Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Blaðsíða 45
Meistarinn Berghildur Magnúsdóttir Matgæðingurinn DV Helgarblað Föstudagur 4. maí 2007 45 Sigríður Þorgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Lög- mannsstofunnar Logos, var mat- gæðingur síðustu viku. Hún skoraði á nágranna sinn og vinkonu Berg- hildi Magnúsdóttur að vera mat- gæðingur vikunnar að þessu sinni. Ekki stóð á Berghildi að taka áskor- uninni og segir hún réttinn sem hún býður upp á bæði einfaldan og fljótlegan. Í síðustu viku sagði Sigríður Berghildi vera snilldarkokk og allt- af tilbúna að prófa eitthvað nýtt. Hér býður Berghildur lesendum DV upp á kínverskan nautakjötsrétt í aðalrétt og einfaldan eftirrétt sem er heimatilbúinn. Uppskriftina að nautakjötsrétt- inum fékk hún úr gamalli kínverskri kokkabók sem er orðin 15 ára göm- ul. Í gegnum tíðina hefur hún breytt uppskriftinni lítillega og segir hún að það fari eilítið eftir smekk fólks hve mikið krydd beri að nota, en rétturinn sé þó alltaf góður. Aðalréttur 500 grömm af úrvalsnautakjöti (til dæmis innanlæri eða fillet), ef miðað er við fjóra. tvær grænar paprikur Einn laukur tveir vorlaukar Engiferrót um það bil 2,5 sentimetrar tveir hvítlaukar um það bil Þrír grænir chillipiparar (má einnig nota rauða) - Því næst er það kryddblandan - 2 msk. af dökkri sojasósu, 1 tsk. af sesamolíu malaður svartur pipar eftir smekk 1/2 tsk. salt (Berghildur segir það fara eftir vali hvort salt sé notað, því sojasósan sé nægilega sölt) - að lokum sósan - 2 msk. kjúklingasoð 1/2 msk. dökk sojasósa Nokkrir dropar af sesamolíu Aðferð: Fyrst er hráefnunum blandað saman við kryddlöginn og kjötið lagt í hann. Mikilvægt er að skera kjöt- sneiðarnar mjög þunnt. Síðan eru tvær matskeiðar af ólífuolíu hitaðar á wok-pönnu. Svo eru paprikan og laukurinn skorin í sneiðar og vor- laukurinn saxaður. Þegar búið er að setja olíuna á pönnuna eru paprik- an og laukarnir steiktir saman í tvær mínútur. Þetta er síðan látið á disk og geymt til hliðar um sinn. Því næst eru tvær til þrjár mat- skeiðar af olíu settar aftur á pönn- una og þar er sett söxuð engiferrót, saxaður hvítlaukur og chillipipar. Þetta er steikt saman í eina mínútu. Því næst er kjötið sett á pönnuna með öllu saman og kjötið steikt í 4- 5 mín. Að lokum er sósuhráefninu bætt við ásamt paprikunni og laukn- um. Þetta er svo hrært vel saman og látið sjóða í tvær mínútur. Að lokum er hægt að fjarlægja engiferssneið- arnar ef þær eru of stórar. Þetta ber Berghildur fram með hrísgrjónum, léttsteiktu blómkáli, brokkóli og sneiddum gulrótum. Heimatilbúinn eftirréttur 1 marensbotn 100 grömm af súkkulaði tvær eggjarauður 1 dl af flórsykri smjörklípa (lin) Ferskir ávextir að eigin smekk Aðferð: Fyrst er marensinn mulinn í mót. Síðan er gert krem með því að nota 100 grömm af súkkulaði, tvær eggja- rauður, um það bil 1dl af flórsykri og lina smjörklípu. Súkkulaðið er svo brætt og öllu þeytt saman. Síðan eru tveir þriðju hlutar af súkkulaðinu sett- ir ofan á marensinn og einn til einn og hálfur peli af þeyttum rjóma settur ofan á. Svo er öllum ávöxtunum rað- að ofan á og þetta skreytt með restinni af kreminu. Um matinn segir Berghildur að undirbúningurinn sé mjög stuttur og bæði sé einfalt og þægilegt að hafa þessa rétti til. „Báðir þessir réttir eru mjög vinsælir hjá ungum sem öldn- um og hafa margoft slegið í gegn.“ Kínverskur nautakjötsréttur og heimatilbúinn eftirréttur FennelsAlAtið Skerið fenniku og skarlottulauk í mjög fína strimla og veltið upp úr ólífuolíu og ögn af sítrónusafa. Bæt- ið út í söxuðum túnsúrum og dilli. Smakkið til með salti og pipar. stökkA mAltbrAuðið Skerið brauðið örþunnt og þurrk- ið í ofni við 100°C uns það er stökkt. eggið Hægsjóðið eggið í 62,8°C heitu vatni í 65,5 mínútur, fjarlægið skurn- ina varlega og setjið fallega ofan á smálúðuna. FrAmreiðslAn Leggið í djúpan disk og setj- ið fenniku og túnsúrusalatið undir og yfir smálúðuna. Gott er að leggja hægsoðið eggið ofan á stökkt malt- brauðið. Skreytið með fersku dilli og kannski kerfil. Berið fram með úrvals ólífuolíu og hvítvínsglasi. Ekkert mál er að auka magnið og bera fram sem aðalrétt, en þá er gott að bæta við snöggelduðu vorgrænmeti. „Ég skora á Eddu Sveins- dóttur sem er mikill matgæð- ingur og spáir mikið og spek- úlerar í mat. Hún er dugleg við að töfra fram ýmsa rétti og get- ur verið hreinlega ótrúleg.“ mundu að fólk hefur fimm ástæður til þess að fá sér í glas: Þegar vinur kemur í heimsókn, núverandi og tilvonandi þorsti, jákvæð áhrif og ljúffengt bragð vínsins auk allra hinna tilefnanna. Gamall málsháttur Túnfiskpastaréttur @Fyrir 2-3 2 x 200 gr túnfiskur í vatni 200 g spelt penne pasta (lítil rör). má líka nota heilhveiti. 400 g krukka af pastasósu með tómötum sem aðaluppistöðu, sveppum, lauk og hvítlauk, helst lífrænt ræktað. 400 g tómatar, vel þroskaðir, saxaðir, (má nota 400 g dós af söxuðum, niðursoðnum tómötum) 2 msk tómatpurré 3 sveppir, sneiddir fínt 1/2-1 dl svartar ólífur í sneiðum 2 hvítlauksgeirar, pressaðir eða saxaðir 2 msk svartur pipar 1 tsk heilsusalt (Herbamare) 1 tsk kókosfeiti eða ólífuolía Aðferð: Byrjið á því að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum utan á pakka. Látið renna af pastanu, kælið undir kaldri bunu í nokkrar sekúndur og geymið. Hitið smá kókosfeiti eða ólífuolíu og vatn í stórum potti og hitið sveppina og ólífurnar. Kryddið með salti og smá pipar. Hellið sósunni saman við og hitið þangað til hún er orðin vel heit. Bætið túnfisknum út í og hrærið varlega þannig að séu enn þá bitar í túnfisknum, þ.e. passið að sundurtæta ekki túnfiskinn. Bætið pastanu saman við og hitið vel. Berið fram með rifnum parmesanosti og ólífubrauði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.