Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Síða 12
Aðalfundur Sambandsins 1992
Þormóður Jónsson
Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufél-
aga var haldinn í Sambandshúsinu að Kirkju-
sandi, Reykjavík 5. júní s.l.
Fulltrúar Kaupfélags Pingeyinga á fundinum
voru Hreiðar Karlsson, Egill Olgeirsson og Ari
Teitsson.
Nú hafa 26 kaupfélög rétt til að senda fulltrúa á
aðalfund Sambandsins. Fundinn sátu 48 fulltrúar
frá 24 kaupfélögum. Fundurinn hófst, svo sem
venja er til á því, að stjómarformaður Sambands-
ins og forstjóri þess fluttu skýrslur sínar.
Meðal þess sem fram kom í ræðu stjórnarfor-
manns var eftirfarandi:
Sambandið á nú aðild að 11 dótturfyrirtækjum
og 6 samstarfsfyrirtækjum. Þau teljast dótturfyr-
irtæki, sem Sambandið á að hálfu eða meir og
samstarfsfyrirtæki, sem það á að minni hluta.
í árslok árið 1990 var búið að skipta aðal-
deildum Sambandsins upp í 6 hlutafélög og á það
nú afkomu sína undir gengi þeirra. Árið 1991 var
fyrsta heila starfsár nýju hlutafélaganna. Gengi
þeirra var ekki gott á árinu.
í árslok 1989 voru skuldir Sambandsins 13,8
miljarðar króna. í árslok 1991 voru þær 4,8 milj-
arðar. Skuldirnar höfðu ekki verið greiddar,
heldur var þeim skipt á milli nýju hlutafélaganna.
Sambandinu er mikil nauðsyn að selja eignir til að
lækka skuldir sínar.
f upphafi ræðu sinnar mæltist Guðjóni B.
Ólafssyni, forstjóra á þessa leið: Samdráttur er í
efnahagslífi Vesturlanda. Framleiðslutæki
Austur-Evrópulanda eru nánast ónýt. Bankar í
Bandaríkjum Norður-Ameríku eru í sárum
vegna offjárfestinga í verslunum. Án orkulinda
og án hráefna í landi sínu hafa Japanir orðið stór-
veldi á sviði iðnaðar og viðskipta. Þeir hafa öflug-
asta skólakerfi heims. íslendingum er nauðsyn-
legt að fjárfesta meira í menntun en þeir gera.
Fyrir tveim árum voru 124 fulltrúar á aðalfundi
Sambandsins. Nú eru þeir um 50.
Sambandinu var skapaður vandi: Tekin voru
erlend lán til íslandslax og annarra fjárfestinga,
sem aldrei skiluðu öðru en tapi. Nú verður Sam-
bandið að selj a eignir fyrir 3 til 4 milj arða króna til
að lækka skuldir. Vandamál Samvinnuhreyfing-
arinnar hurfu ekki við skipulagsbreytingarnar.
Forstjórinn gerði síðan grein fyrir rekstri Sam-
bandsins og Sambandsfélaga á árinu 1991.
Ég vil geta nokkurra atriða, sem fram koma í
prentaðri skýrslu Guðjóns B. Ólafssonar:
Heildarvelta Sambandsins, kaupfélaganna og
nýju hlutafélaganna nam 66 miljörðum króna á
árinu 1991 og hafði aukist um 5% frá árinu 1990.
Umsvif Samvinnuhreyfingarinnar hafa því ekki
minnkað við breytta skipan.
Hagnaður var á rekstri íslenskra sjávarafurða
h/f og Samskipa h/f. Tap var á rekstri Goða h/f,
Jötuns h/f, íslensks skinnaiðnaðar h/f og Mikla-
garðs h/f. Mestur var hallinn á Miklagarði , 396
miljónir króna. Björn Ingimarsson varð fram-
kvæmdastjóri Miklagarðs 1. ágúst 1991. Á þeim
bæ er nú harðsnúið og dugmikið lið, sem vinnur
að því hörðum höndum að koma fyrirtækinu á
réttan kjöl. Mikligarður flytur inn vörur fyrir
kaupfélög og selur framleiðsluvörur þeirra á
Reykjavíkursvæðinu. Því er það, að kaupfélögin
á landsbyggðinni eiga mikið undir að vel takist til
við rekstur þess.
Samanlagður halli á Sambandinu var 368 mil-
jónir króna.
Árið var samvinnufélögunum erfitt. Staða af-
urðastöðva versnaði vegna samdráttar í landbún-
aði. Stjórnendur kaupfélaganna verða stöðugt að
aðlaga rekstur félaganna breyttum aðstæðum.
Þegar hefjast skyldu almennar umræður um
skýrslur stjórnarformanns og forstjóra tók enginn
til máls. - Punktur. -
Undir 9. lið á dagskrá fundarins, „önnur mál“,
var flutt tillaga frá stjórn Sambandsins um dreif-
ingu eignarhalds í nýju hlutafélögunum. í henni
er kveðið á um, að stefnt skuli að því, að enginn
einn aðili eigi meira en 1/3 hluta í félögunum. Til-
12