Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Page 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Page 5
m Enn má nefna það vandamál, sem einstakir læknar og heilbrigðisstjórnir standa andspænis, þegar taka þarf ákvarðanir um forgangsröðun þjónustu. Þar geta rekizt á lögmál tölfræð- innar og þau siðalögmál, er við viljum halda í heiðri. Taka þarf til umræðu á hvern hátt stéttin skuli bregðast við, þegar um meint misferli lækna er að ræða, eða þeir brjóta lög félags- ins eða siðareglur. Mörg önnur mál hljóta að koma til umræðu, þótt ekki verði öllum gerð jafn ýtarleg skil. Tilgangur Læknaþings í ár er í mínum huga tvíþættur. Annars vegar sá, að veita fræðslu um þetta efni, sem ég tel læknum ekki síður nauðsynlega en um mörg önnur fagleg efni. Hins vegar er það von mín, að fyrirlestrar, hópvinna og almennar umræður leiði til íhugunar og skoðanaskipta, sem verði undirstaða áframhald- andi umræðu innan læknasamtakanna og leiði til vandlegrar endurskoðunar á Codex ethicus. Jafnframt er æskilegt, að fram fari við- ræður milli lækna og annarra heilbrigðisstétta, og þess vegna er samtökum þeirra boðið að senda fulltrúa á þetta Læknaþing. Fyrir hönd stjórnar Læknafélags íslands vil ég færa öllum þeim aðilum þakkir, sem lagt hafa hönd á plóginn við undirbúning þingsins. Auk áðurnefndra lækna vil ég nefna ritstjóra Lækna- blaðsins, þá Bjarna Þjóðleifsson og örn Bjarna- son, og formann fræðslunefndar, Árna Björnsson.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.