjörn
sló lögreglumann hnefahöggi og
beit í hægri hönd hans auk þess
sem hann reyndi ítrekað að skalla
hann. Lögreglukonu hrinti hann
svo hún skall í gólfið og hlaut mar
á olnboga og vöðvatognun auk
þess sem hann hrækti í andlit
hennar. Ákærði mætti ekki fyrir
dómi og hefur ríkisslögreglustjóri
sent út handtökuskipun á hann.
400 hjól
á uppboði
Liðlega 400 reiðhjól verða
boðin upp hjá óskilamunadeild
Lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu á laugardaginn klukkan hálf
tvö eftir hádegi. Uppboðið verður
haldið í húsnæði Vöku að Elds-
höfða 4 í Reykjavík.
Að þessu sinni verða eingöngu
boðin upp reiðhjól enda safn-
ast þau upp hjá lögreglunni sem
aldrei fyrr. Þetta eru reiðhjól sem
hafa fundist víða í umdæminu og
enginn hefur hirt um að sækja.
Fjölmargir aðrir munir safnast
upp hjá Lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu en annað uppboð er
fyrirhugað síðar á árinu.
Síbrotamaður
í fangelsi
Maður á tvítugsaldri var í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 60
daga fangelsi
og var sviptur
ökuréttindum
ævilangt fyrir
ítrekuð hegn-
ingar- og um-
ferðalagabrot.
Maðurinn var
á um það bil
árs tímabili í
fimmgang stöðvaður fyrir of hrað-
ann akstur, tvívegis fyrir ólöglega
notkun farsíma undir stýri og eitt
sinn fyrir að nota ekki öryggisbelti.
Auk þess var hann valdur að slysi
þar sem ökumaður ristarbrotnaði
og annar hlaut áverka. Að lokum
var hann stöðvaður fyrir of hraðan
akstur undir áhrifum áfengis.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Kærður fyrir
barnaklám
Héraðsdómur Suðurlands
tók í gær fyrir ákæru ríkis-
valdsins á hendur Kjartani
Ragnari Erlingssyni, er býr á
Hellu, fyrir að hafa í vörslu
sinni barnaklám.
Lögregla fann 6.548 ljós-
myndir og 179 hreyfimyndir
sem sýna börn á kynferðis-
legan og klámfenginn hátt,
en myndirnar fundust við
skoðun lögreglu á tölvunum
og diski sem lagt var hald á á
heimili mannsins.
Maðurinn játaði brot sitt
fyrir dómara en tók fram að
hann hafi ekki vitað til þess
að varsla þess væri ólögleg.
Dóms er að vænta innan
þriggja vikna. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar vilja ekki á Egilsstaði:
Taka ekki við nýjum sjúklingum í sumar
„Við erum í nauðvörn því við höf-
um verið að leita að starfsfólki bæði
með hefðbundnum og óhefðbundn-
um leiðum án nokkurs árangurs,“
segir Þórhallur Harðarson, fulltrúi
framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofn-
unar Austurlands.
Næsta föstudag verður lokað fyrir
allar innlagnir á sjúkradeild heilsu-
gæslunnar og verður ekki opnað fyr-
ir en 20. september í versta falli. „Ef
rými losnar eða við ráðum sjúkraliða
eða hjúkrunarfræðing þá munum
við endurskoða lokunina á vikuleg-
um fundi í framkvæmdaráðinu,“ seg-
ir Þórhallur og bendir á að lokanirnar
hafa ekkert með sparnað að gera: „Við
lokum fyrir innlagnir til að langlegu-
sjúklingar fái þá þjónustu sem þeim
ber.“ Heilsugæslan, með slysa- og
bráðamóttöku auk mæðra- og ung-
barnaverndar stendur áfram til boða.
Síðasta sumar þurfti að loka fyr-
ir innlagnir á sjúkradeild í sex vikur
á meðan starfsfólk tók sitt sumarfrí.
„Við höfum leitað að starfsfólki með
hefðbundnum leiðum eins og á Starf-
atorgi ríkisins, á vinnumiðlunum og
með sértækum auglýsingum. Einn-
ig höfum við haft beint samband við
nýútskrifaða sjúkraliða og hjúkrunar-
fræðinga svo eitthvað sé nefnt. Enn-
fremur tókum við þátt í Austurlandi
tækifæranna þar sem kostir þess
að búa hér fyrir austan voru dregn-
ir fram. Við höfu boðist til að greiða
flugfargjöld og flutningsstyrki en allt
án árangurs,“ segir Þórhallur. Hann
bendir á að leitin hafi staðið frá því í
nóvember síðastliðnum án þess að
ein manneskja hafi sótt um.
Þórhallur telur að hærri laun muni
ekki ein og sér leysa mannekluna.
„Vaktavinnutími er óheppilegur fyr-
ir nútímafólk sem er síður tilbúið að
vinna slíka vinnu. Ef til vill væri hægt
að umbuna vaktavinnu með auknu fríi
eða launaálagi,“ segir Þórhallur sem
bendir á að nándin og þau persónu-
legu tengsl sem oft skapast milli sjúk-
linga og starfsfólks séu bæði gefandi
og lýjandi. „Konur í dag virðast frekar
velja vakta- og yfirvinnufrí störf eins og
verslunar- eða bankastörf enda borga
þau oft jafn vel eða betur,“ segir Þór-
hallur.
Þórhallur Harðarson og Halla Eiríksdóttir hjúkrunarstjóri Vaktavinnutími er
óheppilegur fyrir nútímafólk og við því verður að bregðast með umbunum eða
lengdu fríi.
