Innsýn - 01.04.1978, Side 14

Innsýn - 01.04.1978, Side 14
14 11 ◄---- landi brott til náms of ung. Því fylgja margir ókostir. Við ættum að láta í ljós þarfir starfsins jafnvel á skýrari hátt en við höfum gert. Síðan þegar ungt fólk hefur séð möguleikana í starfinu þá getur það sjálft valið. Við starfs- kynningu í skólum ætti að koma á framfæri þörf safn- aðarins og einnig kynna önnur störf. Meginatriði E.G.White að menntun og endurlausn fari saman. HÚn bendir á það að menntun eigi að vera undirbúningur þjónustu. Menntun á að búa fólk undir þjónustu við Guð og menn hvaða starf sem menn velja sér. THEÓDÓR GUEXJÓNSSON Æðsta takmark skólamála kemur fram í bæn Jesú, "... að varðveita þá frá heimin- um." Þetta felur í sér menntun sem hæfir þegnum Guðs ríkis. "Að varðveita frá heiminum" má þó ekki vera túlkað þannig að úti- lokuð séu hjálpleg gögn sem fengin eru utan vébanda að- ventista. "Varðveisla" þýðir ekki "einangrun." Eðli einstaklingsins sem varðveita á krefst þess að viss kynni fari fram milli hans og þess sem varast ber. Hingað til hefur óneitan- lega farið fram ómeðvituð hvatning til xings fólks, að það mennti sig í guðfræði. Ég er hlynntur guðfræðinámi og að prédikunarstarfinu sé sinnt, en ef einstaklingar snúa sér að kennslustörfum ættu þeir að læra til þeirra starfa einnig. Ég er hlynntur því að áhugasamt ungt fólk, sem sýnir hæfi- leika á vissum sviðum sé uppörvað beint til þess að mennta sig í ákveðið kennslustarf.

x

Innsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.