Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Blaðsíða 24
föstudagur 4. maí 200724 Umræða DV Eitt það mikilvægasta í samfélagi er að allir standi jafnt. Að kerfið geti ekki mismunað þegnunum. Þessi mikilvægi grunnur samfélags- ins var brotinn þegar ráðuneyti og Alþingi veitti verðandi tengda- dóttur umhverfisráðherra ríkisborgararétt með allt öðrum hætti en almennt er gert. Helsta embættisfólk þjóðarinnar braut jafnfræðis- regluna. Um það snýst skandallinn, ekki um ágæti þeirra konu sem fékk ríkisfangið. Hún er eflaust hin ágætasta manneskja og eflaust er sómi af því að hafa hana meðal annarra Íslendinga. Hún er fórna- lamb geðþótta, klíkuskapar og frekju fárra, fólks sem hefur verið treyst til að gæta jafnræðis, gæta þess að þegnarnir standi jafnt. Sú tíð á að heyra sögunni til að valdsmenn geti látið sérlög og sér- afgreiðslur gilda fyrir sig og sína. Íslendingar hafna þjóðfélagi Jón- ínu Bjartmarz og þeirra sem lögðu henni lið í sérkjörunum. Furðu vekur að enn og aftur er efast um heilindi þeirra sem segja fréttirn- ar. Allt er gert til að strá efasemd- um um þá fjölmiðla sem hreyfa við sérmáli ráðherrans. Verjendur Framsóknarflokksins hafa nóg að gera. Þvælan í Landsvirkjun hvarf í skuggann af ríkisfangsmálinu og eins sú staðreynd að Jónína Bjart- marz gerði ekkert með úrskurði Skipulagsstofnunar og Umhverf- isstofnunar varðandi sumarhúsa- byggð við Mývatn. Heimamenn í Mývatnssveit eru þess fullvissir að góður og gegn Framsóknarmað- ur náði sínu fram með aðstoð ráðherra, þrátt fyrir neikvæðar um- sagnir til þess bærra stofnana. Framsókn hefur lag á að koma sér í vanda. Það er ekki þeim að kenna sem benda á. Framsókn er einfær um vandræðin. Nú er upp- lýst að framsóknarmaðurinn í allsherjarnefndinni fékk félaga sína þar til að hleypa máli tengdadóttur ráðherrans til afgreiðslu á Al- þingi. Frekjan í honum og ráðherranum hefur bakað hinum í nefnd- inni mikil óþægindi. Þar sem ástæða er til að efast um flest sem sagt hefur verið í vörn málsins er ljóst að umfjöllun mun halda áfram og varnarmúr sérhagsmunanna mun falla. Ekki er annað hægt en að sýna það sem á bakvið er. Jafnræði þegnanna er mikils virði. Sérhagsmunir þeirra, sem telja sig yfir annað fólk hafið, mega ekki ná í gegn. Til að koma í veg fyrir það eru fjölmiðlar mikilvægir. Það eru þeir sem kæra sig um að veita ráðafóli aðhald. Hinir halda eflaust sínu striki. Sigurjón M. Egilsson Jafnræði og frekja Hugsunarlaust virðingarleysi Hún er fórnalamb geð- þótta, klíkuskapar og frekju fárra, fólks sem hefur verið treyst til að gæta jafnræðis, gæta þess að þegnarnir standi jafnt. Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StJórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStJóri: Hjálmar Blöndal ritStJóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStJóra: Janus Sigurjónsson HUGLEIKUR Tíminn og ráðningin Athygli vekur að Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglu- stjóri í Reykja- vík og fyrrver- andi yfirmaður efnahagsbrota- deildar Ríkis- lögreglustjóra, er á meðal umsækjenda um starf rík- issaksóknara. Nú velta sumir aðilar fyrir sér tímasetningu ráðningar nýs rík- issaksóknara og segja að verði Jón fyrir valinu verði hann ekki skipaður í embættið fyrr en eftir kosningar, verði annar fyrir val- inu verði kynnt um skipun fyrir kosningar. Stóra spurningin Einni spurningu er ósvarað vegna starfsloka Bjarna Ármannsson- ar, forstjóra Glitnis. Spurn- ing sem á án efa eftir að liggja eins og mara á mörg- um áhugasöm- um einstakl- ingum þar til henni hefur verið svarað. Með hliðsjón af fyrri afrekum Bjarna á hinum margvís- legustu sviðum íslensks mannlífs, og starfslokum hans nú, hljóta menn að spyrja sig í fullri alvöru og bíða spenntir eftir svarinu: Ætlar Bjarni að taka þátt í Glitnis- maraþoninu í ár? Þrjú prósent Bloggarar kættust mjög þegar Time valdi þá manneskju ársins í kringum síð- ustu áramót. Fögnuðu þá margir sigri enda sum- ir duglegir að halda merki bloggismans á lofti, þeirra á meðal Stein- grímur Sævarr Ólafsson sem hefur lengi dásamað ágæti blogg- ara og áhrif þeirra á umhverfi sitt. Sennilega hefur sömu mönnum brugðið þegar í ljós kom að að- eins þrjú prósent áhrifamanna í könnun Gallup sagðist taka mark á bloggum. Sandkorn Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttaStJóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritJóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStJóri: