Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 18
18
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32
þessi klofningur spor aftur á bak þegar farið var
að tala um að byggja yfir lækninn í Norður-Eg-
ilsstaðahéraði. Oddvitum hreppanna fannst sjálf-
sagt að greiða atkvæði um hvort byggja ætti á
Egilsstöðum eða á Fossvöllum og þar með gæti
eyðilagst möguleiki fyrir læknana að vinna sam-
an. Fundur var haldinn og atkvæði greidd um það
hvort byggja skyldi á Fossvöllum eða á Egilsstöð-
um. Þátttaka var lítil og aðeins einn oddviti mætti
fyrir þá norðan fljóts en fjórir að austan. Atkvæði
fóru þannig að tveir greiddu Fossvöllum atkvæði
en þrír Egilsstöðum þannig að þar skyldi aðsetrið
vera og nákvæmlega að Lagarási 22.
Bygging hússins að Lagarási 22 gekk vel og við
fluttum inn 1956. Á þessum tíma var mikið notað-
ur vikur í húsgrunna. Þetta var í sjálfu sér gott
einangrunarefni, svo framarlega sem grunnurinn
var þurr og engin hætta á að jarðvatn kæmist inn í
þá. Vildi verða á þessu misbrestur og gat orðið til
stórtjóns á hitaleiðslum auk þess að valda raka í
húsunum.
Læknarnir á Egilsstöðum höfðu jafnframt ann-
ast lyfjasölu en los komst á hana þegar læknar
fóru að standa styttra við fyrir austan en verið
hafði og margir þeirra kærðu sig ekki um að hafa
lyfjasöluna. Og smátt og smátt fluttist lyfjasalan
yfir til mín. Eg lét innrétta lyfjastofuna og lyfja-
búrið saman og var það til að spara tíma. Gat ég
tekið til lyf og jafnframt spjallað við sjúklingana á
meðan, en biðstofa var lítil og rúmaði aðeins þrjá
til fjóra í senn. Síðar réð ég ágætar stúlkur til að
annast afgreiðslu lyfja, sagði þeim hið nauðsyn-
legasta sem þurfti að vita og varast. Þessar stúlkur
reyndust mjög vel, voru samviskusamar og reglu-
samar. Þær sem unnu hjá mér voru í tímaröð
taldar: Bergljót Haraldsdóttir, Þóra Vilbergs-
dóttir og síðast Aðalbjörg Sigurðardóttir. Árið
1977 seldi ég Hjálmari Jóelssyni lyfjafræðingi
apótekið.
Fljótlega eftir að við höfðum komið okkur fyrir
á nýja staðnum ákvað ég að koma á föstum við-
talstíma. Öll undanfarin ár hafði enginn fastur
viðtalstíma verið hjá þeim læknum sem á undan
mér höfðu starfað. Ég auglýsti síðan viðtalstíma
minn, en vegna fjarlægðar nyrstu hreppanna,
Jökuldals og Hlíðarhrepps, hafði ég viðtalstím-
ann langan, frá klukkan níu til 12 og eitt til fimm.
Það mun hafa verið rúm vika eða svo frá því að ég
setti þennan viðtalstíma að til mín kom Stefán
Pétursson, en hann var forstöðumaður sjúkra-
skýlisins. Var hann með bréf í höndunum frá
almennum fundi í Fellahreppi. í þessu bréfi var
kvartað yfir nýsettum viðtalstíma, tíminn væri of
stuttur og fara þeir fram á að einnig sé opið milli
12 og eitt. Ég segi Stefáni að fyrst og fremst fari
Rannsóknartæki.
Sjúkrabörur.
þetta bréf ekki rétta boðleið, ef þeir í Fella-
hreppnum hafi eitthvað yfir mínum gerðum að
kvarta ættu þeir að fara með sína kvörtun til land-
læknis. En þar sem ég væri á förum til Reykjavík-
ur daginn eftir, skyldi ég taka bréfið með mér til
landlæknis, Vilmundar Jónssonar. Þegar til
Reykjavíkur kom sýndi ég Vilmundi bréfið, hann
las það, hló svo og rétti mér það aftur og sagði:
„Þú skalt svara þessu bréfi á viðeigandi hátt. “ Það
gerði ég þá er ég kom austur. Ég spurði þá Fella-
menn sem komu til mín á stofuna um þennan
fund. Það kannaðist enginn við neinn fund, ef til
vill hefur þetta bréf verið framtak fárra einstakra
en ekki samþykkt almenns hreppsfundar. Gár-
ungarnir fundu nú fljótt ástæðuna fyrir þessu
bréfi. Kaupfélagið lokaði einmitt milli klukkan 12
og eitt, þá þyrftu Fellamenn húsaskjól því ein-
hverstaðar verða vondir að vera.
Einn kunningi minn, mikill frjálshyggjumaður,
vildi bara koma til læknis þegar honum hentaði.
Hann var því alfarið á móti föstum viðtalstímum
læknisins. Eitt sinn fékk hann tannpínu í lélegan
jaxl og kom til mín, en kom ekki fyrr en ég var að
loka. Ég sagði honum að viðtalstfma væri lokið