Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Síða 7

Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Síða 7
Breytt staða smásöluverslunar Ragnar Jóhann Jónsson Á aðalfundi kaupfélagsins, laugardaginn 11. apríl s.l., var sérmál fundarins „breytt staða smás- öluverslunar“. Framsöguerindi um málið flutti undirritaður. Að beiðni ritstjóra Boðberans hef ég tekið nokkra kafla út úr umræddu erindi, sem ég vona að gefi raunhæfa mynd af inntaki þess. Fyrr á árum var verðlagning smásölustigsins býsna fastmótuð og tók fyrst og fremst mið af þeim kostnaði sem hún þurfti að bera og reynt var að láta hverja vöru eða hvern vöruflokk standa undir eðlilegri hlutdeild í heildarkostnaði. Á vissan hátt festi hið opinbera þetta verklag í sessi með afskiptum sínum af verðlagsmálum. Með breyttri stefnu, þar sem frelsi til álagningar var rýmkað og hvatt var til aukinnar samkeppni, tókst að breyta verulega hugsunarhætti verslunar- manna. Aukin samkepopni á smásölustiginu, tíð- ari verðlagskannanir og markvissari birting þeirra, leiddi af sér lægri álagningu smásölunnar, ákveðna hagræðingu í rekstri og fækkun en stækkun verslana. Það má segja að þetta hafi verið hin jákvæða afleiðing þessara breytinga. En í öllu bramboltinu gleymdu menn heildsölustig- inu og þætti þess í verðmynduninni. Engar verð- kannanir voru gerðar á heildsölustiginu, því tókst að hagnast á hinni frjálsu álagningu og ekkert hvatti hana til hagræðingar, sparnaðar eða til að lækka álagninguna. Hún þreifst í skjóli einka- umboða og naut þess hve merkjavörur eru ráð- andi á markaðnum. Verslunardeild Sambandsins sáluga var engin undantekning þar. Hún féll í þá gryfju að byggja í kringum sig stórt og mikið bákn sem erfitt var að skera niður þegar þrengdi að. Álagning var orðin óhófleg þar, eins og reyndar á öllu heildsölustiginu. En það var ekki beint þetta aukna frjálsræði í álagningamálum sem leiddi af sér þá auknu umræðu um verðlagsmál sem ég gat um í upphafi máls míns. Það var miklu frekar stofnun svokall- aðra bónusverslana sem virkilega hristi upp í mar- kaðnum. Starfsemi þeirra knúði aðra stórmarkaði til að endurskoða sína verðlagningarstefnu og öll verðsamkeppni jókst verulega. Afleiðingin varð vaxandi verðmunur og það var undir þessum kringumstæðum sem umræðan um verðlagsmál jókst til muna og kom fram meðal annars á aðal- fundi okkar í fyrra. Starfshættir stórmarkaðanna eru nú með þeim hætti að þeir kanna verðlag keppinautarins að minnsta kosti einu sinni í viku og þannig fylgjast þeir með verði hans og aðlaga sig því. í ljósi þess- ara breyttu viðhorfa eru þetta nauðsynleg vinnu- brögð, en ég er býsna hræddur um að í öllum gauraganginum gleymi menn því að verslunin þarf að geta borið sig og að til lengri tíma litið hlýtur einhver að verða undir í þeirri glímu sem fram fer á markaðnum með öllum þeim skakka- föllum sem slíkum uppákomum fylgir. Verðlagsyfirvöld hafa með einum og öðrum hætti reynt að telja okkur trú um að verðmunur milli dreifbýlisins og þéttbýlisins hafi farið vax- andi. Þetta er ekki nema hálfur sannleikurinn. Það er miklu nær að segja að verðmunurinn hafi aukist milli stórmarkaða og bónusverslana annars vegar og miðlungs og smárra verslana hins vegar. Málið er bara það að stórmarkaðirnir og bón- usverslanirnar setja sig eingöngu niður á stærstu markaðssvæðunum, því það er þar sem þær hafa rekstrargrundvöll, þar sem rekstur þeirra byggist á mikilii veltu, takmörkuðu vöruframboði, lítilli þjónustu og miklu vöruflæði. Annars er allur verðsamanburður umdeilanleg- ur. T.d. er verðlag í KÞ-Matbæ í janúar s.l. 0,8% yfir landsmeðaltali og 0,1% í desember, hins vegar er verðlag í Kjötmiðstöðinni við Laugalæk í Reykjavík 0,7% yfir landsmeðaltali. Svipaða sögu má segja af Melabúðinni í Reykjavík sem er 0,3% yfir landsmeðaltali. Hér er um óverulegan og nánast ekki marktækan mun að ræða. Gallinn á slíkum samanburði er sá að hann er eðli málsins samkvæmt eingöngu hreinn verðsamanburður. 7

x

Boðberi K.Þ.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.