Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Side 14
12
samkvæmt sjúklingi, mjög ernum, 30 árum
síðar. Klassísk anemia perniciosa var greind
einnig 30 árum eftir NHBV, og sjálfs-ónæmis-
þátturinn staðfestur með jákvæðum „sýru-
frumu“-mótefnum. 1 nóv. 1976 er sjúklingur
klíniskt greinilega með eðlilega skjaldkirtils-
starfsemi (euthyroid) og það staðfest með Tt
mælingu innan eðlilegra marka, en TSH mælist
nær 5 falt hærra en eðlilegt á að telja. Kyn-
kirtlastýrihormón 33 árum eftir tíðastöðvun
samrýmast gildum, sem mælast innan 15 ára
frá tíðabrigðum. Þetta útilokar tæplega, að
sjálfsónæmis„eyðilegging“ eggjastokka geti
ekki hafa verið orsök tíðastöðvunar á sínum
tíma. Sjálfsónæmisorsök er augijós í tilurð
sýruleysis í maga og B12-skorts blóðleysis og
þvi nærtækast að álykta slíka orsök í nýrna-
hettubarkarvananum.
Sjúkrasaga IV:
Þ.Þ., sjómannsekkja, f. 01.03.1885, í Dýra-
firði, búsett á Isafirði 1896—1933, síðan i Rang-
árvallasýslu og Keflavík, var lögð inn á lyf-
læknisdeild Landspítalans 22.09.1953, 68 ára
gömul, með sjúkrasögu um vaxandi slappleika
frá því um vorið, samfara auknum dökkva
húðar, sem leiddi héraðslækni staðarins (Björn
S.) til þess að greina nýrnahettusjúkdóm og
hefja cortisone meðferð. Sjúkl. líkti húðdökkv-
anum við það sem hendurnar væru alltaf i
skolpi. % mánuði fyrir komu fékk sjúkl. ein-
hvers konar uppákomu og jókst þá máttleysið
svo mjög, að sjúkl. varð rúmföst og jafnframt
fékk hún lystarleysi með ógleöi og uppköstum
og varð gífurlega þorstlát með saltbragð í
munni. Mikil hægðatregða undanfarið.
Heilsufarssaga: Lögð inn á sjúkrahús 1923
vegna blóðspýju. Lá á Sólheimum 1935 vegna
nýrnasteina.
Skoöun viö komu: Greinilega þurr, með mjög
dökka húö almennt, en sér í lagi i andliti og á
höndum, en ekki litarblettir í munnslímu. 156
cm á hæð, 74.6 kg eð þyngd. BÞ 110/70, púls
92/mín. reglulegur. Strax komudaginn sett á
DOC 10 mg i.m. og jafnframt gefið cortisone í
töflum, 1 tafla daglega. Na og K var ekki mælt
fyrstu dagana og síðan sitt í hvoru lagi, og
mældust þannig bæði hyperkalaemia og
liyponatraemia, aðrar blóðrannsóknir ekki
merkilegar. Brjóstmynd sýndi grisjótta íferð á
báðum lungnatoppum. Á nýrnamynd var ekki
að finna kölkun á nýrnahettusvæðum. Sjúk-
lingur lá á deildinni i 4% mánuði og var BÞ
mjög á flökti, frá 100/65 til 170/100. Útskrifuð
06.02.1954 á cortisone töflum 1 daglega.
Innlögð síðar tvisvar með teikn um nýrna-
sýkingar á sjúkrahús í Reykjavík, en vinna
tókst bug á sýkingunum auðveldlega. 1972 var
hún innlögð á lungnaskurðdeild Landspítalans
vegna gruns um miðmætisæxli, en það reyndist
vera góðkynja vökvafyllt holrúm. 1 þeirri legu
var mælt fastandi cortisol fyrir og eftir ACTH
hvatningu og reyndust allar cortisolmælingar
(5.8 og 6 mcg%) undirmáls. I febrúar 1975 var
cortisone meðferð hætt í bili og sjúklingur
sett á decadron og síðan gert langt synacthen
próf. Serum cortisol var tekið fyrir og eftir
synaethen-gjöf og reyndust gildin 2.2 og 5.1
mcg%. Nýrnahettubarkamótefni í blóði mæld-
ust ekki.
