Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Blaðsíða 42
Föstudagur 4. maí 200742 Helgarblað DV
KONUR ÍSLANDS
Sagt um Ingibjörgu Sólrúnu:
„Fyrsta konan til að sigra raunverulegt
valdavígi karla og á eftir að vinna
fleiri. Lyfti heilli kynslóð kvenna til
áhrifa og hafði örlagaáhrif á þá
næstu.“
„Fyrsta konan sem gerir tilkall til
raunverulegra valda í stjórnmálum.
Fyrsta konan sem er ekki bara með,
heldur leiðir. Hefur ekki alveg náð að
fóta sig eftir að hún skipti um
vettvang en enginn skyldi afskrifa
hana.“
„Á fljúgandi siglingu eftir smá lægð.“
„sterkasta vopnið sem konur hafa í
jafnréttisbaráttunni akkúrat núna.“
„Er umdeild og hefði ekki sterka
andstæðinga nema vegna þess að
hún hefur áhrif.“
„sú kona á íslandi sem hefur náð
mestum árangri í jafnréttismálum.
Þurfum að koma henni til valda í
landsmálunum.“
Sagt um Þorgerði Katrínu og
Ingibjörgu Sólrúnu:
„standa hvað fremst af íslenskum
konum í stjórnmálum í dag. Burtséð
frá mögulegri útkomu í kosningun-
um í vor eru þær eins og stendur
mjög líklegir arftakar þjóðarskútunn-
ar á einn eða annan hátt, þær verða
hugsanlega valdamiklar sem er
verðmæti í sjálfu sér.“
Sagt um Björk:
„Er í svipaðri stöðu í íslensku þjóðlífi
og Halldór Laxness en þó ekki eins
umdeild.“
„stórkostlegur listamaður sem hefur
haft mikil áhrif. Hvetjandi fyrirmynd á
yngri konur og tónlistarmenn
almennt sem hljóta að líta upp til
hennar og afreka hennar.“
„mikilsvirt og með gríðarlegt
tengslanet.“
„Hefur óbein áhrif. Fyrirmynd sem fer
eigin leiðir.“
„greinilega ein stærsta fyrirmyndin
og „átoritet“ í þjóðlífinu.“
Sagt um Þorgerði Katrínu:
„Varaformaður stærsta stjórnmála-
flokks landsins og yfirmaður eins
mikilvægasta ráðuneytisins.
Vanmetin af mörgum. Ljóska sem
töggur er í.“
„Vill vera álitin töffari. Eina von
kvenna innan sjálfstæðisflokksins í
augnablikinu og um leið jafnréttis-
ímynd flokksins.“
Sagt um Valgerði Sverris-
dóttur:
„sú kona í stjórnmálum sem gegnir
áhrifamestu stöðunni í dag.“
„Valdamikill stjórnmálamaður.“
„Hefur haft mikil áhrif sem ráðherra í
ríkisstjórn til margra ára.“
„Er í valdamiklu embætti utanríkis-
IngIbjörg
Sólrún
áhrIfameSta
kona landSInS
Dómnefnd skipuðu:
arna schram blaðamaður, Ellý Ármanns þula og spámaður,
guðmundur magnússon sagnfræðingur, Hallgrímur
Helgason rithöfundur, Jakob Bjarnar grétarsson blaðamað-
ur, magnús r. Einarsson útvarpsmaður, margrét Krist-
mannsdóttir formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, Pálmi
Jónasson blaðamaður, Pétur gunnarsson bloggari, sigurður
Kári Kristjánsson alþingismaður, Þórhildur Elín Elínardóttir
grafískur hönnuður, Þórhildur Ólafsdóttir útvarpsmaður og
Þórunn Hjartardóttir myndlistarmaður.
Hver og einn tilnefndi fimm konur og rökstuddi val sitt.
Efsta konan á listanum fékk fimm stig, næstefsta fjögur og
svo framvegis.
1
Umsagnir:
ÁHRIFAMESTU