Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 13
DV Fréttir föstudagur 4. maí 2007 13
ráðstöfunartekjum þessara einstakl-
inga er því nærri milljón á ári.
Endurgreiðslan reiknast af upp-
hæð umfram frítekjumark vistmanna
og fyrir lífeyrisþega með lægri tekj-
ur en 360 þúsund er frítekjumarkið
í raun einu ráðstöfunartekjur ein-
staklingsins. Annað fer í skatt og
greiðslu dvalarkostnaðar. Lífeyris-
þegi þarf því að hafa hærri tekjur en
360 þúsund á mánuði til að hækka
ráðstöfunartekjur sínar umfram frí-
tekjumarkið.
Kerfi ójöfnuðar
Ásgeir Jóhannesson, lífeyrisþegi
og fyrrverandi stjórnarformaður
dvalarheimilisins Sunnuhlíðar, tel-
ur mismuninn í kostnaðarþátttöku
afar ósanngjarnan. Hann segir þetta
því miður einn af mörgum ósann-
gjörnum liðum almannatrygginga-
kerfisins. „Þetta er því miður svona
og mér finnst það mjög ósanngjarnt.
Nauðsynlegt er orðið að stokka upp
kerfið í heild sinni því það er samof-
ið mörgum mjög slæmum öngum.
Þjóðfélagsaðstæður hafa gjörbreyst
án þess að heildarendurskoðun hafi
átt sér stað,“ segir Ásgeir. „Það hafa
alltaf aðeins verið teknir smá hlutar
kerfisins og reynt að laga þá. Stað-
reyndin er sú að kerfið nær ekki að
tryggja jöfnuð og þjóna þjóðfélaginu
eins og það er í dag. Það er gríðarleg-
ur ójöfnuður innan tryggingakerfis-
ins þar sem það var mótað í allt öðru
þjóðfélagi en nú er. Undirstöðurnar
þarf að skoða án þess að breyta hugs-
unum um jöfnuð samfélagsins.“
Algjör hneisa
Ásta Ragnheiður, þingmaður
Samfylkingarinnar, tekur undir og
telur hér um hreina og klára stétta-
mismunum að ræða. Hún segir hér
enn eitt dæmið um misræmið í sam-
félaginu. „Þetta er algjör hneisa. Því
miður er þetta aðeins eitt slæmt
dæmi af svo mörgum í löngu úreltu
heilbrigðiskerfi. Fyrir utan það að
missa nánast fjárhagslegt sjálfræði
þegar fólk leggst inn á stofnun, þá
er þetta eitthvað sem enginn á að
sætta sig við. Þarna er verulega verið
að mismuna fólki eftir aðstæðum og
kjörum þess,“ segir Ásta Ragnheiður.
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks og fulltrúi í heilbrigðis-
nefnd, er ósammála. Hann er þeirr-
ar skoðunar að fyrirkomulagið sé
þvert á móti sanngjarnt. „Eðlismun-
ur þessara tekna er mjög mikill. Það
er útbreiddur misskilningur að líta
á fjármagnstekjur sem hreinar tekj-
ur. Raunin er hins vegar sú að réttast
er að horfa á þær til helminga, ann-
ar helmingurinn er kostnaður við að
afla teknanna og hinn helmingurinn
er tekjur. Af þeim sökum var ákveðið
að krefjast aðeins 50 prósenta end-
urgreiðslu af tekjum fjármagnseig-
enda og það er mjög sanngjarnt,“
segir Pétur.
Stéttaskipting á Íslandi
Ingibjörg Brjánsdóttir stjórn-
sýslufræðingur hefur skoðað þenn-
an málaflokk vel og er hissa á þessu
mikla misræmi. Hún segir fjár-
magnseigendur einfaldlega ekki
lúta sömu reglum og almennir líf-
eyrisþegar í þjóðfélaginu. „Þarna
sést svart á hvítu að þeir sem njóta
fjármagnstekna njóta hagstæð-
ari kjara á dvalarheimilum og ráð-
stöfunartekjur þeirra eru hærri.
Í grunninn hafa þeir einnig lægri
skattaprósentu. Fjármagnseigand-
inn nýtur þarna sérstakra þegnrétt-
inda líkt og hann sé af annarri stétt
en hinn almenni lífeyrisþegi. Því
hærra hlutfall fjármagnstekna hjá
einstaklingi, þeim mun hærri verða
greiðslur Tryggingastofnunar,“ segir
Ingibjörg.
„Löggjafinn hefur augljóslega
búið fjármagnseigendum mun
betra bæli í ellinni. Þannig eru þeim
tryggðar hærri greiðslur úr sjóðum
Tryggingastofnunar, öfugt við það
sem flestir telja hlutverk hennar, að
jafna lífsskilyrði manna en ekki hygla
þeim sem betur mega sín. Hinn al-
menni lífeyrisþegi á kröfu á stjórn-
völd að þau útskýri hvernig á því
standi að fjármagnstekjur séu með
þessum hætti heilagri en tekjur úr al-
mennum lífeyrissjóðum hvað varðar
vistgjöld. Það er ótækt að fjármagns-
eigendur borgi minna, fái meira út úr
sjóðum Tryggingastofnunar og njóti
hærri ráðstöfunartekna en hinir. Eru
þeir kannski af annarri stétt en al-
mennir lífeyrisþegar?“
Fjármagnseigendur
aF annarri stétt
„Eru fjármagnseigend-
ur kannski af annarri
stétt en almennir lífeyr-
isþegar?“
Lífeyrissjóðstekjur
190.000 kr.
fjármagnstekjur
0 kr.
Lífeyrissjóðstekjur
150.000 kr.
fjármagnstekjur
40.000 kr.
Lífeyrissjóðstekjur
95.000 kr.
fjármagnstekjur
95.000 kr.
Lífeyrissjóðstekjur
40.000 kr.
fjármagnstekjur
150.000 kr.
Kostnaðar-
þátttaka
93.515 kr. Kostnaðar-
þátttaka
86.607 kr. Kostnaðar-
þátttaka
77.109 kr.
ráðstöfun-
artekjur
122.390 kr.
ráðstöfun-
artekjur
53.119 kr.
ráðstöfun-
artekjur
71.089
ráðstöfun-
artekjur
100.618 kr
Kostnaðar-
þátttaka
67.610 kr.
Dæmi um mismun dvalarkostnaðar
og ráðstöfunartekna:
2002 2003 2004 2005 2006 Fjölgun
greiða fjármagnstekjuskatt 76.128 74.436 76.924 77.080 84.680 7.600
fjöldi skattgreiðenda 224.914 226.462 229.665 234.437 241.344 6.907
Lífeyrissjóðstekjur
fjármagnstekjur
Ósanngjarnt
sigurður Kári Kristjánsson
Þingmaður sjálfstæðisflokks
„Það er auðvitað fáránlegt að
allir sitji ekki við sama borð og
fólk sé sett í mismunandi flokk
eftir því hvers lags skatta það
greiðir. Ég vissi hreinlega ekki að
þetta væri svona og það kemur
mér mjög á óvart. Þetta er ósann-
gjarnt með þessum hætti og á
ekki að vera svona. Að mínu mati
er því eðlilegt að breyta löggjöf-
inni hvað þetta varðar.“