Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 8
8 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 Menntaskólaárin Svona gekk lífið tilbreytingalítið þar til ég var á 18. ári. Þá kom Þorsteinn frændi minn í heim- sókn. Fyrir hans tilstilli var afráðið að ég færi til Akureyrar um haustið. Ég gat fengið pláss hjá Geir Þormar útskurðarmeistara, þar sem ég þótti handlaginn. Þegar til Akureyrar kom var mér sagt að annar piltur væri kominn í minn stað. Stakk þá frændi minn upp á því að ég reyndi að taka próf upp í Menntaskólann á Akureyri. Fór svo að ég komst inn og þar með var leiðin mörkuð til skóla- göngu. Námið þar gekk sæmilega enda ágætir kennarar við skólann svo sem Brynjólfur Sveins- son, Sigurður Líndal Pálsson, doktor Kristinn Guðmundsson, Steindór Steindórsson og ekki má gleyma Sigurði Guðmundssyni skólameistara og Hermanni Stefánssyni leikfimikennara. Allir þessir menn kenndu af alúð. Ég fór í máladeild- ina, af því að ég hafði alltaf minnimáttarkennd gagnvart stærðfræðinni. Bekkurinn sem ég var í var mjög samhentur og hefur haldið saman alla tíð þótt hópurinn sé farinn að þynnast. A meðan ég var í Menntaskólanum á Akureyri bjó ég ýmist hjá Þorsteini frænda eða á heimavist- inni. Stundum greip ég í að þýða smásögur bæði úr ensku og þýsku sem birtust í Kvöldvökunum en þær gaf Þorsteinn út í mörg ár. Einnig teiknaði ég myndir fyrir hann í stafrófskver Egils Þorláksson- ar sem í langan tíma var mikið notað við lestrar- kennslu barna. Þorsteinn frændi minn lést í hárri elli á Vífilsstaðahæli, en árið 1953 kom út bók með safni af greinum hans og ræðum. Stúdentsprófi lauk ég 1938. Fyrir tilstilli Þor- steins frænda komst ég fljótlega í vinnu hjá Sfldar- verksmiðjum ríkisins á Siglufirði og þar með var afkoma mín tryggð að mestu leyti við áframhald á námi. Var ég fyrsta sumarið við að sekkja mjöl, það var haft í 200 punda pokum og gat þetta því verið dálítil átaksvinna en stældi mann. Næsta sumar var ég fenginn á lýsisskilvindurnar. Þetta var engin átakavinna en krafðist athygli og hirðu- semi, eins var óþægilegt að þurfa að vinna allan daginn í gufu og hita. Unnið var í verksmiðjunum á sex tíma vöktum. Ég og annar piltur tókum eitt sumarið að okkur aukavinnu sem illa gekk að manna, það var að smyrja lýsistankana að innan með efni sem varði stálið gegn tæringu. Lýsið var alltaf hitað upp í tönkunum svo að í heitum veðrum var nær ólíft þarna inni. Varð að bera efnið á eftir því sem hækkaði í tönkunum og var lítil julla höfð á floti inni í tönkunum. Það tók um klukkustund að fara allan hringinn. Við sömdum við verkstjórann að við skildum vinna þetta og fá þrjá tíma hvor okkar fyrir og sáum við svo um að þetta væri gert eftir því sem hækkaði í tönkunum. Gaf þetta talsverða aukapeninga. Síðustu tvö sumurin var ég fenginn til þess að vera við efnagreiningu og rannsóknir bæði á lýsi og mjöli í Krossanesverksmiðjunum við Akureyri. Tóku Sfldarverksmiðjur ríkisins Krossanesverksmiðjurnar á leigu til þess að taka kúfinn svo ekki strandaði alltaf á löndunum á Siglufirði. Stefnt á læknisfræði Að loknu stúdentsprófinu var farið að hugsa um hvað við tæki. Best féll mér við þá hugmynd að fara í norrænudeildina, en margir sem fóru þá leið fóru í kennslu til að sjá sér farborða. Ég hafði stundum tekið að mér að segja unglingum til og gat ekki hugsað til þess að fara að kenna. Því fór svo að ég valdi læknisfræðina. Á árunum 1936 til 1938 fór að halla undan fæti með búskap föður míns. Hann veiktist og lagðist á sjúkrahús á Akureyri og munu berklar hafa kom- ið eitthvað við sögu. Um svipað leyti varð mikið verðfall á Iandabúnaðarvörum. Reynt var að breyta búnaðarháttum og voru fluttir inn karakúl- hrútar frá Þýskalandi. Lömbin undan þessum hrútum voru með svartan krullaðan feld og átti að farga þeim nokkurra vikna, að því er ég held. Afleiðingar þessa þnnflutnings urðu hörmulegar fyrir bændur. Hrútarnir fluttu með sér garnaveik- ina. Faðir minn hafði tekið að sér að hafa einn þessara hrúta. Hann sýktist og var því öllu fé fargað á Útnyrðingsstöðum, þar fóru þær fáu kindur sem ég átti. Engar skaðabætur fengust. Seint í september 1939 fór faðir minn til lækn- inga í Reykjavík. Ég var heima og var að búa mig undir að fara til Reykjavíkur með skipi. Þegar á Reyðarfjörð kom var hringt í mig og mér sagt að faðir minn væri látinn. Þetta var 10. október 1939. Hafði hann gengist undir aðgerð á hné, en fékk háan hita eftir aðgerðina og lést. Ég var fyrst hikandi, hvað gera ætti en afréð svo að halda áfram suður. Þegar þangað kom gekk ég frá þeim málum sem þurfti í sambandi við andlát föður míns. Ég sökkti mér niður í bækurnar bæði efnafræði og heimspeki hjá Ágústi H. Bjarnasyni og þótti þrautleiðinlegt. Ég hugsaði oft heim og í apríl afréð ég að fara austur. Sótti ég um að fá að taka próf í heimspekinni, það sama gerði skólabróðir minn Þorvarður Þorsteinsson frá Reyðarfirði. Það fékkst og við tókum prófið. Efnafræðina ætl- aði ég að geyma fram á næsta vetur, ef ég þá héldi áfram. I maí var ég kominn heim. Veran heima í þetta sinn var ekki löng því sfldin kom snemma og ég fór norður á Siglufjörð. Ég mætti um haustið og nú var annaðhvort að hrökkva eða stökkva.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.