Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 43
DV Helgarblað Föstudagur 4. maí 2007 43
KONUR ÍSLANDS
ForsætisráðherraeFni samFylkingarinnar
ingibjörg sólrún gísladóttir er áhriFamesta
kona landsins. Fast á hæla hennar Fylgir
björk guðmundsdóttir og því næst þorgerður
katrín gunnarsdóttir. ingibjörg sólrún er
sögð Fyrirmynd, umdeild, Fyrsta konan til að
sigra raunverulegt valdavígi karla og eigi
eFtir að sigra Fleiri.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
forsætisráðherraefni Samfylkingar-
innar, er áhrifamesta kona lands-
ins að mati dómnefndar DV. Dóm-
nefndin var á því að hún væri fyrsta
konan sem gerði tilkall til raunveru-
legra valda í íslenskum stjórnmál-
um og jafnframt sterkasta vopnið í
jafnréttisbaráttunni, sem fyrsta kon-
an í stjórnmálum sem er ekki „bara
með“ heldur er raunverulegur leið-
togi.
Í öðru sæti, einungis einu stigi á
eftir Ingibjörgu Sólrúnu, er Björk
Guðmundsdóttir tónlistarmað-
ur og Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins, í því þriðja.
Um Björk var það meðal annars
sagt að hún væri í svipaðri stöðu í ís-
lensku þjóðlífi og menningu og Hall-
dór Laxness, þó ekki eins umdeild.
Þá var staða Þorgerðar Katrín-
ar innan stærsta stjórnmálaflokks
landsins sögð einna helst færa henni
völd og áhrif. Þessar þrjár konur
hlutu töluvert fleiri stig en þær kon-
ur sem á eftir komu en alls komust á
þriðja tug kvenna á blað.
Fjórða áhrifamesta kona lands-
ins er Valgerður Sverrisdóttir ut-
anríkisráðherra en jafnar í fimmta til
sjöunda sæti eru athafnakonurnar
og mágkonurnar Kristín Jóhanns-
dóttir og Ingibjörg Pálmadóttir
og einnig forsetafrúin okkar Dorrit
Moussaieff.
Í 8.–14 sæti eru Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti,
Rannveig Rist forstjóri, Krist-
ín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla
Íslands, Inga Jóna Þórðardótt-
ir stjórnmálamaður, Katrín Anna
Guðmundsdóttir femínisti, Svafa
Grönfeldt, rektor Háskólans í
Reykjavík, og loks Edda Rós Karls-
dóttir, forstöðumaður greiningar-
deildar Landsbankans.
ráðherra þótt ekki mikið hafi reynt á
hana enn.“
„Hafði mikil áhrif sem iðnaðarráð-
herra á uppbyggingu stóriðju á
íslandi.“
„sterk innan Framsóknarflokksins og
fer sínar eigin leiðir. Þótt flokkurinn
sé lítill hefur hún verið yfir áhrifamikl-
um ráðuneytum. Þar hefur hún tekið
ákvarðanir sem eftir hefur verið tekið,
eins og til dæmis nýverið í utanríkis-
ráðuneytinu.“
„Kemur sífellt á óvart og hefur náð
toppnum í núverandi starfi og sýnt
það svart á hvítu hversu áherslur
kynjanna geta verið ólíkar og hversu
nauðsynlegt er að hafa þá sem
stjórna ekki einsleitan hóp.“
„Verst að hún skuli vera í Framsóknar-
flokknum.“
Sagt um Kristínu
Jóhannesdóttur:
„Þótt ekki fari mikið fyrir Kristínu í
daglegri umræðu í fjölmiðlum hefur
hún um margra ára skeið verið ein
aðsópsmesta konan í íslensku
viðskiptalífi og verið í forsvari fyrir
þau félög sem hún og fjölskylda
hennar reka. Áhrif hennar í viðskipta-
lífinu eru því gríðarlega mikil.“
„Áhrif Baugs blasa við á öllum sviðum
íslensks þjóðfélags.“
„Kona sem þarf bara að smella
fingrum til að fá sínu framgengt.“
Sagt um Ingibjörgu
Pálmadóttur:
„Ein efnamesta kona landsins og í
stjórn stórra fyrirtækja þar sem hún
er stór hluthafi.“
„atkvæðamikil í viðskiptalífinu og
situr meðal annars í stjórn Baugs.
