Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 6

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 6
6 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 kvað hann þetta vera taugaveiki. Enginn annar veikist á heimilinu, en hún lést stuttu síðar. Drengurinn hennar, sem hét Sigurður, ólst upp á Útnyrðingsstöðum og varð bóndi að Lönguhlíð á Völlum. Sigríður systir mín var fædd 1910. Hún bjó lengst af á Útnyrðingsstöðum. Hún giftist Gústafi Ásbjörnssyni frá Akranesi og eignaðist með hon- um eina dóttur, Önnu Sigríði. Gústaf varð skammlífur og giftist Sigríður síðar Tryggva Sig- urðssyni. Eignuðust þau eina dóttur, Elínu. Guðlaug, eða Lauga eins og hún var ætíð köll- uð, fór í skóla til Þorsteins móðurbróður okkar sem þá bjó á Borgarfirði eystra og hélt þar ung- lingaskóla. Hún braust áfram af eigin rammleik, fór í Kennaraskólann og útskrifaðist árið 1923. Hún kenndi lengst af í Vallahreppi og Skriðdal, en heimili hélt hún á Útnyrðingsstöðum vel fram á tíræðisaldur. Ótalin eru þau ungmenni, sem hafa haft þar sumardvöl og hefur hún mörgum unglingi til manns komið. Við lát móður minnar tók hún við húsforráðum á Útnyrðingsstöðum og jafnframt var hennar hlutverk að ganga mér í móðurstað, en það má vera erfitt fyrir systur að koma í móðurstað á þeim aldri sem ég var á. Hún lést árið 1993. Uppvaxtarár að Útnyrðingsstöðum Ég mun hafa verið fimm til sex ára gamall er ég veiktist hastarlega af liðagigt, Reiters-sjúkdómi, og bólgnaði um hnjáliði og augu svo ég gat næst- um ekkert séð í heila viku. Ég var reiddur á hesti í veg fyrir lækni að Ketilsstöðum á Völlum. Hann leit á mig og sagði svo: „Látið strákinn taka lýsi!“ Faðir minn var vanur að fara til Mjóafjarðar á hverju hausti og þetta haust kom hann með einar sex þriggja pela flöskur af lýsi. Þetta kláraði ég um veturinn og hef síðan oftast nær tekið lýsi. Það var mjög gestkvæmt á Útnyrðingsstöðum og oft voru þar næturgestir, þar sem leiðin til fjarða lá hjá bænum. Einn gestur, sem oft gisti á Útnyrðingsstöðum, er mér mjög minnisstæður. Það var Magnús Blöndal Jónsson prestur. Hann var víst fremur vinafár á Austurvöllunum. Ég man vel eftir presti þegar hann gekk um gólf í piltastofunni og spilaði með fingrunum á smápen- inga í vösunum. Ég hlaut að líta upp til svona manns. Hann hrósaði líka lundaböggum móður minnar. Faðir minn var á þessum tíma sæmilega efnaður og átti eitthvað inni á reikningi. Séra Magnús safnaði fé hjá ýmsum hinna betri bænda á Upphéraði, fyrir togarafélag sem gerði út frá Eskifirði. Faðir minn bar það undir séra Magnús, hvort hann ætti ekki að leggja peninga í togarafé- lagið og útgerðina þar. Þetta gerði hann eitt sinn þegar prestur gisti á Útnyrðingsstöðum. Um morguninn áður en prestur fór tók hann föður minn tali útundir vegg og réði honum frá því að leggja fé í fyrirtækið. Stuttu síðar var togarafélag- ið lýst gjaldþrota og misstu margir allt sem þeir höfðu lagt í þetta fyrirtækið. Annar gestur mér minnisstæður var Kjarval. Þorsteinn móðurbróðir minn og Kjarval dvöldu á Útnyrðingsstöðum í vikutíma þegar ég var fimm eða sex ára. Málaði Kjarval þar myndir af bæn- um, fjöllunum Snæfelli og Sandfelli og af Kvía- holtinu, þar sem var leikvangur allra þeirra barna sem alist höfðu upp á Útnyrðingsstöðum. Kjarval rölti um allt svæðið, á meðan hann var að mála myndir af fjöllunum. Hann virtist vera mjög fá- tækur af litum og var sífellt að kreista túpurnar til að ná í litina og þetta kom fram á striganum, það grisjaði sumstaðar í hann. Ég elti hann um túnið og horfði á hann. Hann talaði aldrei orð við mig, en það gerði ekkert til, ég horfði hugfanginn á alla litina sem fóru úr pensli hans á strigann aðra eins litadýrð hafði ég aldrei séð áður. Ég var snemma læs og var sífellt lesandi, las meðan ég borðaði, las við tunglsljós þegar það var hægt því ekki mátti maður vera með opinn eld. Ég gleypti í mig Islendingasögurnar, útgáfu Sigurðar Kristjánssonar en gekk dálítið illa að hafa mig fram úr með fyrstu bækurnar. Á eftir íslendinga- sögunum komu svo fornaldarsögurnar og svo tóku aðrar við þár til að á heimilinu var ekki annað eftir en Biblían en ég gafst alveg upp á henni. Hún var of torskilin fyrir mig. Sumarið eftir að móðir mín dó finnst mér hafa verið mjög sólríkt og milt. Ég var mikið úti, engir krakkar til að leika sér við en það gerði ekkert til, ég vildi helst vera einn. Ég rifjaði upp í huganum íslendinpasögurnar og bætti jafnvel við ef svo bar undir. Ég smíðaði mér vopn, svo sem öxina Rimmugýgi, en hún reyndist ekki eins traust og sú sem Skarphéðinn átti því hún brotnaði í mosa- þúfu þegar á reyndi. Kúarekstur var mitt starf og rak ég kýrnar oft langa leið, allt upp í Skollakvíar sem eru sléttir hjallar, myndaðir af framhlaupi úr fjallinu lítið eitt hallandi. Mér dvaldist oft í efri hjallanum þar voru býsn af brekkusniglum. Undan hjöllunum komu lindir, þar fékk ég mér að drekka, vatnið var svo gott, tært og svalt. Ég þræddi lækina í skóginum og safnaði saman smásteinum og geymdi á vissum stöðum í lækjarfarveginum og kom svo þarna við til að skoða þá og velta þeim fyrir mér. Ekki má gleyma krumma, hann hélt til í skóginum. Ég sat tímunum saman og hermdi eftir honum og ef ég breytti um hljóð átti hann það til að ýfa sig og hoppa í vonsku. Þetta sumar meiddi ég mig í vísifingri vinstri

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.