Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 17
DV Helgarblað Föstudagur 4. maí 2007 17
og dreifa þessum ofnum, þá fór ég
inn á nánast hvern einasta bæ sem
einhverju nafni nefnist í Bosníu.
Þetta var árið 1993. Stundum fylgdi
ég bílalestunum sem fluttu ofnana
fyrir okkur, en oftast nær var ég bara
einn að þvælast.“ Á þessum tíma
byggði Auðunn upp mikið tengsla-
net á svæðinu og öðlaðist mikla
þekkingu á því sem brýnast var að
bæta úr.
Verkefnið gekk vel og þegar upp
var staðið hafði Auðunn dreift ofn-
um inn á fimmtíu þúsund heim-
ili á Balkanskaga. „Á þessum tíma
var ég verkefnisstjóri fyrir þetta til-
tekna verkefni hjá Lútherska heims-
sambandinu. Í kjölfarið vildu þeir
hækka mig í tign og ég var gerður
að verkefnastjóra fyrir allt svæðið,“
segir Auðunn.
Hann segir að enda þótt þörfin
fyrir kyndingu á heimilunum hafi
verið brýn hafi ofnarnir ekki verið
vinsæl vara á þessum tíma. Þeir hafi
tekið mikið pláss í flutningum, pláss
sem fólk hafi jafnvel frekar viljað sjá
notað undir matvæli.
Matvæli fyrir hrjáða
Næsta verkefni sem rak á fjörur
Auðuns var að dreifa útsæði fyrir
korn, hveiti, kartöflur, lauk og fleira
inn á svokallað Bihac-svæði í Bosn-
íu. Víglína lá í gegn um héraðið og
íbúarnir áttu erfitt með aðföng. Það
var því brugðið á það ráð að flytja
útsæði á svæðið til þess að íbúarn-
ir gætu frekar bjargað sér með eigin
framleiðslu.
„Þetta var vorin 1994 og 1995.
Við fluttum nánast allt sem þurfti
inn á þetta svæði nema náttúrulega
áburð, en hann var bannvara vegna
þess að hann má nota til þess að
framleiða sprengiefni,“ segir Auð-
unn.
Auðunn stóð jafnframt að því að
byggja upp fiskeldi til þess að fram-
leiða matvæli fyrir sjúkrahúsin í
Bosníu. „Við vorum með fiskeldis-
stöð í bæ sem heitir Kojnic í Bosníu.
Við sáum um að útvega þeim seiði
og fóður í framleiðsluna.“
Hús fyrir heimilislausa
Á þessum tíma voru spjótin far-
in að beinast að því að byggja upp
húsnæði. Mikið af fólki, þjóðarbrot-
um og minnihlutahópum á hverjum
stað, hafði hrakist frá heimilum sín-
um, sem ýmist höfðu verið sprengd
eða brennd til grunna.
„Þetta starf okkar byrjaði í fjalla-
héruðum í grennd við Dubrovnik í
Króatíu. Megnið af þeim húsum var
friðuð hús og sögulega merkileg.
Það hafði í för með sér að við þurft-
um, lögum samkvæmt, að endur-
byggja þessi hús eins og þau voru
upprunalega smíðuð,“ segir Auð-
unn.
Verkefnið í endurbyggingu húsa
vatt upp á sig enda var þörfin mik-
il. „Þegar lokaátökin stóðu yfir, áður
en skrifað var undir Dayton-friðar-
samkomulagið, seinnihluta ársins
1995, þá hröktust þaðan tvö til þrjú
hundruð þúsund Serbar sem fóru á
vergang. Þetta fólk var að flýja und-
an átökunum og var á leið norður til
Serbíu. Það gerðist þarna að þetta
fólk kom inn á svæði sem var þétt-
setið af Króötum. Króatarnir hrökt-
ust þá frá heimilum sínum og úr
urðu mestu hörmungar.“
Það beið þeirra Auðuns, Sig-
urjónu og strafsfólks þeirra því að
vinna hörðum höndum við að finna
byggingarefni og leiðir til að koma
því inn á svæðið til þess að hægt
væri að gera híbýli fólksins vatns-
og vindheld. Einnig var unnið við
að tryggja aðgang að vatni og raf-
magni.
„Á sama tíma var verið að reyna
að finna lausnir til þess að finna
framtíðarhúsnæði fyrir allt þetta
fólk. Þetta var á seinni hluta ársins
1995 og fram á árið 1996.“
Ætlaði að hætta
„Þegar þarna var komið sögu
hafði ég tekið ákvörðun um að
hætta. Þetta hafði ég ákveðið að
hluta til vegna þess að mér þótti ég
ekki fá nógu mikið sjálfstæði til þess
að gera það sem ég taldi að þyrfti að
gera. Ég hafði orðið vitni að ýmsu
og tekið eftir hlutum sem ég taldi að
væri brýnt að bæta úr.“ Auðunn og
fjölskylda hans héldu því heim til Ís-
lands og voru þar í níu mánuði.
„Þegar ég var heima fórst þáver-
andi yfirmaður Lútherska heims-
sambandsins í Bosníu í bílslysi.
Hann hafði verið byrjaður á því
að huga að verkefnum með SIDA.
Þessar hugmyndir snérust um að
fara í stórt uppbyggingarverkefni í
Bosníu. Það voru ekki margir inn-
an Lútherska heimssambandsins
sem þekktu þetta svæði og það varð
úr að ég var fenginn til þess að fara
með Svíunum og skoða þetta. Sví-
arnir gerðu það á endanum að skil-
yrði fyrir þessari aðstoð að ég myndi
stýra henni,“ segir Auðunn.