Hún hefur auk þess jákvæða og
sterka ímynd.“
Sagt um Rannveigu Rist:
„Brautryðjandi kvenna í íslensku
viðskiptalífi. mátaði sig í hlutverk
forstjóra alþjóðlegs stórfyrirtækis á
íslandi á undan öllum öðrum konum.“
„Þrátt fyrir ósigur í álverskosningunni
í Hafnarfirði efast enginn um að hún
er öflugasta konan í viðskiptalífinu.“
„Það hlusta allir þegar hún talar.“
Sagt um Kristínu
Ingólfsdóttur:
„sem rektor Háskóla íslands hefur
Kristín mikið um framtíðarstefnu-
mörkun menntamála að segja. Þegar
hún talar sperrir fólk eyrun, endar er
Hí að mörgu leyti uppspretta
framfara og sköpunar í þjóðfélaginu.“
„með róttækum hugmyndum um að
gera Hí að einum af 100 bestu
háskólum veraldar hefur henni á
stuttum ferli tekist að koma Hí á
dagskrá þjóðfélagsumræðunnar.“
„Hefur snúið vörn Hí í sókn í
samkeppninni á menntasviðinu.“
Sagt um Svöfu Grönfeldt
„Er töffari.“
„Beittari en aðrar konur í sambæri-
legri stöðu. Kemur úr beittu
viðskiptaumhverfi og mun skerpa
áherslurnar enn frekar í Hr.“
„tekur mikinn þátt í umræðunni. Er í
góðri stöðu til að móta framtíðarleið-
toga.“
Sagt um Dorrit:
„Óumdeilt drottningin yfir íslandi.
Forsetafrú á Bessastöðum sem þekkir
alla sem skipta máli hér á landi og
ekki síður erlendis.“
„Elskuð og dáð í listalífinu enda hafa
sambönd hennar skipt sköpum fyrir
fjölmarga listamenn.“
„Hefur tengslanet sem er milljarða-
virði.“
„Kemur úr þannig kreðsum og hefur
sósíaliserað með valdafólki alls staðar
að úr heiminum.“
„Þótt hún sé lítillát og hógvær gerir
hún mikið fyrir land og þjóð.“
Sagt um ófaglærða leik-
skólakennarann þinn:
„Elur upp börnin þín þótt þú tímir
ekki að borga henni nema helming-
inn af launum konunnar sem telur
peningana þína.“
Sagt um íslensku
menningarmóðurina:
„Valkyrjurnar sem keyra áfram
íslenska menningu: Þórunn sigurðar-
dóttir, Þorgerður Katrín gunnarsdótt-
ir, silja aðalsteinsdóttir, tinna
gunnlaugsdóttir, Katrín Hall, Laufey
guðjónsdóttir, margrét Hallgríms-
dóttir, Edda Jónsdóttir, signý
Pálsdóttir, svanhildur Konráðsdóttir,
Hrefna Haraldsdóttir, Þórhildur
Þorleifsdóttir, soffía auður Birgisdótt-
ir, Jórunn sigurðardóttir ofl. ofl.).“
2 43 5-7 5-7 5-7
Þessar voru einnig nefndar:
agla Hendriksdóttir, auður
auðuns, Bríet Bjarnhéðinsdóttir,
Elín sigfúsdóttir, guðbjörg
matthíasdóttir, guðný arna
sveinsdóttir, Halla tómasdóttir,
Hildur Petersen, „íslenska
menningarmóðirin“, Jórunn
sigurðardóttir, Lilja Pálmadóttir,
margrét Frímannsdóttir, margrét
Pála Ólafsdóttir, „ófaglærði
leikskólakennarinn“, ragnheiður
Elín Árnadóttir, sigríður
tómasdóttir, svava Johansen,
tinna gunnlaugsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Valgerður Sverrisdóttir Kristín Jóhannesdóttir Ingibjörg Pálmadóttir Dorrit Moussaieff
Vigdís Finnbogadóttir Rannveig Rist Kristín Ingólfsdóttir Inga Jóna Þórðardóttir Katrín Anna
Guðmundsdóttir
Svafa Grönfeldt Edda Rós Karlsdóttir
12-1412-1412-1410-1110-1198
ÁHRIFAMESTU