Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 15 Læknishúsið Dalir á Djúpavogi. þá á Djúpavogi og þurfti að elda við kol. Pað var erfitt að fá ýmsa hluti, við gátum til dæmis ekki fengið neinn olíulampa og þurftum að nota kerti. Ég dró meira að segja tennur úr fólki við kerta- ljós. Gamli maðurinn með sárið á vörinni kom á tilsettum tíma og gerði ég á honum aðgerð á legu- bekknum í stofunni. Hann var með þykka og nokkuð framstæða neðrivör, svo að ég tók stórt stykki úr vörinni og breytti hann því talsvert um útlit, var öllu laglegri en áður og gárungarnir sögðu á eftir, að konan hefði ekki þekkt hann þegar hann kom frá mér. Stuttu eftir að við kom- um á Djúpavog kom miðaldra maður til mín og fór hann fram á að ég seldi honum spíritus. Ég brást illa við og sagði að ég væri ekki kominn á Djúpavog til þess að mata íbúana á áfengi. Karl reiddist og hafði í hótunum við mig og sagðist skyldi sýna mér sonu sína úr því að viðtökurnar væru á þennan hátt. Ég bað hann blessaðan að gera það, ég vildi fara að kynnast fólkinu á Djúpa- vogi. Seinna kynntist ég betur gamla manninum og sonum hans, þetta var allt saman ágætisfólk. En á næsta ári kom rafmagnið á Djúpavog. Einungis fyrst til Ijósa, en svo var hægt að selja rafmagn til eldunar. Var þetta mikil breyting. Ég lenti í stjórn rafveitunnar og var í henni meðan við hjónin vorum á Djúpavogi. Ekki var mikið að gera í lækningum og hægt að gera ýmislegt annað. Við settum niður kartöflur, fengum okkur hænsn en gamalt fjós var á lóðinni. Friðbjörg kom sér upp fallegum garði sunnan við húsið. Gamall fjós- haugur var við fjósvegginn og þar var safnað sam- an ýmsum áburði, bæði hænsna og kúa. Við hjón- in vorum fljót að samlagast íbúunum. Friðbjörg kunni vel við sig í þessu umhverfi, sem líktist hennar æskuslóðum og hún eignaðist fljótt góða vini. Kjartan Karlsson var oddviti. Við höfðum mikil samskipti og ríkti einlæg vinátta milli fjöl- skyldna okkar. Umhverfið á Djúpavogi var stórbrotið og veðr- áttan líka. Það gat orðið svo hvasst að báðir firð- irnir, Hamarsfjörðurinn og Berufjörðurinn, voru eins og í þoku upp í miðjar hlíðar af særoki. Það gerðist eitt sinn að trilla sem var að koma úr róðri varð bensínlaus í minni vogsins. Tveir voru á trill- unni og vissu þeir ekki fyrr til en þeir sátu í trillu sinni uppi á miðri götu en trillan brotnaði að sjálfsögðu. Fljótlega eftir að við hjónin komum til Djúpa- vogs komu fram hugmyndir meðal nokkurra í þorpinu að reyna trjárækt í nágrenninu. Þá var það að Búlandshreppur lét okkur hafa land á Búlandsnesi þar sem áður var læknissetur. Þar var besta skjólið að fá. Ingvar Snjólfsson frá Vetur- húsum í Hamarsdal gaf okkur girðingarstaura sem hann átti raunar inni í dal og þangað fórum við allmargir einn sunnudag til að sækja þessa staura. Ekki var hægt að komast á bíl nema nokk- uð af leiðinni inneftir. Staurana bárum við á bak- inu þangað sem hægt var að komast áfram með bíl. Nú er þetta orðinn hreinn unaðsreitur öllum íbúum Djúpavogs til ánægju. Ég held að það hafi verið Kjartani oddvita mest að þakka að Búlands- nesið var lagt undir skógrækt. Mér var fljótlega Ijóst er ég kom á Djúpavog að ég þyrfti að leysa ýmislegt sem annars væri gert á sjúkrahúsum svo var til dæmis um fósturlát. Ég smíðaði mér því borð í líkingu við kvenskoðunar- borð. Ég gat lagt þetta borð saman og komið því svo fyrir í jeppanum. Aðgerðir gerði ég í staðdeyf- ingu eða léttri klóróformetersvæfingu. Enginn sjúklingur fékk eftirköst eftir slíkar aðgerðir þó aðstæður væru frumstæðar. Syðsti og austasti hluti læknishéraðs míns í Djúpavogshéraði var Álftafjörður, grunnur fjörð- ur og lítt bátgengur. Melrakkanesið skilur sveit- ina frá Hamarsfirðinum. Það er fljótt á litið eins og önnur nes milli fjarða en þar leynist náttúru- undur, það er allt sundurgrafið af hellum sem hægt er að fara í að sunnanverðu þegar lágt er í sjó því á háflæði rennur sjór inn í þá. Þarna eru ótal rangalar en lágt er undir loft. Hægt er að komast út norðanvert á nesinu. Þegar ég var á Djúpavogi, bjó á Bragðavöllum á Melrakkanesi, Jón Sigfús- son sem áður bjó í Víðidal í Lóni. Hann bjó þarna með sonum sínum báðum mállausum en hafði misst son sinn Þorstein, mikinn efnismann, um tvítugt úr lungnabólgu og syrgði hann mjög. Jón færði sögu íslands 500 ár aftur í tímann þegar hann fann rómversku peningana í landi Bragða- valla eins og Kristján Eldjárn getur um í einni bók sinni. Þeir sem fara fram hjá Bragðavöllum ættu að veita athygli listilega gerðum grjótgarði um túnið þar. Þetta er verk þeirra mállausu bræðra sona Jóns Sigfússonar.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.