Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 25 JsoR^teÍTOG Sigutt&jofu héxa&<ýf<eknui, pici 'Úthyn^ingsjtöSunb ^ieiSuRsféfcigí t Lceknafeíagv Áu^tutiíaruíi [ _Í!íJH.-í- Z________ fc----------------—------------------------- Atvinnumálin voru mér alltaf ofarlega í huga. Pórður Benediktsson var allmörg ár barnakenn- ari og skólastjóri á Egilsstöðum og svo útibús- stjóri Búnaðarbanka íslands. Honum var einnig áfram um atvinnumál á staðnum, en íbúum fjölg- aði mjög hratt. Þórður hafði mikinn áhuga á því að vinna ullina betur og meira en gert var á þess- um tíma. Vissi hann af prjónavélum sem voru til sölu í Reykjavík. Mynduðum við nokkrir Egils- staðabúar félagsskap um þetta og urðum 12 að tölu þar af einn frá Reykjavík, Sigurður Gunn- laugsson að nafni. Þessi félagsskapur hlaut nafnið Dyngja en svo hétu herbergin þar sem konur komu saman og stunduðu hannyrðir, eins og segir í fornum bókum. Vélarnar komu og fengum við lopa frá Alafossi. Hann ætlaði að verða erfiður fyrir vélarnar en Sigurður Gunnlaugsson fann ráð við því sem dugði. Hann samdi við Álafoss um breytingar á vinnslu lopans og þá gekk allt vel. Dyngja var í sífelldu svelti með rekstrarfé og stóð það framleiðslunni fyrir þrifum. Eitt árið kom- umst við til dæmis inn á markað í Bandaríkjunum með sölu á ullarkápum, sem hannaðar voru af Evu Vilhelmsdóttur fatahönnuði. Því miður gát- um við ekki haldið þessum góða markaði vegna þess að fé skorti til markaðssetningar. Um tíma veitti Dyngja 25 til 30 manns atvinnu, en að því kom að við treystum okkur ekki til að halda áfram og seldum Kaupfélagi Héraðsbúa Dyngju. Eftirmáli Endurminningarbrot sín skrifaði Þorsteinn Sig- urðsson á árunum 1990-92, þá hátt á áttræðis- aldri. Þau gefa innsýn inn í ævi og störf merkilegs manns auk þess að vera framlag til sögu Austur- lands og sögu læknisfræðinnar á íslandi. Segja má að Þorsteinn Sigurðsson hafi verið „rauði þráðurinn“ í læknisþjónustu á Héraði og Borgarfirði frá 1954 að hann flytur til Egilsstaða og þar til hann lét af embætti 1985 þá 70 ára gamall. Með Þorsteini störfuðu margir læknar. Þeir komu og fóru og stóðu margir stutt við. Hann átti auðvelt með að starfa með öðrum og veitti ungum læknum stuðning og ráðgjöf með reynslu sinni, þekkingu og útsjónarsemi. Hann var til staðar þegar aðrir hurfu á braut og oft á tíðum var Þorsteinn eini læknirinn á stóru svæði og vildi dagsverkið oft verða drjúgt. Störf Þorsteins hafa reynst happadrjúg fyrir íbúana og framlag hans til farsællrar þróunar í heilbrigðisþjónustu verður seint metið að verð- leikum. Þorsteinn ólst upp við kröpp kjör síns tíma og harða lífsbaráttu. Hann fékk snemma að kynnast hverfulleika lífsins. Með honum blundar hagleik- ur og hæfileikar listamanns fremur en bóndaeðli og sá þess glöggt merki í starfi hans sem læknis. Hann hefur upplifað þá miklu breytingu sem átt hefur sér stað á Islandi frá örbyrgð kreppuáranna til alsnægta nútímans og hann hefur orðið vitni að byltingu læknisfræðinnar þegar virk lyf komu til sögunnar í baráttunni við sýkingar, geðsjúkdóma og fleiri sjúkdóma. Þorsteinn var ötull baráttu- maður fyrir stofnun læknamiðstöðva sem þróuð- ust í að verða heilsugæslustöðvar eins og við þekkjum þær í dag. Þetta leiddi til byltingar á starfsháttum og starfsaðstöðu lækna á lands- byggðinni og víðar. Þrátt fyrir það að þessi minningarbrot séu tak- mörkuð og gefi aðeins litla innsýn inn í sögu hans og feril eru þau þarft framlag og vonandi hvati til frekari skráningar á merkilegri sögu. Frá haustinu 1994 hefur Þorsteinn haft búsetu á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Stefán Þórarinsson

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.