Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Síða 5

Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Síða 5
Aðalfundur K.Þ. 1992 Þormóður Jónsson Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga var haldinn í Sal Barnaskóla Húsavíkur 11. apríl. Formaður félagsins, Egill Olgeirsson, setti fundinn. Helgi Jónasson, Grænavatni, og Haukur Logason, Húsavík, voru kvaddir til að stjórna fundinum. Funarritarar voru Þórarinn Þórarinsson, Sig- urgeir Aðalgeirsson og Baldur Vagnsson. Kjör- bréfanefnd skipuðu: Berta Pálsdóttir, Jón Heiðar Steinþórsson og Erlingur Teitsson. Sú hefð hefur skapast, að kjörbréfanefnd annast talningu atkvæða við kosningar á aðalfundum K.Þ. Egill Olgeirsson flutti skýrslu stjórnar. í upp- hafi ræðu sinnar minntist hann þess, að nú voru liðin 110 ár frá stofnun Kaupfélags Þingeyinga. Hann greindi frá því, að Alþingi fslendinga hefði nú saman sett og samþykkt ný samvinnulög. Þau lög miða að því að laga Samvinnuhreyfinguna að þeim starfsháttum, sem nú tíðkast í heimi fjár- mála og viðskipta. Haldnir voru 11 fundir í stjórn K.Þ. á árinu 1991, að auki sátu stjórnarmenn ýmsa fundi með starfsmönnum K.Þ. til að sinna sérstökum afmörkuðum verkefnum. Stjórn K.Þ. hefur reynt að koma á gagnrýninni og málefnalegri umræðu um félagið með þvf að veita fjölmiðlum upplýsingar um það og fjalla um málefni þess í Boðbera K.Þ. Á stjórnarfundum var farið yfir rekstur félags- ins eins og hann var á hverjum tíma samkvæmt rekstraryfirliti og reynt að færa í betra horf það sem farið hafði á annan veg en fyrirhugað var. Á fundum sínum hefur stjórnin fjallað ýtarlega um stöðu landbúnaðarins og þær breytingar, sem nú dynja yfir hann. Óvissa ríki um skipulag hans í náinni framtíð, hvernig háttað verði úrvinnslu landbúnaðarvara, dreifingu þeirra og sölu. Goði h/f hefur annast sölu á kjötvörum, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið illa. Stjórn K.Þ. og samlagsráð hafa af gaumgæfni fjallað um málefni mjólkuriðnaðarins, stöðu hans og framtíð. Menn eru sammála um að auka sam- starf í greininni og efla Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Tilgangur samstarfsins er, að koma á þeirri hagræðingu í mjólkuriðnaðinum, að hann verði fær.um að hlíta kröfum markaðar- ins. Stjórn K.Þ. tók þátt í að koma bættri skipan á rekstur Fiskiðjusamlags Húsvíkur. Að þeirri skipan er unnið eftir tillögum Gísla Arasonar, rekstrarhagfræðings. Innlánsdeild K.Þ. er nú í umsjá Landsbanka íslands á Húsavík. Þeirri skipan var komið á eftir að Samvinnubanki íslands var seldur íslands- banka. Stjórn K.Þ. hefur heimilað undirbúning að stækkun Matbæjar. Unnið er að gerð tillagna um endurbætur á verslunarhúsi kaupfélagsins í Reykjahlíð við Mývatn. í lok ræðu sinnar minnti stjórnarformaður á, að enn væri róðurinn þungur í öllum rekstri og brýnt að stjórnendur, starfsmenn og félagsmenn K.Þ. haldi vöku sinni. Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri, flutti skýrslu um rekstur og afkomu kaupfélagsins á árinu 1991. Hann gerði hinum ýmsu rekstrar- þáttum K.Þ. glögg skil og greindi frá afkomu sér- hverrar deildar þess. Rekstrartekjur verslunarinnar urðu 904 mil- jónir króna og veltuaukning hennar 3,4% frá árinu 1990. Heildarhagnaður í versluninni var 4,8 miljónir króna. Heildarhagnaður af framleiðslu- starfsemi félagsins nam 2,6 miljónum og af þjón- ustustarfsemi þess kr. 1,1 miljón. Þessi niðurstaða er verulega mikið lakari en hún var á árinu 1990. Velta Sláturhúss K.Þ. minnkaði frá fyrra ári. Hagnaður af rekstri þess var þó heldur meiri en á árinu 1990. Hagnaður af deildum K.Þ. var 14,4 miljónir króna á árinu 1991. Tap var á rekstri Mjólkursamlags K.Þ. að fjárhæð 12,7 miljónir og var því hagnaður af sameiginlegum rekstri félags- ins aðeins kr. 1.642.574,00. Þá er stjórnarformaður og kaupfélagsstjóri 5

x

Boðberi K.Þ.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.