Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Side 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1977, Side 15
9 Sajnkvaant lögum Læknafélags Islands eru Alþjóðasiðareglur lækna lagðar til grundvallar þeim Codex Ethicus, sem félagið setur með- limum sínum. Með þessum Codex viðurkennir læknastéttin: 1. að hún er bræðralag, 2. að hún helgar sig þjónustu við alla menn í baráttu gegn sjúkdómum og verndun heilbrigði. 3. að hún gegnir ábyrgðarhlutverki og getur því aðeins vænst vegs og trausts af samfélaginu, að hún geri sér allt far um að vera vaxin þeim siðferðilega vanda, sem þekking, tcekni og félagslegt hlutverk leggja henni á herðar. CODEX ETHICUS 1. grein: Lækni ber ætíð að rækja starf sitt án manngreiningar- alits og af því vandlæti og og þeirri samviskusemi, að sjúklingar hans geti borið til hans fullt traust. 2. grein: Lækni ber ætíð að gera sér far um að fullnægja staðal- kröfum, sem starfsgrein hans lýtur hverju sinni. 3. grein: Lækni ber að gera sér far um að grundvalla starf sitt á fræðilegum umdirstöðum og vinnubrögðum, sem vísindin almennt viðurkenna. 4. grein: Það er meginregla, að lækni er frjálst að hlýða sam- visku sinni og sannfæringu. Hann getur, ef lög eða úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvaEma læknisverk, sem hann treystir sér ekki til að bera á- byrgð á, t.a.m. vegna vöntunar á nauðsynlegu trúnaðarsambandi. 5. grein: Lækni ber að vera minnugur ábyrgðar sinnar. Honum er ósaanandi að takast á hendur nokkra sýslu, er skerðir sjálfstæði hans sem læknis. Honum er skilyrðislaust óheimil hver sú aðgerð, er gæti veikt andlegt eða líkamlegt viðnám nokkurs manns. Honum er skylt að virða mannslíf og mannhelgi. Neyti hann við læknisverk lyfja, sem slæva dómgreind hans og at- hygli, er hann sekur um misferli. 6. grein: Lækni ber að auðsýna atarfsbrssðrum sínum og heilbrigð- isyfirvöldum samstarfsvilja um allt, sem miðar að eflingu al- mennrar heilbrigði. 7. greiji: Lækni er skylt að veita sjúklingi nauðsynlega læknis- hjalp í viðlögum, nema hann sé þess fullviss, að hún verði veitt af öðrum. 8. grein: Lækni ber að auðsýna sjúklingi sínum þá umhyggju og

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.