Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 15.06.1996, Blaðsíða 12
12 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 32 jökull milli Norðfjarðar og Héraðs og var þetta 12 tíma gönguferð. Við fórum til Útnyrðingsstaða en þangað var ferðinni heitið. Þetta indæla sumar hafði sinn endi eins og önn- ur. Eg var ákveðinn í því að taka lokaprófið í janúar. Við vorum fjórir sem ætluðum að þreyta próf þá. Auk mín voru það Sigurður Ólason frá Akureyri sem síðar varð röntgenlæknir á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, Esra Pétursson úr Reykjavík síðar geðlæknir og Gísli Ólafsson einn- ig úr Reykjavík, hann er nú látinn. Ég hélt til Reykjavíkur þegar haustaði og tók til við lestur- inn. Prófið gekk eftir vonum og mikill léttir að því loknu. Friðbjörg kom í próflokin með strand- ferðaskipinu að austan, það var lengi á leiðinni suður og gat ekki siglt nema í björtu vegna tund- urdufla. Að sjálfsögðu var haldið upp á þetta eina kvöldstund. Afleysingalæknir að Stórólfshvoli Ekki liðu margir dagar þar til ég var kominn austur að Stórólfshvoli ásamt Friðbjörgu til að leysa Helga lækni Jónasson af í þrjá mánuði. Þetta var þá stórt og fjölmennt hérað, síðar skipt í Hellu og Stórólfshvolshérað. Helgi átti herjeppa með blæju og tók ég hann traustataki. Ég var ekkert spurður um kunnáttu eða próf á þetta farartæki en hvorugt hafði ég. Ég æfði mig á jeppann, fór í vitjanir í næsta nágrenni þorpsins en forðaðist að taka nokkurn upp í. Einn daginn fór ég lengst inn í Fljótshlíð og á bakaleið- inni var ég stöðvaður af ungri stúlku sem bað um far inn í þorpið. Ég treysti mér ekki til að neita henni um þetta og ætlaði að aka gætilega. Það fór ekki betur en svo að ég fór með þrjá girðinga- staura úr girðingunni sem varð fyrir mér. Stúlk- unni brá ekki hið minnsta, hún hélt að læknar ækju svona og á leiðarenda þakkaði hún kærlega fyrir farið. Dag einn var hringt og ég beðinn að koma í vitjun austur undir Eyjafjöll til aldraðrar konu sem væri meidd. Úti var hávaðarok og jörð svell- uð. í þetta skipti vildi ég ekki aka jeppanum enda ókunnugur þarna. Fékk ég því ágætan mann til að aka mér. Við tókumjeppann en hann varerfiður í akstri og blæjurnar tóku veður á sig. Allt gekk þó vel þar til við nálguðumst bæinn Hvamm þá kom snögg vindhviða sem virtist lyfta bílnum. Við brugðum báðir fljótt við, bflstjórinn greip um stýrið en ég um gírstöngina. Bfllinn rak niður hægra hornið á bflrúðunni og svo áfram yfir og á hjólin niður í frosinn skurð. En við sátum í sætun- um. Allt lauslegt var horfið, þar á meðal hattur- inn minn en töskuna hafði ég skorðað milli sæt- anna. Pegar við ætluðum svo að aka jeppanum upp á veginn aftur reyndist gírstöngin föst og gátum við þar af leiðandi aðeins komist áfram í lágdrifinu og ókum þannig að Hvammi. Ætlaði félagi minn að reyna að koma bflnum í lag. Bónd- inn á bænum sagði þetta ekki neitt óskapaveður en þegar hestasláttuvélarnar færu að fjúka væri orðið hvasst. Mjólkurbfllinn var á hlaðinu á leið austur. Varð að ráði að bílstjórinn yrði eftir að gera við jeppann en ég fengi far austur með mjólk- urbflnum. Gekk ferðin austur slysalaust en mjólk- urbflstjórinn neitaði að fara alla leið. Stutt var þó að fara til hjáleigunnar þar sem gamla konan átti heima. Fátt fólk var þar fyrir og var mér vísað á herbergið til hennar. Lá hún í rúmi sínu og virtist ekki þungt haldin. Ég settist og spurði um líðan hennar og hvað amaði að. Hún var heldur sein til svars en að síðustu ansaði hún: „Hún barði mig“. „Hver barðiþig og hvar?“, spurði ég. Hún nefndi eitthvert nafn, sem ég að sjálfsögðu vissi engin deili á. Ég skoðaði gömlu konuna vandlega og gat ekkert sérstakt fundið að henni. Ég hughreysti hana því bara og ráðlagði henni að hafa hægt um sig í tvo til þrjá daga þá mundi þetta lagast. Nú var orðið áliðið og farið að rökkva, þannig að ég afréð að gista um nóttina. Um morguninn fékk ég far með mjólkurbflnum að Hvammi. Var jeppinn kominn í lag og haldið var til baka. Þegar Helgi læknir fékk fréttirnar af þessari ferð spurði hann aðeins hvort jeppinn hefði ekki skemmst. Ég frétti síðar að á bænum þangað sem ég fór í vitjun ættu heima tvær konur, en samkomulagið var það slæmt að þær slógust með þeim afleiðingum að önnur stakk af að heiman en hin lagðist í rúmið. A meðan ég var á Stórólfshvoli strandaði breskur togari í ósnum undan Holti undir Eyja- fjöllum en skipshöfnin komst öll að mestu ósködduð í land. Skipverjar björguðu fyrst af öllu vískýkassa og þegar ég kom á vettvang voru þeir komnir að prestsetrinu í Holti meira og minna fullir með heimilið í umsetursástandi. Hótuðu skipverjarnir að drepa skipstjórann og stýrimann- inn, en þeir gátu lokað sig inni og þorðu ekki að láta sjá sig. Frá Stórólfshvoli fórum við austur á Hérað þar sem ég leysti af Ara Jónsson lækni. Auk þess leysti ég nágrannalæknana af í fríum svo sem Egil lækni á Seyðisfirði og Einar lækni Ástráðsson á Eskifirði. Á Egilsstöðum komst ég í kynni við annan jeppa, þó ekki eins flugfráan og jeppa Helga læknis, það var jeppi Ara læknis. Sá var með traustara og þyngra hús og ekki líklegur til flugs. Þennan jeppa tók ég líka traustataki, gekk hann undir nafninu Gráni. En dýrðin stóð ekki lengi. Bflaeftirlitsmaðurinn, Sigurður Sveinsson á Reyðarfirði, komst fljótt á snoðir um að ég væri

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.