Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 14
14 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 drenginn á Hvítabandið og átti að gera aðra til- raun. Var mér fyrirskipað að svæfa drenginn það djúpt að hægt væri að sitja undir honum án þess að hafa grímu. Þetta gekk frekar vel og mér tókst að svæfa drenginn hæfilega og sat ég undir honum á meðan læknirinn horfði með sjá niður í lunga. Oftast fara svona hlutir niður í hægra lungað, það liggur beinna fyrir. Læknirinn skoðaði og skoðaði og sá ekkert svo það endaði með því að hann þurfti að hætta við aðgerðina og við biðum eftir því að drengurinn vaknaði. Þá var farið að spyrja móðurina hvort hann hefði ekki verið órólegur um nóttina og hóstað. „Jú, jú, hann hóstaði heil ósköp ", sagði móðirin og þá var náttúrulega skýr- ingin fundin, hann hafði hreinlega hóstað upp þessum aðskotahlut um nóttina án þess að hún hefði tekið eftir því. Þetta sumar fæddist Þórhallur, annar drengur- inn okkar Friðbjargar. Daginn sem hann fæddist kom nokkuð harður jarðskjálftakippur í Reykja- vík. Ég var á vakt þennan dag. Talsverður ótti greip um sig meðal sjúklinganna og þeir sem gátu hlupu fram á ganga. Óttinn stafaði mest af því að margar þakskífur losnuðu af spítalanum og hrundu. Svo hringdi síminn og Friðbjörg bað mig að útvega bíl og kvaðst vera komin með hríðir. Þórhalli var stundum strítt með því að hann hafi valdið þessum skjálfta. Á hernámsárunum var skortur á ýmsum nauð- synjum og oft slegist um það sem fékkst, sérstak- lega var vöntun á álnavöru til dæmis var bleiuefni skammtað. Friðbjörg sá eitt sinn auglýsingu um bleiur í glugga í apóteki. Hún fór inn og bað um nokkra metra. Það var ekki hægt, heldur þurfti lyfseðil. Hún spurði hvort ekki væri nægilegur lyfseðill eins og hún væri á sig komin, hún var þá á síðasta mánuði meðgöngu af Þórhalli. Nei, það var ekki nóg, það þurfti tilvísun frá lækni. Læknir hennar var Pétur Jakobsson fæðingarlæknir. Hjá honum fékk hún tilvísun á bleiuefni og þá var það nær uppselt. Gústaf Kristjánsson kaupmaður, vinnuveitandi Friðbjargar, verslaði með sekkja- vörur svo sem hveiti, rúgmjöl og strásykur. Hjá honum fékk hún pokana jafn fljótt og þeir tæmd- ust. Það var mjög gott efni í þessum umbúðum. Lét hún þá í klórlög og náði öllu letrinu af. Þetta var hið besta búsflag fyrir okkur. Héraðslæknir á Djúpavogi Ég fékk lækningaleyfi 11. október 1948. Ég hafði áður sótt um Djúpavogshérað og fékk strax veitingu fyrir því. Þar hafði verið læknislaust í einhvern tíma. Nú var lagt af stað austur, Reykja- vík kvödd og jeppinn hlaðinn nauðsynlegum hlut- um. Hreiður var aftur í fyrir ívar og milli sætanna að framan var pappakassi fyrir Þórhall, hann var á brjósti og þurfti ekki mikið fyrir honum að hafa. Ferðin gekk greiðlega þar til við vorum komin austur fyrir Akureyri. Norðaustan kalsaveður og snjór á fjöllum norðanlands og austan og Möðru- dalsfjallgarðarnir voru með snjó og erfiðir yfir- ferðar að sögn. Fórum við frá Akureyri og ætluð- um að fá gistingu í Reykjahlíð og taka daginn snemma yfir fjöllin. Þegar til Reykjahlíðar kom um kvöldið, var okkur sagt að enga gistingu væri að fá, búið að loka hótelinu og ekkert starfsfólk lengur. Þetta þótti okkur slæmar fréttir en ekki var um annað að ræða en að halda áfram til Grímsstaða. Veður var að versna og þegar austar kom var komið rok og sandfok mikið. Sandurinn smaug inn í blæjujeppann og allt var svart sem þar var inni. Við fengum hinar ágætustu viðtökur á Grímsstöðum, fengum að baða strákana og hreinsa út úr jeppanum. Þar sváfum við um nótt- ina og var komið sæmilegt veður um morguninn. Lagt var af stað snemma um morguninn, þegar austur eftir kom var meiri snjór og tafsamt í fjall- görðunum og víða þurfti að rekja sig en aldrei þurftum við að nota keðjur. Það tók okkur nær- fellt fimm tíma að komast til Skjöldólfsstaða. Þaðan var engin fyrirstaða, vegurinn yfir Odd- skarð var ekki kominn saman en náði upp í skarð- ið Eskifjarðarmegin. Við fórum alla leið til Nes- kaupstaðar en bratt var niður úr skarðinu og von- laust að fara til baka og ekki annað að gera en senda jeppann með skipi til Djúpavogs. I Norð- firði samdi ég við Björn Björnsson kaupmann að fá hjá honum útvarpstæki, sem við skyldum greiða eftir hentugleikum. I nóvemberbyrjun stigum við á land á Djúpa- vogi. Farangur okkar, sem ekki var mikill, var kominn á undan okkur og jeppinn stóð á bryggj- unni þegar við komum og beið eftir sínum eig- anda. Það var dálítið sérstök tilfinning og eftir- vænting í hugum okkar ungu hjónanna, þarna voru við að hefja áfanga á okkar lífsbraut en við vorum bjartsýn og full áhuga fyrir nýjum verkefn- um. Ekki stóð á sjúklingum. Daginn sem við kom- um var ég kallaður til manns í þorpinum sem var með hita og tak í brjósti, hann var með lungna- bólgu. Daginn eftir kom aldraður maður til mín, hann var með mjög ljótt sár á neðri vör og hafði hann verið með þetta í marga mánuði. Ég stefndi honum til mín eftir nokkra daga. Læknishúsið á Djúpavogi var frekar lítið en laglegt timburhús á sléttum fleti og hét Dalir. Þegar við komum var ekki lokið við viðgerð á húsinu og þurftum við að fá leigt í nokkrar vikur. Við fengum leigða eina stofu og aðgang að eldhúsi. Ekkert rafmagn var

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.