Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Qupperneq 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Qupperneq 24
 SYNACTHEN DEPOT -er vatnsdreifa af P1-24 kortíkótrópínhexaasetati (NFN: tetrakósaktíð) við- festu zínkfosfati. Synacthen Depot er fyrsta fjölpeptíðið með langvarandi ACTH-áhrifum. Heil- brigðar nýrnahettur bregðast við áhrifum frá Synacthen Depot með því að auka mjög kortísólframleiðsluna þannig að aukin kortísólþéttni helst í 24—36 klst. ásamt enn lengri lækningaáhrifum. ÁBENDINGAR Bráð og erfið ofnæmiseinkenni, t.d. Quinckes bjúgur og ofnæmisútþot. Bráð versnun sjálfofnæmissjúkdóma, t.d. langvinnrar liðagigtar, átuhelluroða (lupus erythematosus disseminatus), ristilsárabólgu. Tilteknir sjúkdómar í miðtaugakerfi, t.d. bráð versnun á dreifðu heila- og mænusiggi (bakaugnataugabólga), taugarótabólga, útlægt (peripheral) andlits- aflleysi. Gegn sjúkdómum, þar sem barksterar eiga við, en notkun þeirra hefur ófull- kominn árangur borið. SKÖMMTUN Að jafnaði eru 0,5—1 mg gefið í vöðva tvisvar í viku eða með lengra millibili eftir því hversu lengi sjúklingurinn helst einkennalaus. í bráðum tilvikum eða sé barksteragjöf hætt er 1 mg gefið daglega í 3 daga (e.t.v. annanhvorn dag). — Þegar æskilegur árangur hefur náðst er bilið milli gjafanna lengt. Ef um lítil börn eða ungbörn er að ræða er skammturinn helmingaður eða fjórðungaður eftir því sem við á. CIBA Lykjur á 1 mg Pakkningar með 1 eða 10 lykjum. Hettuglös á 2 mg Pakkningar með 1 eða 5 hettuglösum. Einkaumboð á Islandi: STEFÁN THORARENSEN H.F. Laugavegi 16, Reykjavík, s. 24050

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.