Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Side 6

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Side 6
4 Grundvöllur sjúkdómsgreiningarinnar var löngum byggður á dæmigerðri sögu og skoðun eins og fram kemur í meðfylgjandi sjúkraskrárúrdráttum. 111 véfengjanlegir þættir til greiningar eru yfirvofandi eða orðið fár (addisonian crisis) og fundur ger- sýktra- eða rýrra nýrnahettna við krufn- ingu. Undirmáls og óaukanleg steragildi í þvagi eða blóði hefur þó orðið aðaltólið í greiningunni einkum undanfarna 2 áratugi. Steramælingar á sjúklingahópnum voru aðstaðnar misjafnlega og veldur þar mestu tækniþróun í framkvæmd mælinganna sem slíkra á umræddu tímabili. í upphafi þess voru engar tiltækar, en síðan koma smám saman mælingar á 17-ketósterum (17-KS) og 17-hydroxysterum (17-OHCS eða 17- KGS) í þvagi og loks beinar ákvarðanir cortisóls í blóði. Steramælingar í hópnum eru fernskonar: 1. Niðurstöður fengnar fyrir meðferð sj.skr. 8, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20). 2. Niðurstöður fengnar eftir stöðvun meðferðar í 7-—10 daga með eða án ACTH-hvatningar (sj.skr. 7, 9, 11, 12). 3. Niðurstöður fengnar eftir tímabundna stöðvun cortison- eða prednisolon-með- ferðar og notkun dexamethazone þeirra í stað í 7—10 daga ásamt skamm- eða langvirkri adrenocortico- tropískri hvatningu (sj.skr. 3, 4, 5, 6, 10). 4. Niðurstaða úr sýni á meðferð (sj.skr. 13). Könnun hinna klínísku einkenna efnivið- arins beindist að ákvörðun markandi kvart- ana í sögu og einkenna við skoðun eins og fram kom í sjúkraskrám og við eftirskoð- anir. Gaumur var gefinn að þróun sjúk- dómsgreiningartækninnar á tímabilinu. Loks var nákvæmlega litið eftir klínískum teiknum sjálfsónæmisröskunar og mótefna- mælingar gerðar með sendingu sýna til Statens Serum Institut og Medicinsk Laboratorium í Kaupmannahöfn. Kostað var kapps um, að orsakafræðileg skipting efniviðarins væri studd óvilhöllum forsendum. Fullmótun þeirrar fyrirmyndar hefur tekið breytingum og þróazt í núver- gndi mynd sína allar götur frá þvi, að fyrstu sjúkdómstilvikunum var lýst fyrir liðugum 120 árum! Berklaskemmd nýrnahettnanna, sem valdur NHBV var lengi vel í fyrirrúmi, en torkennilegri rýrnun þeirra „væntanlega^ af bólgu“ var þó veitt athygli í einu tilvika hinnar fyrstu lýsingar! Is Með minnkandi algengi berkla hefur hlutur þeirra í tilurð NHBV farið síminnkandi úr 80—90% á öndverðri þessari öld í 15—30% undan- farna áratugi! Að sama skapi hefur hlutur óútskýrðrar rýrnunar nýrnahettubarkarins („idiopathic atrophy“) vaxið. Áhöld þykja um það, hvort eiginleg aukning slíks hafi átt sér stað eða sýndaraukning aðeins vegna fækkunar berklatilkomnu skemmd- anna!'12 í samræmi við þetta fylla nú til dags hópinn, sem að enskum hætti nefnist „idio- pathic Addison’s disease“ (IAD) sjúklingar með óyggjandi NHBV, en án sögu eða sönn- unargagna um berklasýkingu, nema þá væga og tiltölulega nýtilkomna, en talið er, að berklaskemmd nýrnahettnanna eigi sér mjög langan aðdraganda.2r’ Rýrar, vart finnanlegar nýrnahettur við krufningu (eða in vivo) útiloka berklaorsök ævinlega og hið sama gera jákvæð nýrnahettubark- ar-mótefni (NHB-ME) sennilega líka.20 Berklatilkoma NHBV þykir klíniskt sönnuð, ef samfara berklasögu sjást kalk- anir nýrnahettusvæðanna á röntgen, og/ eða saga víðfeðmra utanlungnaberkla með eða án ummerkja um blóðborna útbreiðslu þeirra. Þessi flokkur táknast með skamm- stöfuninni TAD (tuberculous Addison’s disease)!0 Þeir, sem hafa sögu um berkla eða merki um berklasýkingu án nokkurs pata af blóð- borinni útbreiðslu, ómælanleg mótefni nýrnahettubarkar í blóði og hvorki tengsl við, né teikn um röskun sjálfsónæmis, verða með engu móti flokkaðir undir ör- uggan hatt og fylla þann flokk, sem á ensku kallast „unidentifiable Addison’s disease“ eða UAD!° Sjúklingar með NHBV hafa ýmsa aðra innkirtlakvilla oftar en gengur og gerist, t.a.m. hefur „Scmidts’syndrome“ verið þekkt læknisfræðileg staðreynd frá 1926, en það er samfylgd NHBV og skjöldungs- vana.r’ 0 10 Sannleiksgildi þessa hefur verið staðfest í fjölda kannanna undanfarandi

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.