Misskipting hefur aukist og mörg
heimili eru svo skuldsett að þau
ráða illa við að takast á við efnahags-
leg áföll sem kynnu að ríða yfir. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu Hagdeild-
ar Alþýðusambands Íslands. Í skýrsl-
unni er þrennt tekið fyrir, hagspá
fyrir árið í ár og næsta ár, vaxandi
ójöfnuður á síðustu árum og vax-
andi skuldasöfnun heimilanna. Ól-
afur Darri Andrason, deildarstjóri
Hagdeildar hjá ASÍ segir skýrsluna
vera nokkuð jákvæða en þó séu
ákveðin hættumerki og margt óvið-
unandi í horfunum næstu misseri.
„Það er skikkanlega bjart fram-
undan, hagvöxtur í ár verður svip-
aður og hann var á síðasta ári og
verður heldur meiri á næsta ári.
Einkaneysla mun ekki vaxa jafn hratt
og síðstu ár en við gerum þó ráð fyrir
því að hún muni vaxa áfram,“ segir
Ólafur Darri.
Í skýrslunni kemur fram að ASÍ
geri ekki ráð fyrir harðri lendingu í
efnahagslífinu þegar framkvæmd-
um á Austurlandi lýkur. „Okkar
áhyggjur eru að það virðist ekki vera
augljóst jafnvægi í kortunum. Stýri-
vextir verða áfram í hæstu hæðum
og við gerum ráð fyrir því að verð-
bólga verði áfram óásættanlega mik-
il, jafnvel þó eitthvað muni draga úr
verðbólgu munum við ekki ná verð-
bólgumarkmið Seðlabankans.“
Hann segir að viðskitpahallinn
verði jafnframt illviðráðanlegur í ár
og á næsta ári. „Viðskiptahallinn er í
sögulegu hámarki og þó Seðlabank-
inn áætli að hann verði 27 prósent
af vergri landsframleiðslu í ár, þá
verður það ekki innan viðráðanlegra
marka.“
Aukinn ójöfnuður
Ójöfnuður hefur aukist mikið hér
á landi frá árinu 1990 og þá sérstak-
lega frá árinu 1995, þegar núver-
andi ríkisstjórnar meirihluti tók við
völdum. Ólafur Darri tilgreinir helst
tvær ástæður fyrir auknum ójöfn-
uði. „Fjármagnstekjur hafa vaxið
mikið og þær lenda oft á tekjuhærra
fólki, þær eru skattlagðar töluvert
öðruvísi heldur en aðrar launatekj-
ur. Þá hefur skattkerfið dregið úr
tekjujöfnun. Á undanförnum árum
hefur dregið úr þeim jöfnunaráhrif-
um sem voru í skattkefinu. Það er
greinilegt að það eru ákveðnir hópar
sem eru að dragast aftur úr og okk-
ur sýnist að það séu annars vegar
barnafólk og hins vegar eldri borg-
arar. Persónuafsláttur hefur ekki
haldið í við verðlag og ef við miðum
við árið 1990, þá voru barnabæt-
ur 1,2 prósent af landsframleiðslu
en í ár eru þær tæpt hálft prósent af
landsframleiðslu“
Hann bendir hins vegar á að all-
ir þjóðfélagshópar hafi það betra
núna
Skuldir heimilanna hafa vax-
ið gríaðrlega mikið á síðustu árum
og samkvæmt útreikningum ASÍ
skuldar meðal heimili um það bil
240 prósent af ráðstöfunartekjum
sínum. „Þetta er ákveðið hættu-
merki, við höfum slegið neyslulán
í ríkara mæli og þó spár okkar séu
nokkuð jákvæðar þá vekur það ugg
að skuldsett heimili eiga mjög erfitt
með að takast á við efnahagsleg áföll
og aukna verðbólgu. Þó að spáin sé
bjartsýn, þá eru meiri líkur á því að
málin þróist frekar til verri vegar
heldur en til betri vegar,“ segir Ólaf-
ur Darri.
Tekur ekki í sama streng
Árni Matthiesen, fjármálaráð-
herra tekur ekki undir það að ójöfn-
uður hafi aukist hér á landi. „Sú
kaupmáttaraukning sem hefur átt
sér stað á Íslandi á síðustu tólf árum
hefur drefst jafnt til allra hópa. Það
má í sjálfu sér líta á það sem afrek, á
tíma þar sem kaupmáttur hefur auk-
ist að jafnaði um fimm prósent á ári,
að ójöfnuður skuli ekki hafa aukist.
Þessu til stuðnings má benda á að
Hagstofan og Evrópska tölfræðistofn-
unin gáfu út skýrslu fyrir nokkrum
vikum síðan þar sem borinn var sam-
an jöfnuður í þrjátíu Evrópulöndum.
Þarna voru notaðir þrír mælikvarð-
ar og í ljós kom að Ísland var þarna í
þriðja og fjórða sæti yfir þau lönd þar
sem jöfnuður er mestur. Þarna vor-
um við á toppnum ásamt Svíum og
Slóvenum. Þessi rannsókn var gerð
árin 2003 og 2004. Sennilega hefur
jöfnuður aðeins aukist síðan þá. Ég
held því að það sé óhætt að vísa þess-
um kenningum til föðurhúsanna.“
Hagdeild Alþýðusambands Íslands segir ójöfnuð hafa aukist mikið á síðustu tólf árum.
Þá séu skuldir heimilanna það háar að mörg gætu átt erfitt með að takast á við efnahags-
leg áföll. Árni Matthiesen vísar því á bug að ójöfnuður hafi aukist í stjórnartíð ríkis-
stjórnarinnar.
auKin miSSKipting
Alþýðusamband Íslands
Ójöfnuður hefur aukist hér á landi, þrátt
fyrir kaupmáttáraukningu síðustu ára.
Árni Matthiesen
fjármálaráðherra vísar tekur
ekki í sama streng og así
VAlgEir Örn rAgnArsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is