Þetta verkefni snérist um að
endurbyggja þorp í sveitum Króatíu
og Bosníu og aðstoða minnihluta-
hópa við að flytja aftur heim til sín.
Þetta reyndist oft á tíðum erfitt starf
og mætti mikilli andstöðu sveitar-
stjórna á þessum svæðum. „Þetta
voru minnihlutahópar sem sumir
voru hreinlega ekki velkomnir aft-
ur heim til sín. Serbarnir vildu alls
ekki sjá múslimana koma til baka,
og öfugt.
Sveitarstjórnirnar unnu stíft
gegn því að þessir flutningar ættu
sér stað. Þannig að vinna fólst bæði
í því að endurbyggja húsin og líka í
því að auðvelda fólkinu flutningana
með viðræðum við sveitarstjórnirn-
ar. Í þessu vorum við að vinna árin
1997, 1998 og fram á árið 1999, þeg-
ar Kosovo-deilan kraumaði að nýju
og allt sauð up úr með öllum þeim
hörmulegu afleiðingum sem komu
í kjölfarið.“
Fyrstur til Kosovo
Auðunn segist hafa verið með
þeim fyrstu sem komu inn í Kos-
ovo, um mitt ár 1999. „Þarna vorum
við brautryðjendur í því að byggja
hús og endurbyggðum heilu þorp-
in. Við vorum farin að byggja hús í
Kosovo löngu áður en aðrir aðilar
voru farnir að flytja inn efni til bygg-
ingar. Þetta var fyrst og fremst vegna
þeirrar þekkingar sem við höfðum
orðið af svæðinu og þeim tengslum
sem við höfðum byggt upp við birgj-
ana. Þess vegna gekk okkur betur en
öðrum að koma byggingarefni inn á
svæðið,“ segir Auðunn.
Um þetta leyti tók Auðunn að
stýra sambærlegu uppbygging-
arverkefni í Bosníu. Hann varði
því helmingnum af tíma sínum í
Kosovo og hinum helmingnum í
Bosníu. „Þarna var ég titlaður sem
sérstakur tæknilegur ráðgjafi í upp-
byggingunni og starfaði á vegum
ACTA, sem eru eins konar regnhlíf-
arsamtök kirkna í hjálparstarfi.“
Þessi vinna stóð fram á vorið
2000, þegar válegir atburðir breyttu
stefnunni í lífi Auðuns og fjölskyldu
hans um tíma.
Hryggbrotnaði í bílslysi
„Ég hryggbrotnaði í alvarlegu
bílslysi í Bosníu, vorið 2000. Það
er í raun ótrúlegt hversu vel ég hef
náð mér og ég er heppinn að hafa
ekki lamast. Það brotnuðu tveir
hryggjarliðir.“ Auðunn var á leið til
Íslands í páskafrí þegar slysið varð
og Sigurjóna kona hans var þegar á
heimleið. Sigurjóna frétti af slysinu
skömmu eftir að hún lenti í Keflavík
og gerði strax ráðstafanir til þess að
halda út aftur.
Sigurjóna segir þessa reynslu
sennilega með því skelfilegasta sem
hún hafi upplifað. „Það var leigð
sjúkraþota sem flaug með okkur frá
Bosníu til Genf og Auðuni var rúll-
að inn á spítalann. Mér var sagt að
ég yrði látin vita af því hver staðan
á honum væri og myndi svo vera
send á hótel. Nóttin leið á sjúkra-
húsinu og ég heyrði ekkert af hon-
um tímunum saman og bjargaði
mér á endanum, hálförmagna inn á
hótel,“ segir Sigurjóna.
Í Genf var Auðunn undirbúinn
fyrir flutning til Íslands og nokkr-
um dögum seinna var hann kom-
inn í heimahagana. „Eftir þetta var
ég heima í endurhæfingu og þvíum-
líku í níu mánuði. Þetta ástand ent-
ist mér út árið 2000. Þá gafst tími VITUNDARVAKNING ER
VERÐMÆTARI EN PENINGAR
SIDA sænska þróunarsamvinnustofnunin, sIda, hefur fjármagnað þau verkefni sem
PEP International hefur unnið að. sIda ákveður í grófum dráttum til hvaða hluta
fjármagninu er varið og gegnir síðan eftirlitshlutverki með framkvæmdinni.
sjálfstæðar stofnanir og verktakar sjá um sjálfa framkvæmdina.
Framhald á
næstu opnu
Auðunn Bjarni Ólafsson
stofnun auðuns, PEP Inter-
national, hefur unnið þróunar-
starf og að uppbyggingu í
fyrrverandi lýðveldum
Júgóslavíu síðan árið 2001. Áður
starfaði auðunn á svæðinu fyrir
Hjálparstarf kirkjunnar og
Lútherska heimssambandið. Frá
því árið 1993 hefur auðunn
komið að endurbyggingu 6.000
húsa ásamt því að vinna að því
að styrkja stjórnsýslu og
lýðræðisframkvæmd í þorpum
og sveitum á Balkanskaga.
Auðunn og Sigurjóna „Við höfum alltaf leitast við að vera ekki of
lengi í sundur í einu. Hættan er að ef maður leyfir því að viðgangast þá
búi makinn sér til lífsmynstur sem hinn aðilinn passar ekki endilega
lengur inn í. Við höfum unnið saman og búið saman í fjöldamörg ár og
það hefur gert okkur náin.“