Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 11 Þessi tími var aðeins einn mánuður. Ég var þarna í þrjá mánuði og ollu því húsnæðisvandræði mín. En þessi vist á Kleppi varð mér til mikillar gæfu, því þar hitti ég fyrir minn ágæta lífsförunaut Frið- björgu Sigurðardóttur frá Neskaupstað. Frið- björg var fædd 23. október 1918. Tvíburasystir hennar hét Þóra. Systurnar voru mjög samrýmdar og fóru snemma að vinna fyrir sér, fyrst fyrir austan en svo lá leiðin til Reykjavíkur. Þóra giftist Benjamín Sigurðssyni sjómanni. Eignuðust þau einn son sem skírður var Sigurður Hafsteinn. Friðbjörg réðist til hjónanna Gústafs Kristjáns- sonar og Sigurlaugar Sigurðardóttur. Þau áttu verslanirnar Drífandi í Reykjavík og unnu bæði við afgreiðslustörf en í hlut Friðbjargar kom að annast heimili þeirra og börnin þrjú. Hjá þeim hjónum var hún í sex ár, en réðist þá sem starfs- stúlka að Kleppi. Stuttu eftir að hún hóf störf þar veiktist Þóra systir hennar hastarlega. Erfitt var að koma henni á venjulegt sjúkrahús, og varð úr að leggja hana inn á Kleppsspítalann þar sem systir hennar var. Þóra komst aldrei til meðvit- undar og lést 19. nóvember 1942. Þá var drengur- inn hennar átta mánaða gamall og var tekinn í fóstur af föðurömmu sinni Sigurrós Benjamíns- dóttur og var hjá henni í tvö ár. Friðbjörg vann áfram á Kleppsspítalanum til vors 1943 en fór þá aftur til Gústafs og Sigurlaugar. Sumarið 1944 var síðasta árið mitt sem ég vann hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og var þá við Krossanesverksmiðjuna, eins og áður getur. Ég hafði eftirlit með framleiðslunni, tók sýnishorn og rannsakaði. Ég fékk gott kaup fyrir þetta og kom það sér vel, því framundan hjá okkur Friðbjörgu var að hefja búskap. Við höfðum gift okkur 27. maí 1944 og áttum von á barni. Friðbjörg kom til Krossaness nokkrum dögum áður en vinnu minni lauk. Við pöntuðum flugfar til Reykjavíkur og vorum sett á biðlista. En strax daginn eftir var hringt og sagt að við gætum fengið far. Flugvöllur- inn var þá á Melgerðismelum. Það var afleitt veð- ur þennan dag, hvasst og éljagangur í fjöllum en við fórum samt. Flugstjórinn var Jóhannes Snorrason. Það var mjög ókyrrt í lofti og nær allir urðu flugveikir og ekki bætti úr skák að flugstjór- inn var beðinn um að líta eftir færeyskri skútu sem átti í erfiðleikum út af Mýrunum. Hann fann skút- una sem var komin aftan í stærra skip og úr hættu. Það var fölt og reikult fólk sem steig úr flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli og allir fegnir að hafa fast land undir fótum. Þá var að fá sér íbúð, en útlitið var ekki gott í þeim efnum. Fjöldi fólks auglýsti eftir húsnæði en nær engir auglýstu húsnæði til leigu. Loks rák- umst við á auglýsingu á tveimur herbergjum og aðgangi að eldhúsi í nýju húsi við Efstasund núm- er 21. Ég hringdi þegar og eigandi hússins stefndi mér til sín. Það voru ung hjón Óli Valdimarsson og Rut Þórðardóttir. Manninn þekkti Friðbjörg, hann var ættaður frá Neskaupstað en ég þekkti lítillega Rut konu hans úr síldinni á Siglufirði. Þangað fluttum við. Húsgögnin voru fremur fá- tækleg, tvíbreiður dívan og annar minni, skrif- borð og lítið borð sem ég hafði smíðað úr epla- kössum! En leigan kostaði okkur alla sumarhýr- una og þurfti strax að leggja hana fram og dugði hún til vorsins. Það þýddi að ég þurfti að fara eitthvert til að bjarga landinu, en svo var kallað er ungir stúdentar leystu lækni af úti á landi um stundarsakir. í þetta skiptið fór ég til Hvamms- tanga og leysti Brynjólf lækni Dagsson af í röskar þrjár vikur. Það bjargaði búskapnum í bili. Þessi dvöl þarna var ekki frásagnarverð og kynntist ég lítið fólkinu. Þó man ég eftir öldruð- um manni sem kom til mín og heilsaði mér með mestu virktum. Erindið var að herja út úr mér svolítinn spíra. Hann sagðist vera vanur að fá lögg öðru hvoru hjá lækninum. Ég man ekki hvernig fór en eitthvað held ég að hann hafi fengið af því sem um var beðið. Brynjólfur launaði mér eftir því sem vant var fyrir afleysingar. Ég hringdi aust- ur á Reyðarfjörð og bað þá í kaupfélaginu að senda mér hálftunnu af saltkjöti, því ég átti ein- hverjar krónur þar inni í reikningi. Friðbjörg var að mestu rúmliggjandi síðustu tvo mánuði meðgöngunnar vegna eitrunar. Fæðingin gekk treglega vegna sóttleysis og kom að því að Guðmundur Thoroddsen læknir tók barnið með töngum. Sonurinn Ivar kom í heiminn þann 7. desember 1944. Soffía Sigurðardóttir systir Friðbjargar kom til okkar og var um tíma. Frið- björg þurfti að liggja í rúminu nærfellt einn mánuð í viðbót. Vorið eftir ákváðum við að fara austur til Norð- fjarðar og vera þar um sumarið og var ætlun mín að lesa, og fara að drífa af námið. Það fór svo að lítið var lesið. Veður þetta sumar var með ein- dæmum gott, sól og blíða dag eftir dag. Við tók- um líka Sigurð son Þóru heitinnar með okkur austur. Amma hans í Reykjavík var bæði í þröngu og lélegu húsnæði og ekki á hana leggjandi að annast hann og velkominn var hann til ömmu og afa á Norðfirði. Hann ólst þar upp, varð stúdent og ætlaði fyrst að nema þýsku. Fór einn vetur utan, en hafði svo ekki efni á því að halda áfram og fór í Kennaraskólann og gerðist kennari, en starfar nú hjá Kópavogsbæ. Góða veðrið þetta sumar var stundum notað til gönguferða. Við gengum alla leið upp á Hérað ásamt frænda mín- um Jóni Péturssyni og fórum yfir Fönn sem er lítill

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.