Umsögn: Dæmigerð sjúkrasaga um NHBV.
Staðfesting greiningarinnar kemur í kjölfar
fár-einkenna eins og lýst er og þess utan eftir
langt synacthen próf í febr. 1975. Þ.Þ. er fyrsti
sjúklingur islenzkur, sem fær cortisone með-
ferð frá upphafi. Orsök NHBV hjá þessum
sjúklingi er ekki ákvarðanleg, engar mótefna-
mælingar voru gerðar og röntgenrannsóknir
leiddu ekki í ljós örugg teikn um berkla önnur
en möguleg i lungum og sjúklingur hafði sögu
um blóðuppgang 30 árum fyrir greiningu. Þar
af leiðandi flokkuð sem „UAD“.
Sjúkrasaga V:
B.G., ókvæntur sjómaður frá Keflavik, f.
23.03.1920, var innlagður í skyndi þann 26.04.
1956 á lyflæknisdeild Landspítalans vegna afar
mikils vanmættis eftir 10 daga veikindi með
sótthita samfara hósta, brjóstþyngslum og upp-
gangi, á köflum blóðlituðum. Algjör ólyst þenn-
an tíma og ógleöi svo mikil, að engum vökva
varð niðri haldið. Hafði svipuð einkenni 6 vik-
um áður, sem hann náði sér af eftir viku rúm-
legu.
Heilsufarssaga: Greinir frá 3 spítalalegum á
handlæknisdeild Landspitalans 1945, 1947 og
1950 vegna berkla í hné, sáðlyppu og hrygg.
Tvær fyrst nefndu greiningarinnar voru sann-
aðar vefjafræðilega. Sjúklingur átti systur, sem
hafði haft lungnaberkla og var mikið um það
í ættum. Ættarsaga að öðru leyti ómarkverð,
utan þess að móðir hafði sykursýki.
Skoöun: Gífurlega þurr og svo slappur, að
hann getur tæplega reist höfuð frá kodda,
sljór, en þó viðræðuhæfur. Dæmigerður Addi-
soniskur dökkvi húöar og munnslímu. BÞ útaf-
liggjandi 100/65.
Rannsóknir viö komu: Bióðurea 250 mg%,
hgb. 105%, hvcblk. 5650, deilitalning sýndi 14%
stafi, en annars eðlileg. Sökk 47 mm. Na:
143 mEq/1, K: 4.8 mEq/1. Þ. 02.05. var Na: 118
mEq/l og K: 8.2 mEq/l. Rtg.mynd af lungum
var dæmd eðlileg.
Gangur og meöferö: Sjúklingur fékk við
komu saltvatn og sykurlausn í æð, en fór
fljótlega i lost með fár- (crisis) einkennum. Á
4. degi hitahækkun og enn alvarlegri lostein-
kenni með BÞ 55/35. 03.05. var hafin DOC og
cortisone meðferð og hjarnaði sjúkl. strax við.
I legunni var skotið undir húð 5 100 mg DOC
töflum. Til og með 1962 var sjúkl. lagður inn
á 10—12 mánaða fresti til endurinnsetningar
DOC taflna og virðist hann í mismargar vikur
fyrir innlögn hafa fundið fyrir saltskortsein-
kennum, þ.e.a.s. svimakennd og slappleika, enda
ævinlega með mjög lágan eða undirmáls BÞ
og mælda hyponatraemiu og hyperkalaemiu.
Sjúkl. útskrifaðist eftir hverja þessara lega á
cortisoni, venjulegast 25 mg daglega.
Á milli 1962 og 1974 eru litlar spurnir af