Innsýn - 01.04.1978, Qupperneq 6

Innsýn - 01.04.1978, Qupperneq 6
Lesendaþáttur í umsjá Einars V. Arasonar Fæddist Kristur ekki árið O? - I.R. svar Nei, þótt ártal okkar sé miðað við fæðingu Krists, þá hafa orðið mistök hjá þeim sem byrjuðu það, því Kristur fæddist fyrir dauða Heródesar konungs (Matt.2,1) Heródes dó 4-3 f.Kr., svo Kristur hefur fæðst 5-4f.Kr. Er það satt að aðventistar lifi lengur en aðrir að meðaltali? - X svar Þetta hefur ekki verið rann- sakað hér á landi, en í Kalifcrníu hefur það verið gert og þar mega aðventistar búast við að lifa um 6 árum lengur að meðaltali en aðrir Kaliforníubúar, sem lifa við svipuðum lifnaðarháttum; það sem skilirr á milli eru trúarbrögðin og mataræðið. í Reader's Digest (nóv.'77^ er sagt frá því að aðvent- istar og mórmónar fá miklu færri krabbameinstilfelli í hinum mismunandi líkams- hlutum en aðrir Ameríkanar. Er þetta þakkað því, að þessir trúarhópar borði minna kjöt og meira af græn- meti o.þ.h. en almenningur yfirleitt. Mig langar til að þakka ykkur yfir Innsýn, en um leið vil ég hvetja til að íslenskan verði svolítið vandaðri. - Lesandi. Kæru lesendur: Þegar þið skrifið okkur, þá reynið helst að hafa spurningarnar og athugasemdinrnar hnit- miðaðar; þær mega vera nokkrar línur, en forðist endurtekningar, svo við þurfum ekki að endurskrifa bréf ykkar. Vandið líka skriftina, best væri þó að fá allt vélritað. Ritstjórnin.

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.