Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Blaðsíða 19
kljúfa okkur út úr skömmtunarkerf-
inu og það var stórmál að reyna að fá
gjaldeyri, til dæmis.“
Óráðin framtíð
Nú sér fyrir endann á verkefn-
um Auðuns, Sigurjónu og starfsliðs
þeirra á Balkanskaga. Verkefni þeirra
fyrir SIDA standa út septembermán-
uð og eftir það er framtíðin að mestu
óráðin. „Við höfum þegar feng-
ið beiðni um að færa þessa vinnu
upp á næsta stjórnsýslustig, það er
að segja að vera milligönguaðili og
stýra samskiptum á milli samtaka
sveitarfélaga og ráðuneytanna.“
Auðunn segir að enginn botn sé
þó kominn í framtíð starfseminnar
og þá vitanlega framtíð þeirra hjóna.
sú aðferð sem þau hafa beitt í þróun-
araðstoð er ný af nálinni og miklar
líkur eru á að áhugi verði fyrir því að
fara í sams konar starf á öðrum víg-
stöðvum. „Við þurfum að selja þessa
hugmynd einhverjum sem eru til-
búnir að fjármagna þetta starf. Það
þarf ekkert endilega að vera Sænska
þróunarsamvinnustofnunin, það
gæti orðið hvaða stofnun eða sam-
tök sem er,“ segir Auðunn.
Sænska þróunarsamvinnustofn-
unin er aðili að þessu starfi PEP Int-
ernational og samkomulag er um
að stofnanirnar eigi aðferðafræðina
að jöfnum hlut. „Ef ekkert verður úr
áframhaldandi samstarfi með SIDA,
þá tek ég náttúrulega þetta konsept
og sel það áfram. Í öllu ferlinu höf-
um við spurt sjálf okkur hvernig við
myndum gera sams konar vinnu á
öðrum stöðum þar sem aðstæðurn-
ar eru öðruvísi. Þannig höfum við
óbeint undirbúið okkur undir það
að fara með þetta prógramm eitt-
hvert annað.“
En skyldi ekki vera kominn tími
til þess að hætta flakkinu og koma
heim? „Fólk hefur oft spurt okkur
að þessu og jafnvel í þeim dúr að
við þyrftum að fara að hætta þess-
ari vitleysu og gera eitthvað af viti.
Ég hef alla tíð kosið að líta á þetta
sem vinnu, frekar en eitthvert hjálp-
arstarf eða þess háttar. Við eigum
heimili á Íslandi sem við notum þeg-
ar við erum þar og komum þangað
reglulega. Svona er bara lífið.“
sigtryggur@dv.is
DV Helgarblað Föstudagur 4. maí 2007 19
FYRSTI HUGRAKKI
STARFSMAÐURINN
„Það er sennilega erfitt
fyrir fólk sem aðeins
hefur fylgst með stríð-
inu í kvöldfréttunum að
setja sig inn í þetta and-
rúmsloft, en málið er
að það var jafnvel erfitt
fyrir mig sem samt er
alin hér upp og var hér
allan tímann.“
Arijana Foric arijana gekk til
liðs við teymi auðuns Bjarna
Ólafssonar árið 1998. Hún segir
að mjög erfitt hafi verið að horfa
upp á alla eyðilegginguna sem
hlaust af styrjöldinni og erfitt hafi
verið að átta sig á því hvar ætti að
byrja. auðunn hafi þó óhræddur
farið inn á viðkvæmustu svæðin
til þess að átta sig á veruleikan-
um.
Endurbyggt þorpið Þorpið Hamabar-
ine í nágrenni sanski most í Bosníu er
eitt þeirra fjölmörgu þorpa sem auðunn
Bjarni vann að því að endurbyggja.
Húsin voru ekki eina vandamálið sem
blasti við því að oft á tíðum tilheyrðu
íbúarnir minnihlutahópum sem voru
síður en svo velkomnir heim til sín. Því
þurfti að beita samningum og fortölum
til þess að þessir fólksflutningar færu
friðsamlega fram.
44° 44°
42°
46° 46°
42°
18°16°14° 20° 22°
22°20°18°16°14°
Svartfjal laland
Í t a l í
R ú m e n í a
A l b a n í a
A u s t u r í k i
G r i k k l a n d
B ú l g a r í a
S A N
M A R I N O
S l ó v e n í a
K r ó a t í a
U n g v e r j a l a n d
B o s n í a o g
H e r z e g ó v í n a
S e r b í a
Makedónía
K O S O V O
Fyrrum Júgóslavía starfsemi PEP International, stofnunar auðuns Bjarna, hefur náð vítt og breitt um Balkanskaga. Fyrstu
árin fóru í að endurbyggja húsnæði fyrir fólk sem lent hafði á vergangi vegna stríðsátaka. síðustu ár hefur starfið aðallega
verið í makedóníu og albaníu, þar sem stofnunin hefur beint sjónum að lýðræðislegri framkvæmd.