Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 22
22 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 og missti annað skíðið. Farið var að rökkva og hvarf skíðið sjónum mínum. Rétt áður en brekk- una þraut rakst ég á skíðið, það hafði farið í loftköstum niður og stungist á endann og beið þarna eftir mér. Við komumst fljótt heim til bæjar og góðar voru móttökurnar eins og venjulega á þessum bæ. Eg skoðaði telpuna og var hún brotin á framhandlegg. Tók ég fram mína svæfingar- blöndu sem var klóróform og eter að jöfnu. Gekk vel að koma brotinu saman, setja gipsspelkur á handlegginn og síðast fetil. Meira var ekki gert. Eitthvað var lystin léleg hjá mér þótt veitingar væru góðar. Þá var haldið heim á leið á ný og allar brekkurnar voru eftir. Ekki veit ég hvað oft ég lagðist fyrir á leiðinni upp en ég hygg að Bergi hafi þótt ég lélegur ferðamaður. En upp á brún kom- umst við og snúið var heim á leið. Eg fleygði mér niður á pallinn í snjóbílnum, sofnaði og vaknaði ekki fyrr en komið var niður. Eitthvað hlýtur að hafa verið að mér þ ví ég man lítið af því sem á eftir fór, en minnir þó að við höfum þurft að koma á eina tvo bæi vegna krankleika þar. Næstu daga gekk ég með veggjum vegna svima, en ég var á stofu eins og áður en sem betur fór komu fáir og ég smá jafnaði mig. Eg var þó nokkrar vikur að ná mér að fullu, annars var ég yfirleitt hraustur og held að mig hafi aldrei vantað á stofu í 30 ár nema ég hafi verið í löngum ferðum. Dæmi úr dagbók Afmælisdagur minn, 48 ára í dag, 15. maí 1962. Fremur kalt í veðri, snjóaleiðingar í fjöllum seinni part dagsins. Við Bogga og Hróar skreppum inn í Útnyrðingsstaði. Sjúklingar tveir. 16. maí. Kalt veður, sjúklingar tveir. Ferð í Klaustursel. 17. maí. Sjúklingar tveir. 18. maí. Slydda, sem snerist upp í hreina snjó- komu. Fór á Borgarfjörð, snjór á Vatnsskarði og þoka. Fór frá Borgarfirði klukkan fimm síðdegis og var kominn heim klukkan 10. Festi bílinn einu sinni á leiðinni uppyfir. Sjúklingarnir á Borgar- firði 25. 19. maí. Slydda í dag og talsverður snjór á jörðu. 20. maí, sunnudagur. Sama veðurfar, vorum í skírnarveislu. Hringt úr Borgarfirði vegna fjög- urra ára drengs með kviðverki og hita. 21. maí. Svipað veðurfar. Hringt úr Borgarfirði vegna drengsins. Hann mikið veikur, sennilega með botnlangabólgu og líka hálsbólgu. Fór með Steinþóri Erlendssyni út undir Vatnsskarð en ekki var bílfært yfir. Gekk áfram um það bil klukkustund, en villtist af leið í þoku, fann þó fljótt rétta leið. Björn í Njarðvík kom á móti mér. Drengurinn var með bráða botnlangabólgu. Ég hafði snúið mér til Landhelgisgæslunnar klukkan 10 um morguninn áður en ég fór að heiman og hún sendi varðskipið Þór til Borgarfjarðar. Hann kom til Borgarfjarðar um klukkan hálf 11 um kvöldið. Þór var röska tvo tíma til Neskaupstaðar og um klukkan fjögur um nóttina var drengurinn laus við botnlangann sem var mjög nærri því að springa. Ég fór með Jens frá Kvíabóli upp yfir og var kominn heim um klukkan 12 á hádegi. Sjúklingar á stofu þennan dag voru fjórir. Til gamans má geta þess að þessi drengur var fyrsti sjúklingurinn sem lagður var inn á Sjúkra- húsið í Neskaupstað. Læknir þar var Elías Ey- vindsson. Barátta fyrir læknamiðstöðvum Milli 1940 og 1950 fer læknaskortur í dreifbýlinu að verða alvarlegur. Það þótti munaður að fá frí og hvfld frá starfi þó ekki væri nema hálfan mán- uð. Verst var ástandið á Austurlandi og Vest- fjörðum, sérstaklega í litlu og fámennustu héruð- unum. Þegar þau urðu læknislaus lentu þau á næstu læknum sem að sjálfsögðu gátu ekki veitt nema takmarkaða þjónustu. Þetta varð til að íþyngja þeim héruðum sem setin voru. Kröfur fólksins voru að þreytast, það óskaði eftir meiri þjónustu en fyrr. Samgöngurnar bötnuðu og þar af leiðandi varð auðveldara að nálgast lækna, en með bættum samgöngum komu líka umgangs- pestirnar. Allt þetta varð til þess að læknar höfðu mikið að gera, þannig að ekki sé minnst á símann sem svara þarf nótt sem dag. Það þarf ekki að undra þótt læknar þreytist. Andleg þreyta er ekki síður lýjandi en erfiðisvinna. Alag í læknisstarfinu kemur oft illa niður á fjölskyldulífinu ef brestur er þar, og eru því miður mörg dæmi um sorgleg endalok þess. A árunum 1960 til 1970 var svo alvarlega farið að bera á læknaskorti að jaðraði við vandræði, sérstaklega í strjálbyggðum og fámennum héruð- um. í mörgum héruðum fengust læknar ekki til starfa nema stuttan tíma í senn og þá helst ungir menn sem voru að ljúka við skylduna, það er að segja þriggja mánaða tímabil sem þeim bar að inna af hendi til að fá fullgildingu sem læknir. Farið var að tala um að færa saman læknisum- dæmin og hugmyndir vöknuðu um að fleiri en einn læknir væru saman og ynnu saman á eins konar læknamiðstöðvum. Hugmyndirnar mátti að nokkru rekja til Bretlands. Ég reyndi eftir því sem ég framast gat að mæta á fundi Læknafélags íslands og tala fyrir þessum hugmyndum. Á þeim fundum var tekist á um læknamiðstöðvar og oft- ast nær lenti ég í þeim nefndum sem fjölluðu um

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.