Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 8
föstudagur 4. maí 20078 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Líki leiðtoga rænt Lögreglan í Búdapest, höf- uðborg Ungverjalands, leitar nú að líki Janos Kadar, síðasta leiðtoga kommúnista í land- inu. Samkvæmt frétt BBC var höfuðkúpu hans og nokkrum beinum rænt úr gröf hans ásamt íláti með ösku konu hans. Nálægt grafreitnum hafði verið skrifað á vegg að morðingi og föðurlandssvik- ari ætti ekki skilið að hvíla í vígðri mold. Kadar hafði verið við völd í landinu í þrjátíu og tvö ár þegar uppreisnin gegn kommúnistum var gerð. Öryggi hjálpar- starfsmanna ábótavant Árásum á hjálparstarfsmenn í Darfur í Súdan hefur farið fjölg- andi síðasta ár þrátt fyrir friðar- samkomulag. Af þessum sökum hafa erlendar stofnanir þurft að draga úr umfangi starfsemi sinnar á svæðinu samkvæmt frétt The Independent í gær. Tal- ið er að fjórar milljónir óbreyttra borgara hafi orðið fyrir barð- inu á átökunum en ekki hefur verið hægt að koma aðstoð til hátt í milljón manns. Í dag eru fjórtan þúsund hjálparstarfs- menn í landinu á vegum áttatíu stofnana. Drottningin heimsækir Bush Sex daga opinber heimsókn Elísabetar Englandsdrottingar til Bandaríkjanna hófst í gær. Þetta er fimmta heim- sókn hennar til landsins síðan hún tók við krún- unni samkvæmt frétt BBC. Í gær var drottningin viðstödd minn- ingarhátíð um þá sem drepn- ir voru í skotárás á nemendur í skóla í Virgínu-fylki nýverið. Drottningin og maður henn- ar ljúka heimsókn sinni með tveggja daga dvöl í Washington í boði George W. Bush forseta. Flutningur á minnismerki sem staðið hefur í höfuðborg Eistlands í hálfa öld er upp- spretta milliríkjadeilu Eistlands og Rússlands. Evrópusambandið hefur blandað sér í málið. Rússar segja Eistlendinga bera ábyrgð á deilunni og hafna ásökunum um að þeir beiti þá viðskiptaþvingunum. Allt í Bál og BrAnD vegnA styttu Ungliðahreyfing með tengsl við stjórnvöld í Rússlandi gerði aðsúg að sendiherra Eistlands í Moskvu á miðvikudag. Hún komst undan eftir að lífverðir hennar beittu tára- gasi á mótmælendur. Forsetisráð- herra Eistlands telur Rússa reyna að takmarka sjálfstæði landsins með aðgerðum sínum vegna máls- ins. Ástæðan fyrir deilunum er flutningur á minnismerki úr mið- bæ Tallinn, höfuðborgar Eistlands. Sovésk stytta Minnismerkið sem um ræðir er bronsstytta af hermanni Rauða hersins sem var reist í kjölfar enda- loka seinni heimsstyrjaldarinnar til minningar um þá hermenn sem létu lífið í stríðinu. Samkvæmt frétt The Times í gær lítur hins vegar meirihluti þjóðarinnar á minnis- merkið sem tákn fyrir hálfrar ald- ar yfirráð Sovétríkjanna í landinu. Eistlendingar halda því fram að tugir þúsunda landsmanna hafi verið drepnir í stjórnartíð Sovétríkj- anna og það var eitt af kosningalof- orðum núverandi forsætisráðherra í kosningunum í mars að láta fjar- lægja styttuna. Málið er hins veg- ar mjög viðkvæmt í landinu enda er fjórðungur íbúa þess af rúss- nesku bergi brotinn og efndu þeir til fjölmennra mótmæla í Tallinn í síðustu viku. Þar kom til átaka og lést einn mótmælandi og hundr- að fimmtíu og þrír særðust. Helm- ingur allra þeirra sem eiga ættir að rekja til Rússlands hefur ekki ríkis- borgararétt í landinu. Mótmæli við sendiráð Í kjölfar mótmælanna við sendi- ráð Eistlands þar sem ráðist var að sendiherra landsins sem og sendi- herra Svía hefur Evrópusamband- ið beint þeim fyrirmælum til Rússa að þeir passi betur upp á öryggi er- lendra sendifulltrúa í landinu. Seg- ist sambandið ætla að senda full- trúa sinn til Moskvu til að ræða málið. Fjölskyldur starfsmanna sendiráðsins hafa verið fluttar burt af ótta við frekari mótmæli. Ut- anríkisráðuneyti Rússlands segir þetta vera vandamál sem Eistlend- ingar hafi sjálfir valdið með því að flytja minnismerkið. Til marks um stemminguna vegna málsins skor- aði borgarstjóri Moskvuborgar á borgarbúa að kaupa engar eist- neskar vörur í ræðu sinni við 1. maí hátíðarhöld. Takmarka olíuflutninga Líkt og í deilum sínum við Úkraínu og Hvíta-Rússland hafa Rússar nú takmark- að flutning á olíu, gasi og bensíni til Eistlands. Lestir sem flytja vör- unar milli landa ganga mun hægar nú en vana- lega. Stjórnvöld í Moskvu vísa ásökunum um að þau beiti viðskiptaþvingunum á bug og segja viðgerðir á lestarteinum vera ástæð- una fyrir hægagangi lest- anna. Rússar flytja um tuttugu og fimm millj- ón tonn af eldsneyti í gegnum Eistland á ári hverju. Styttan stendur nú í her- mannakirkjugarði í Tall- inn. Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands Lofaði því að styttan yrði flutt í aðdraganda kosninga. líkt og í deilum sín- um við Úkraínu og Hvíta-rússland hafa rússar nú takmarkað flutning á olíu, gasi og bensíni til eistlands. Minnismerki um hermenn Rauða hersins ríkisstjórn Eistlands lét flytja styttuna rússum til mikillar reiði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.