auður Húnfjörð Atvikið á þriðjudaginn, þegar ungt fólk með Tópasauglýsingar á mótmælaspjöldum frá Nóa-Sír- íusi blandaði sér í kröfugöngu verkalýðsfélaganna í Reykjavík, vakti athygli mína. „Vörukynning og góð- látlegt grín“ hafði Fréttablaðið eftir markaðsstjóra sælgætisframleiðandans. Hann skildi ekkert í upp- náminu og óánægjunni. Það er mikið talað um gjár í þjóðfélaginu um þess- ar mundir, ekki síst gjána á milli ríkra og hinna efna- minni. En getur verið að það sé að verða til önnur gjá sem ætti ekki síður að verða okkur að um- hugsunarefni? Gjá á milli þeirra, sem þekkja sögu og hefðir þessarar þjóð- ar og bera virðingu fyrir stofnunum og hreyfingum sem áttu þátt í að skapa hagsældarþjóðfélag nútím- ans, og svo hinna sem aldrei leiða hugann að liðinni tíð og orsakasamhengi hlutanna? Það er allt í lagi að gagnrýna verkalýðshreyfing- una. Hún þarf á því að halda. Það er líka í góðu lagi að grínast með hana. Það veitir ekki af svolitlum húmor í þjóðfélaginu. En allt hefur sinn tíma og sinn stað. Við leyfum okkur að stríða þjóðkirkjunni og jafnvel skop- ast með sögupersónur Heilagrar ritningar. En við ger- um það ekki í miðri guðsþjónustu! Það er óviðeigandi að mæta í hámessu verkalýðsfélaganna, kröfugöng- una og útifundinn 1. maí, með spjald sem á stendur Við heimtum Tópas! og annað í þeim dúr. Hugsanlega gæti það gengið ef það væri liður í þjóðfélagsgagnrýni sem hugsun og broddur væri í. Atvikið á þriðjudaginn var því miður ekki þeirrar ættar. Það var, held ég, hugs- unarlaust virðingarleysi fyrir fólki, hefðum og sögu. Það stendur kannski öðrum en mér nær að velta því fyrir sér hvers vegna ungu fólki, auglýsingagerð- armönnum og sælgætisframleiðendum, þykir ekk- ert athugavert við að nota 1. maí göngu verkalýðsfé- laganna fyrir vörukynningu og leikaraskap. Sennilega ber verkalýðshreyfingin sjálf mikla ábyrgð í þessu efni. Hefur líklega ekki velt nægilega fyrir sér stöðu sinni í breyttu þjóðfélagi. Og ekki brugðist við. Sumum finnst að kröfugangan sé orðin úrelt af því að við höfum það svo gott.. Einhverjir verkalýðsforingjar hafa tekið und- ir þetta og beinlínis gert tillögu um að félagsmenn stéttarfélaganna komi saman í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum þennan dag og stytti sér stundir við leiki með pulsur, kók og blöðrur. Líklega er skynsamlegt að verkalýðshreyfingin endurskoði dagskrá sína 1. maí. Jafnvel á róttækan hátt. Það eru jú liðin 74 ár frá fyrstu kröfugöngunni. En það er eitthvað óviðeigandi og fráhrindandi við hugmyndina um pulsusamkomu í Laugardalnum á verkalýðsdaginn. Hugmyndin er eitthvað svo sorgleg þegar saga verkalýðshreyfingarinnar er höfð í huga. Ég er hræddur um að slík samkoma mundi leiða það eitt af sér að hreyfingin tapaði því sem hún enn á af tiltrú og virðingu. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON sagnfræðingur skrifar „Það er allt í lagi að gagnrýna verkalýðshreyfinguna. Hún þarf á því að halda. Það er líka í góðu lagi að grínast með hana. Það veitir ekki af svolitlum húmor í þjóðfélaginu. En allt hefur sinn tíma og sinn stað“. kjallari Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús Fundur í miðborginni Á 3ju og 4ðu hæð Iðu-hússins eru tveir fallegir salir. Stærri salurinn tekur allt að 150 manns og minni salurinn 120 manns. Allur aðbúnaður og tæknibúnaður er fyrsta flokks; þráðlaus kerfi, nettengingar og aðstaða fyrir starfsfólk svo eitthvað sé nefnt. Lídó er glæsilegur salur á horni Ingólfsstræti og Hallveigarstíg. Salurinn tekur allt að 400 manns í sæti og hentar f ábærlega fyrir funda- og ráðstefnu- hald. Veisluþjónusta okkar er rómuð fyrir fjölbreyttar og spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu fag- mönnum. Við leggjum áherslu á sveigjanleika, enda eru kjörorð okkar: Ykkar ánægja er okk r m rkmið. Kynntu þér þjónustu okkar á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og við lögum okkur að þínum þörfum. Með kveðju, Hafsteinn Egilsson Staðsetning ráðstefnunnar eða fundarins er ekki síður mikilvæg en fyrsta flokks aðbúnaður og þjónusta.Við bjóðum allt þetta; frábæra sta s tni gu í hjarta borgarinnar, þrjá glæsilega sali með öllum nauðsynlegum tæknibúnaði og fyrirtaks veisluþjónustu. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.