Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 54
God of War 2 er líklega síðasti al- mennilegi leikurinn sem kemur út á Playstation 2. Afar viðeigandi endalok frábærrar leikjatölvu. Leikurinn er stórkostlegur. Hann gefur þeim fyrri ekkert eftir þrátt fyrir að hann bæti ekkert allt of miklu við. En sem áður fara menn í hlutverk stríðguðsins Kratos, sem er enn á ný kominn í ónáð guðanna. Það er Seifur sjálfur sem ræður niðurlögum manns fljót- lega í leiknum og þarf Kratos að hefja langt og strangt ferðalag til þess að hitta heilladísir sem geta snúið aftur tannhjólum tímans. Leikurinn er stútfullur af grískri goðafræði og umhverfið er stór- brotið. Kratos er líklega öflugasta persónan sem tölvuleikjaheimur- inn hefur getið af sér og er ég viss um að ef honum yrði att gegn öðr- um tölvuleikjahetjum færi hann létt með þær. God of War er ekki aðeins bara hraður og kraftmikill ofbeldisleikur heldur þarf maður einnig að beita massífu hugviti til að leysa hinar ýmsu gátur. Grafík- in er stórgóð og stýringarnar frá- bærar. God of War 2 er besti tölvu- leikur sem ég hef spilað lengi. Sem leikur er hann ekki bara frábær heldur vitnisburður um hversu stórbrotinn tölvuleikjaheimur- inn er í raun og veru. Manni líður hreinlega eins og að hafa verið á þungarokkstónleikum eftir að hafa spilað leikinn í drykklanga stund. Ég mæli ekki aðeins með honum heldur krefst þess að tölvuleikja- unnendur sem aðrir spreyti sig á þessum tryllingi. Dóri DNA dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 4. maí 200754 Helgarblað DV leikirtölvu Prince of Persia: rival swords - WII fEar - PS3 tony Hawk Project 8 - PSP Com. & Conquer 3 tiberium Wars - XboX360 Lost in Blue 2 - NINteNdo dS Kíktu á þessa leiKjatölvur Út er kominn leikurinn The Lord of the Rings Online: Shadows of Angmar. Um er að ræða hlutverkaleik sem spilast yfir netið og gerist hann allur í Miðgarði, sagnaheimi tolkiens í Hringadróttinssögu. Nú í fyrsta skipi geta aðdáendur bókanna og kvikmynd- anna lagt sitt af mörkum í baráttunni um Miðgarð. StyttiSt í Fallout 3 Það eru níu ár síðan leikurinn Fallout 2 kom út, en Fallout-leikirnir eru einhverjir bestu RPG-leikir sem komu út á tíunda áratugnum. Þriðji leikurinn var væntanlegur skömmu eftir aldamót en þegar fyrirtækið black Isle Studios fór á hausinn hvarf leikurinn á sama tíma. Fyrirtækið bethesda Softworks hefur tekið málin í sínar heldur og stefnir á að gefa út leikinn í ár. Stikla úr leiknum verður komin á netið þann fimmta júní en leiknum mun svipa um margt til RPG-leiksins elder Scrolls IV: oblivion. Færður til vegna CS Nemandi á síðasta ári við Clements High school í sugar Land texas hefur verið færður til í annan skóla eftir að skólayfir- völd komust að því að pilturinn hefði búið til borð í leiknum Counter strike sem var nákvæm eftirlíking af skólanum. Nemandinn var hvorki handtekinn né kærður, en lögregla leitaði heima hjá honum þar sem hún fann fimm sverð og skipaði honum einnig að eyða út borðinu sem byggt var á skólanum. forsvarsmenn skólans segja að eftir atburðina í Columbine og Virginiu sé mikið eftirlit með öllu svona og að aðgerðir drengsins hafi næstum mátt túlka sem hótun. Home beta út- gáFa í Sumar Fyrsta beta-útgáfa Home-kerfisins í evrópu fyrir Playstation var hleypt af stokkunum nýlega, en Home er einhvers konar háþróuð blanda af Myspace og MSN. Aðeins valdir aðilar geta notið kerfisins fyrst um sinn en seinna í sumar gefst fleirum kostur á að taka þátt. Kerfið er eingöngu fyrir Playstation 3 og geta þeir sem hafa áhuga á því að prófa beta-útgáfuna skráð sig á heimasíðu Playstation 2. talið er að um 50 þúsund manns verði svífandi um í Home í ágústmánuði. Tölvuleikurinn The Lord of the Rings Online: Shadows of Angmar var gef- inn út í vikunni. Hlutverkaleikur sem spilast á netinu og er það fyrsti leikurinn þessar tegundar sem gerð- ur er eftir bókum J.R.R. Tolkiens sem gefinn er út. Leikmenn geta valið sér kynþátt, en hægt er að spila sem menn, álfar, dvergar eða hobbitar. Þá getur maður einnig valið sér hlutverk en þar er allt á milli bardagamanna, innbrotsþjófa og galdramanna. leik- menn geta svo stýrt hverju einasta smáatriði allt frá hárlit, augnlit, húð- lit og svo framvegis. Leikurinn ger- ist í sagnaheimi Tolkiens, Middle- Earth, og þurfa leikmenn að leggja lið í stríðinu gegn Sauron og hans myrkru öflum. Hægt er að rekast á persónur á borð við Gandalf og alla hina og skoða öll þau svæði sem þekkjast úr sögunum. Í gegnum leik- inn bæta svo leikmenn sig í hinum ýmsu hæfileikum. Leikmenn geta svo bæði ráfað um Miðgarð einir síns lið eða slegist í för með öðrum leik- mönnum og þannig myndað sitt eig- ið föruneyti. Allir helstu óvinir íbúa Miðgarðs mæta til leiks, hvort sem það eru orkar, nazgúlar, balroggar eða aðrar forynjur. Það eru tæplega tíu ár frá því að fyrirtækið Midway hóf að þróa leikinn og hefur þeim tekist alveg ótrúlega vel upp. Aldrei áður hefur einn stærsti og stórfeng- legasti sagnaheimur ævintýrabók- menntanna verið jafnnálægur að- dáendum sínum og nú. Þúsundir leikmanna munu spila leikinn og allir á sama vettvangi. Hægt verður að eiga í samskiptum við aðra leik- menn. The Lord of the Rings Online minnir margt á hinn ótrúlega vin- sæla World of Warcraft en leikirnir eiga margt sameiginlegt. Nóg rými er þó fyrir báða leiki, en vinsæld- ir Hringadróttinssögu munu eflaust tryggja leiknum vinsældir. Leikurinn er aðeins fáanlegur á PC í augnablik- inu og ekki er vitað hvort hann verð- ur gefinn út á önnur stýrikerfi. dori@dv.is God of War 2 Ævintýra/hasarleikur PS2 tölvuleiKur H H H H H hinn mikilfenglegi heimur tölvuleikjanna! God of War 2 stórkostlegur tölvuleikur. miðgarður Heim í StoFu Þekktar forynjur Nazgúll- inn lætur sig ekki vanta. Flott grafík miðgarður er massífur. Harðir bardagar Barist er við orka og önnur kvikyndi. Gegn illum öflum Saurons Leikmenn þurfa að leggja sitt af mörkum í baráttunni um miðgarð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.