Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Síða 3
Til félagsmanna
Hreiðar Karlsson
Samkvæmt hefð og venju sendum við út
Boðbera snemma sumars og gerum nokkra
grein fyrir starfi okkar á fyrstu mánuðum
ársins, svo og hinu árlega félagsstarfi kaup-
félagsins.
I.
Unnið hefur verið milliuppgjör fyrir
„rekstur án afurða“ á fyrstu 4 mánuðum
ársins. Uppgjörið sýnirrekstrarhalla, þó ívið
minni en á sama tíma 1991, eða nál. 10,4
millj. króna. Afkoma verslunarinnar virðist
nokkru slakari en var á fyrra ári, en staða
framleiðsludeildanna hefur batnað. Þótt
þessi uppgjör hafi sannað gildi sitt á undan-
förnum árum, má ekki gleyma því að um
bráðabirgðatölur er að ræða.
II.
í kjölfar umræðna á aðalfundum mjólk-
ursamlags og kaupfélags og með hliðsjón af
væntanlegum breytingum í mjólkurvinnslu
og framleiðslu, ákvað stjórn KÞ á vordögum
að láta gera ítarlega úttekt á rekstri og rekstr
armöguleikum Mjólkursamlags KÞ. Pálmi
Vilhjálmsson, mjólkurverkfræðingur og
Gísli Arason, rekstrarráðgjafi, voru fengnir
til þessa verks. Þeir eru komnir nokkuð
áleiðis, en niðurstaðna frá þeim er ekki að
vænta fyrr en síðar á sumrinu.
Þetta tengist einnig framtíð okkar í j ógúrt-
gerð og samstarfinu við Baulu, en óvíst er nú
um framhald þess.
III.
Þau skemmtilegu tíðindi gerðust í lok maí,
að framleiðsluvörur frá Kjötiðju KÞ hlutu
þrenn verðlaun í samkeppni kjötiðnaðar-
manna í Reykjavík. Þurrkryddað lambalæri
vann til gullverðlauna, en aðrar tegundir
hlutu silfur og brons.
Þessi útkoma er viðurkenning á faglegum
vinnubrögðum og mikilli vöruvöndun í kjöt-
iðjunni, ásamt því að vera bæði heiður og
hvatning fyrir starfsfólkið. Við óskum þeim
öllum til hamingju með frammistöðuna.
IV.
Síðari hluta vetrar var vaxtakjörum í KÞ
breytt nokkuð til hagsbóta fyrir innstæðueig-
endur, og var gerð sérstök grein fyrir þeim
breytingum í bréfi til sauðfjárbænda. Einnig
hefur orðið vart nokkurs misskilnings um
framkvæmd vaxtaútreiknings. Gildandi vax-
tatafla KÞ birtist í þessu blaði til frekari glög-
gvunar.
Þegar rætt er um vexti af viðskiptareikn-
ingum, er oftast átt við „hlaupandi reikn-
inga“, svo sem almenna viðskiptareikninga
bænda, þar sem geta skipst á innstæður og
skuldir. Þess eru dæmi, að bændum finnst
þeir fá litla vexti, t.d. miðað við innstæður
um mánaðamót.
Ein skýring á þessu er sú, að mjólkurinn-
legg er jafnan fært í reikning í lok hvers inn-
leggsmánaðar, en vextir reiknast ekki fyrr en
10. dag í næsta mánuði á eftir. Þetta misræmi
stafar af því, að raunverulegur gjalddagi
mjólkurinnar er 10. næsta mánaðar eftir
innlegg, en reglur um virðisaukaskatt kveða
svo á, að allar tekjur og gjöld skuli færa í
þeim mánuði sem þær verða til, þótt gjald-
daginn geti verið annar. Svipað gildir um
fóður, sem selt er með gjaldfresti, en engu að
síður reikningsfært í úttektarmánuði.
Þannig hafa ýmis atriði áhrif á vaxtaút-
reikninginn, en tölvan reiknar í raun vexti af
stöðu hvers einasta dags. Allar úttektir og
innlegg koma jafnharðan til vaxtareiknings,
en hvorki er miðað við hæstu né lægstu
3