Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32
21
Pobedinn á Ieið til Borgarfjarðar.
Efri dalurinn fannst mér ætíð vera fallegri, þótt
Jökla væri stundum meira hrikaleg en falleg.
Þegar ég þurfti að fara í lækniserindum upp í
Hrafnkelsdal eða á Efradal þá fór ég stundum upp
á heiðina upp frá Brú og á þjóðveginn nærri
Rangalóni. Kyrrðin á heiðinni verkaði róandi og
stundum svæfandi á mann og það kom fyrir að ég
lagði bílnum og sofnaði milli þúfna. Það er hægt
að hlusta á kyrrðina! í báðum þessum sveitar-
félögum hélst byggð betur en í öðrum hreppum á
Héraði þar sem byggð hefur því miður mjög grisj-
ast.
Erfiðar vitjanir í víðlendu
læknishéraði
Einn morgunn snemma var hringt til mín frá
Eiríksstöðum á Jökuldal. Hafði unglingsstúlka
þar á bænum veikst kvöldið áður með innanverkj-
um og var komin með talsvert háan hita. Ég fór
fljótlega að tygja mig til ferðar en áður en ég
komst af stað barst kall frá bæ í Jökulsárhlíðinni,
þar á bæ var unglingspiltur lasinn með innantökur
en hitalaus. Mér fannst kallið frá Eiríksstöðum
meira aðkallandi og ók sem leið lá upp í Jökuldal-
inn. Þoka var á og rigningarúði, ekki var flugfært
og vonlaust að treysta á flug ef senda þyrfti stúlk-
una á sjúkrahús. Þegar í Eiríksstaði kom og ég
hafði skoðað stúlkuna var ég þess fullviss að um
botnlangabólgu væri að ræða, ef ekki sprunginn
botnlanga. Ég hringdi strax á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri og var skólabróðir minn Bjarni
Rafnar fyrir svörum. Bað ég hann ásjár með
stúlkuna og jafnframt að senda sjúkrabíl á móti
mér austur. Ég var með sjúkrabörur í skottinu
eins og vanalega en þær pössuðu alveg í Póbed-
ann, en Póbedinn var rússnesk bifreiðategund og
var einnig pláss fyrir fylgdarmann aftur í. Hleypti
ég talsverðu lofti úr dekkjunum til að gera bílinn
mýkri á veginum. Var stúlkan borin út í bíl og
búið vel um hana. Ferðin norður gekk fremur vel
þótt vegurinn væri ekki upp á það besta. Mættust
bflarnir á hlaðinu á Grímsstöðum á Fjöllum. Til
baka var haldið og komið við í Hlíðinni. Þar var
unglingspiltur með óverulega verki í kviði og nær
hitalaus. Þegar heim kom lá fyrir beiðni um að
koma upp í Fljótsdal, hafði kona prestsins dottið
illa og fengið frekar ljótt sár á annað hnéð sem
þurfti að hreinsa vel áður en saumað var. Bjarni
Rafnar talaði við mig daginn eftir og sagði þetta
slæma sendingu frá mér, sprunginn botnlangi eins
og mig grunaði. Stúlkan átti lengi í þessu og þurfti
ég að taka hana inn á sjúkraskýlið er hún kom
austur og greri hún seint en um síðir.
Annarri ferð upp á Jökuldal frá 1955 eða 1956
ætla ég að segja frá. Það er ekki fyrir það að þessi
ferð hafi verið mikið öðruvísi en margar aðrar en í
þessari ferð var ég sjálfur veikur. Ég hafði tekið
einhverja víruspest sem var að stinga sér niður á
Héraði og hafði hitaslæðing með þessu og mikla
vöðvaverki og jafnframt bólgu. Ég gat til dæmis
varla skrifað læsilega skrift. Það kvað svo rammt
að ég talaði við landlækni, Vilmund Jónsson.
Svörin hjá honum voru aðeins; „Ég hefi enga
lœkna til afleysingar, það hafa margir lœknar
gjarnan fengið svona pest!“ Þar með var það af-
greitt. Um þetta leyti var erfitt umferðar, snjór og
vegir tepptir víða á Héraði. Til var einn snjóbíll.
Hann var kanadískur af Bomardier gerð, þungur í
vöfum og slæmur á brekkuna og ennþá erfiðari í
hliðhalla, en þetta var eini snjóbfllinn. Nú kom
kall ofan frá Aðalbóli á Jökuldal, telpa um það bil
sjö ára gömul hafði stokkið niður af háum vegg og
handleggsbrotnað. Var þá slegið á það ráð að fá
snjóbflinn. Bergur Ólafsson frændi minn ók bfln-
um. Var þegar afráðið að stytta leiðina með því að
fara heiðina og fara uppfrá Eyrarlandi í Fljótsdal
og fá dráttarvél til að draga snjóbílinn upp. Þegar
norður kom á heiðina var skollin á hríðarþoka svo
dimm að lítið sem ekkert sást. Við höfðum átta-
vita svo að við komumst rétta leið á fjallsbrúnina á
móti Aðalbóli. Skíði höfðum við tekið með, bratt
er þarna niður og svo fór að ég datt í miðri brekku