Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32
17
Friðbjörg Sigurðardóttir og Þorsteinn Sigurðsson og synir þeirra: Finnur, Þórhallur, Jón Sigurður,
ívar Sigurður, Þorsteinn Hróar.
maga og var hann með blóðgjöf í báðum hand-
leggjum. Skyndilega lenti vélin í niðurstreymi og
féll, ég veit ekki hvað mikið, þetta var mjög
ónotaleg tilfinning, mér sýndist sjúklingurinn lyft-
ast frá sjúkrakörfunni sem snöggvast svo kom
höggið og fallið var búið. Flugstjórinn leit bara
glottandi til mín hækkaði svo vel flugið og tók
stefnuna beina leið til Reykjavíkur.
Björn Pálsson var snillingur að fljúga en hann
flaug aldrei blindflug. Hann sótti eitt sinn ung-
lingspilt til Djúpavogs fyrir mig, ég var þá farinn
frá Djúpavogi en beðinn um að sækja þennan pilt.
Hann hafði hrapað í klettum og var talsvert
meiddur. Ég hringdi í Björn og bað hann að koma
og hann kvaðst skyldi fara til Egilsstaða, taka mig
með og fljúga svo til Djúpavogs. Ég hringdi til
þeirra á Djúpavogi og bað þá að aka jeppa eftir
flugbrautinni. Það höfðu verið rigningar undan-
farið. Björn kom í Egilsstaði og tók mig með.
Nokkur þokuslæðingur var og þegar við komum
innundir Öxi, en það er fjallvegur sem liggur til
Berufjarðar, hnykklaðist skyndilega þokan á
móti okkur svo hratt að Björn þurfti að snar-
beygja vélinni til þess að lendi ekki á kafi í þok-
unni. Mér fannst vélin ætla að stefna í klettana og
varð verulega skelkaður. Hún slapp og við reynd-
um við Breiðdalsheiðina og þar sluppum við nið-
ur í Breiðdalinn og svo með ströndinni til Djúpa-
vogs. Þegar þangað kom leist okkur ekki á völl-
inn, það voru alldjúp för eftir jeppann en Björn
var ekki að hika, það var lágt í sjó og hann renndi
sér niður í vík skammt frá vellinum. Ég bjó um
piltinn til bráðabirgða og lét umbúðir á hann.
Hann var brotinn um aðra öxlina og skrámaður
eftir fallið. Svo tók Björn sig upp aftur þarna í
víkinni með mig og piltinn og flaug til Egilsstaða,
setti mig þar af og flaug suður til Reykjavíkur.
Héraðslæknir á Fljótsdalshéraði
Það voru þröng og léleg húsakynni sem við
fórum í þegar við komum til Egilsstaða frá Djúpa-
vogi. Við vorum komin með þrjú börn en þetta
átti ekki að vera til langframa. Strax fyrsta daginn
var hringt í mig og ég boðinn velkominn en þetta
kall kom ekki úr mínu héraði, Norður-Egilsstaða-
héraðinu. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að
Héraðsbúar bæði austan og norðan Lagarfljóts
höfðu búið í einu héraði sem síðan hafði verið
skipt upp í tvö vegna einhverrar óánægju íbúa
norðan fljótsins. Almennt var allt Héraðið ein
heild í huga fólksins. Þetta átti eftir að valda
leiðindum og misskilningi, stundum. Ekki var
heldur um samveru læknanna að ræða, þar sem
áður var búið að kljúfa Héraðið í tvennt. Var