Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Blaðsíða 8
föstudagur 4. maí 20078 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Líki leiðtoga rænt Lögreglan í Búdapest, höf- uðborg Ungverjalands, leitar nú að líki Janos Kadar, síðasta leiðtoga kommúnista í land- inu. Samkvæmt frétt BBC var höfuðkúpu hans og nokkrum beinum rænt úr gröf hans ásamt íláti með ösku konu hans. Nálægt grafreitnum hafði verið skrifað á vegg að morðingi og föðurlandssvik- ari ætti ekki skilið að hvíla í vígðri mold. Kadar hafði verið við völd í landinu í þrjátíu og tvö ár þegar uppreisnin gegn kommúnistum var gerð. Öryggi hjálpar- starfsmanna ábótavant Árásum á hjálparstarfsmenn í Darfur í Súdan hefur farið fjölg- andi síðasta ár þrátt fyrir friðar- samkomulag. Af þessum sökum hafa erlendar stofnanir þurft að draga úr umfangi starfsemi sinnar á svæðinu samkvæmt frétt The Independent í gær. Tal- ið er að fjórar milljónir óbreyttra borgara hafi orðið fyrir barð- inu á átökunum en ekki hefur verið hægt að koma aðstoð til hátt í milljón manns. Í dag eru fjórtan þúsund hjálparstarfs- menn í landinu á vegum áttatíu stofnana. Drottningin heimsækir Bush Sex daga opinber heimsókn Elísabetar Englandsdrottingar til Bandaríkjanna hófst í gær. Þetta er fimmta heim- sókn hennar til landsins síðan hún tók við krún- unni samkvæmt frétt BBC. Í gær var drottningin viðstödd minn- ingarhátíð um þá sem drepn- ir voru í skotárás á nemendur í skóla í Virgínu-fylki nýverið. Drottningin og maður henn- ar ljúka heimsókn sinni með tveggja daga dvöl í Washington í boði George W. Bush forseta. Flutningur á minnismerki sem staðið hefur í höfuðborg Eistlands í hálfa öld er upp- spretta milliríkjadeilu Eistlands og Rússlands. Evrópusambandið hefur blandað sér í málið. Rússar segja Eistlendinga bera ábyrgð á deilunni og hafna ásökunum um að þeir beiti þá viðskiptaþvingunum. Allt í Bál og BrAnD vegnA styttu Ungliðahreyfing með tengsl við stjórnvöld í Rússlandi gerði aðsúg að sendiherra Eistlands í Moskvu á miðvikudag. Hún komst undan eftir að lífverðir hennar beittu tára- gasi á mótmælendur. Forsetisráð- herra Eistlands telur Rússa reyna að takmarka sjálfstæði landsins með aðgerðum sínum vegna máls- ins. Ástæðan fyrir deilunum er flutningur á minnismerki úr mið- bæ Tallinn, höfuðborgar Eistlands. Sovésk stytta Minnismerkið sem um ræðir er bronsstytta af hermanni Rauða hersins sem var reist í kjölfar enda- loka seinni heimsstyrjaldarinnar til minningar um þá hermenn sem létu lífið í stríðinu. Samkvæmt frétt The Times í gær lítur hins vegar meirihluti þjóðarinnar á minnis- merkið sem tákn fyrir hálfrar ald- ar yfirráð Sovétríkjanna í landinu. Eistlendingar halda því fram að tugir þúsunda landsmanna hafi verið drepnir í stjórnartíð Sovétríkj- anna og það var eitt af kosningalof- orðum núverandi forsætisráðherra í kosningunum í mars að láta fjar- lægja styttuna. Málið er hins veg- ar mjög viðkvæmt í landinu enda er fjórðungur íbúa þess af rúss- nesku bergi brotinn og efndu þeir til fjölmennra mótmæla í Tallinn í síðustu viku. Þar kom til átaka og lést einn mótmælandi og hundr- að fimmtíu og þrír særðust. Helm- ingur allra þeirra sem eiga ættir að rekja til Rússlands hefur ekki ríkis- borgararétt í landinu. Mótmæli við sendiráð Í kjölfar mótmælanna við sendi- ráð Eistlands þar sem ráðist var að sendiherra landsins sem og sendi- herra Svía hefur Evrópusamband- ið beint þeim fyrirmælum til Rússa að þeir passi betur upp á öryggi er- lendra sendifulltrúa í landinu. Seg- ist sambandið ætla að senda full- trúa sinn til Moskvu til að ræða málið. Fjölskyldur starfsmanna sendiráðsins hafa verið fluttar burt af ótta við frekari mótmæli. Ut- anríkisráðuneyti Rússlands segir þetta vera vandamál sem Eistlend- ingar hafi sjálfir valdið með því að flytja minnismerkið. Til marks um stemminguna vegna málsins skor- aði borgarstjóri Moskvuborgar á borgarbúa að kaupa engar eist- neskar vörur í ræðu sinni við 1. maí hátíðarhöld. Takmarka olíuflutninga Líkt og í deilum sínum við Úkraínu og Hvíta-Rússland hafa Rússar nú takmark- að flutning á olíu, gasi og bensíni til Eistlands. Lestir sem flytja vör- unar milli landa ganga mun hægar nú en vana- lega. Stjórnvöld í Moskvu vísa ásökunum um að þau beiti viðskiptaþvingunum á bug og segja viðgerðir á lestarteinum vera ástæð- una fyrir hægagangi lest- anna. Rússar flytja um tuttugu og fimm millj- ón tonn af eldsneyti í gegnum Eistland á ári hverju. Styttan stendur nú í her- mannakirkjugarði í Tall- inn. Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands Lofaði því að styttan yrði flutt í aðdraganda kosninga. líkt og í deilum sín- um við Úkraínu og Hvíta-rússland hafa rússar nú takmarkað flutning á olíu, gasi og bensíni til eistlands. Minnismerki um hermenn Rauða hersins ríkisstjórn Eistlands lét flytja styttuna rússum til mikillar reiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.