Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 9 Þorsteinn Sigurdsson. Myndin er tekin á Akureyri. Efnafræðina þurfti ég að taka í janúar eða hætta. An minnar vitundar höfðu bekkjarfélagar mínir tekið sig saman um að hjálpa mér að komast áfram. Geir Andersen bekkjarbróðir minn var vel lesinn í efnafræðinni og las með mér undir prófið. Við byrjuðum daginn klukkan sex að morgni og lásum af kappi. Prófið kom og það hafðist og þar með ákveðin braut áfram í náminu. Hernámið og Bretavinna Pegar Bretar hernámu ísland 10. maí 1940 lögðu þeir stúdentagarðinn gamla undir sig og gerðu að sjúkrahúsi. Olli þetta mörgum stúdent- um erfiðleikum auk þess sem leiga á húsnæði rauk upp úr öllu valdi. Fyrst í stað var reynt að koma húsnæðislausum stúdentum fyrir á meðan þeir leituðu eftir húsnæði. Nokkrum var komið fyrir til bráðabirgða á loftinu í nývígðum Háskóla íslands en smám saman náðu allir í húsnæði í borginni. Ég var einn af þessum húsnæðislausu, en rakst loks á auglýsingu um herbergi í Skerjafirðinum. Reynd- ist þetta lítið og fremur lélegt herbergi í timb- urhúsi, þar sem nú er Reykjavíkurflugvöllur. Þarna bjuggu hjón á miðjum aldri. Var konan all fasmikil og virtist bæði vera húsmóðir og hús- bóndi. Stuttu eftir að ég flutti inn kom konan að máli við mig og spurði hvort ég vildi ekki taka stúlku, kunningjakonu sína, í málatíma. Ég hugði að hér væri um að ræða enskutíma en svo var nú ekki. Þessi stúlka hafði komist í kynni við Þjóð- verja, háseta af flutningaskipinu Bahaja Blanka, sem sokkið hafði fyrir norðvestan ísland. Eng- lendingar höfðu tekið skipshöfnina og flutt úr landi þegar eftir hernámið. Nú langaði stúlkuna að komast í bréfasamband við þennan kunningja og þurfti hjálp til að koma saman bréfi til hans. Ég kvað koma til greina að hjálpa henni með að skrifa bréf á þýsku og sagði ég konunni hvenær. Svo leið tíminn og ekki kom stúlkan. Þegar ég sá húsfreyju næst spurði ég hana hvað tefði stúlk- una. „Ég veit það ekki“, svaraði konan, „en hún fór austur fyrir fjall með enskum offiser í gœr. “ Stúlkuna sá ég ekki meir. Frekar ónæðissamt var þarna og svo bætti ekki úr skák að húsið var nærri loftvarnarbyssum Bret- anna og lék allt á reiðiskjálfi, sérstaklega á sunnu- dögum en Þjóðverjarnir létu helst sjá sig á meðan Bretarnir voru í kirkju. En Adam var ekki lengi í þessari paradís. Ég og þrír félagar mínir vorum að spila eitt laugardagskvöld eitthvað fram á nóttina. Daginn eftir var ég rekinn og því borið við að hávaði hefði verið langt fram á nóttina. Ég mætti pakka og fara. Ég hygg að ástæðan hafi verið sú, að konan hafi viljað fá herbergið til eigin afnota og hafi haft meira upp úr því en leigu af auralitlum stúdent. Nokkru síðar fékk ég leigt hjá ágætis fólki uppi á Óðinsgotu, Rögnu Jónsdóttur og Guðna Sigurðssyni. Þá gerðist ég fatahönnuður. Húsmóðurina vantaði kápu og gerði ég fyrir hana teikningu af kápu sem hún lét sauma eftir. Þessi kápa sló hreinlega í gegn, þótt ekki ætti fyrir mér að liggja að verða fatahönnuður. Hafist var handa við byggingu flugvallarins árið 1940 og auðvelt að fá vinnu þótt sfldin léti bíða eftir sér um vorið. Ég fékk vinnu hjá Bretanum og var gerður að flokkstjóra þar sem ég var ensku- mælandi. Ekki voru margir í þessum flokki sem ég var yfir, á að giska 12-15 og unnið við grjótnám í Öskjuhlíðinni. Fyrst var sprengt síðan sett á vagna og vagnarnir á sporbraut er niður á flug- brautarsvæðið kom. Breskur liðþjálfi rauðhærður og rauðskeggjaður sprengdi í grjótnáminu. Hann var oftast nær fullur og sagði ekki orð. Nokkrar holur voru sprengdar í einu og svo var grjótið losað á sporvagnana. Einn braggi var neðan við grjótnámið og áttu allir að fara inn í hann á meðan sprengt var. Eitt banaslys varð meðan ég vann þarna. íslendingur sem ekki fór inn í braggann fékk stein í höfuðið. Bretarnir höfðu tunnur sem þeir götuðu neðan til og höfðu kol í sem þeir létu loga og vermdu sig við þetta ef kalt var í veðri. Eitt sinn var uppi fótur og fit í grjótnáminu. Hátt-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.