Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Side 16

Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Side 16
Enn um vaxtamál Ragnar Jóhann Jónsson Það er sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að taka vaxtamál kaupfélagsins til frekari umfjöllun- ar, en um þau mál hefur verið fjallað töluvert í Boðberanum á undanförnum mánuðum. Gerð hefur verið grein fyrir vaxtakjörum kaupfélagsins og þeirri nauðsyn félagsins að halda því fjármagni sem það hefur á viðskiptareikningum og í Inn- lánsdeild. Hins vegar verður að gefnu tilefni að gera í fáum orðum grein fyrir þeirri aðferð sem beitt er við útreikninga á vöxtum viðskiptareikninga félagsins. Borið hefur á því að menn hafi ekki talið vextina rétt reiknaða miðað við stöðu sína á hverjum tíma. Vextirnir eru reiknaðir miðað við „vaxtastöðu“ viðkomandi viðskiptareiknings hverju sinni. Þannig getur verið innstæða á reikningnum hluta úr mánuði og skuld annan hluta úr mánuði, sem er eitt vaxtatímabil. Vextirnir eru reiknaðir miðað við stöðuna hverju sinni, en ekki meðaltalsstöðu. Við útreikninginn ræður vaxtadagur hverrar færslu hvenær vextir reiknast af henni, en hann er ekki alltaf sá sami og færsludagurinn. Til dæmis er megnið af fóðursölu félagsins með vaxtalausum gjaldfresti og vaxtadagsetningin skráð samkvæmt því. Á sama hátt er vaxtadagur mjólkurinnleggs tíunda dag næsta mánaðar eftir lok innleggsmán- aðar. Af þessu er ljóst að munur getur verið á bókfærðri stöðu og vaxtastöðu. Að lokum er rétt að vekja athygli á því að við- skiptareikningar kaupfélagsins eru reikningar sem geta bæði staðið í skuld og með innstæðu. Að því leyti eru þeir líkir hlaupareikningum í banka- kerfinu, nema hvað vextimir eru reiknaðir út frá vaxtastöðunni hverju sinni og ekki er um neitt viðskiptagjald að ræða. Einnig er rétt að nota tækifærið og skora á fólk að kynna sér þá ávöxtun- armöguleika sem Innlánsdeikd KÞ býður upp á, en þeir eru sérstaklega auglýstir í þessu tölublaði Boðberans. Ragnar Jóhann Jónsson “Abu Garcia ULTR^r veiðihjól og stangir m Naustagil 16

x

Boðberi K.Þ.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.