Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Page 17
Nýtt Samkort
Ragnar Jóhann Jónsson
Komið er á markaðinn nýtt og endurbætt Sam-
kort sem uppfyllir betur kröfur fólks um nútíma-
legt greiðslukort. Nýja Samkortið er gefið út af
Kreditkorti h.f. í samvinnu við Samtök samvinnu-
verslana. Pað er í senn félagsmannakort í kaup-
félaginu og alþjóðlegt Eurocard kreditkort, með
öllum þeim réttindum sem þvi' fylgir. í því samb-
andi má nefna að nýja Samkortið er hluti af einu
stærsta kortaneti heims, Eurocard/Master Card,
og veitir aðgang að milljónum verslana og þjón-
ustufyrirtækja um allan heim. Það gefur rétt á
raðgreiðslum til kaupa á dýrari hlutum, greiðslu-
dreifingu tvisv^r á ári og fleiru.
Sérstaða Samkortsins felst fyrst og fremst í því,
jafnframt því að vera alhliða greiðslukort, að það
er félagsmannakort í kaupfélaginu og hægt er að
velja á milli tveggja gjalddaga, þ.e. annað hvort
um mánaðamót eða miðjan mánuð, allt eftir því
hvort hentar betur hverjum og einum.
Þeir sem eiga Samkort af gömlu gerðinni, geta
fengið því breytt í nýja kortið með því að hafa
samband við Kreditkort h.f. eða kaupfélagið og
mikið úrval af reiðhjólum, allar stœrðir.
Fjallahjól, götuhjól, B.M.X. hjól, o.fl.
<@-§> $híflAN
gefa upp: Kortnúmer, gildistíma, nafn og heim-
ilisfang. Sömuleiðis geta þeir sem eiga Eurocard
kort fengið því breytt í Samkort, en þá þarf að
skrifa undir sérstka beiðni þar um sem liggur
frammi hjá kaupfélaginu. Þegar eldri kort falla úr
gildi verður sjálfkrafa endurnýjun í nýju korti.
Ef þið hafið hins vegar hvorki Samkort eða
Eurocard kort er nú kjörið tækifæri til að fá sér
Samkort þar sem nýir umsækjendur sem fá kort í
gegnum Kaupfélag Þingeyinga þurfa ekki að
greiða neitt stofngjald. Aðilum sem reka félagsbú
er bent á þann möguleika að þeir geta fengið sér-
stök fyrirtækjakort.
Að lokum viljum við ítreka sérstöðu Samkorts-
ins, sem er fjölnota, alþjóðlegt, Eurocard kre-
ditkort, jafnframt því að vera félagsmannakort í
kaupfélaginu, þar sem korthafi getur valið milli
tveggja greiðsludaga (3. eða 17. hvers mánaðar).
Önnur kort bjóða ekki upp á þennan möguleika.
Þannig þarf aðeins eitt kort, þ.e. Samkort.
Ragnar Jóhann Jónsson
17